Færslur: 2011 Júlí

27.07.2011 09:31

Stórmót Þjálfa


Stórmót Þjálfa á Einarsstöðum verður haldið þann 6. og 7. ágúst. Keppt verður í eftirfarandi greinum: A og B fl, tölti. Ungmenna-, unglinga- og barnaflokki, öldungaflokki og skeiði.  Skráningargjald í tölt er 2500 kr og skeið 1000 kr.

Grill og kvöldvaka verður á sínum stað á laugardagskvöldinu.   

Miðaverð er 3000 kr en 1500 kr ef fólk kýs að koma einungis á sunnudeginum. Allt innifalið. Frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Hægt verður að fylgjast með dagskránni á heimasíðu félagsins en hún mun liggja fyrir fljótlega.

Tekið er á móti skráningum á netfangið [email protected] en einnig í síma 848-0066. Vinsamlegast notið netfangið en skráningar ykkar verða staðfestar. Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram: grein, nafn hests og knapa, litur, aldur, faðir og móðir hests og eigandi. Skráningu líkur miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 22:00.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin


18.07.2011 09:34

Fákaflug 2011


Fákaflug 2011 verður haldið á Vindheimamelum dagana 29.-31. júlí nk.  Keppt verður í A-flokk, B-flokk, Ungmennaflokk, Unglingaflokk, Barnaflokk, 100m skeiði, tölti og ef næg þátttaka fæst verður einnig keppt í 300m brokk og 250m stökk kappreiðum.  Keppt verður í sérstakri forkeppni.

Skráning er hjá Guðmundi á netfanginu [email protected] og lýkur skráningu á miðnætti þann 25. júlí. Gefa þarf upp keppnisgrein, nafn og kennitölu knapa og IS númer hrossins við skráningu.

Skráningargjald er kr.3.000,- og skal það greiðast inn á reikning 161-26-269, kt.620269-6979 með nafni knapa í skýringu og senda staðfestingu í tölvupósti á [email protected]

Mótið hefst föstudagskvöldið 29. júlí kl.18:00 á forkeppni í tölti, nánari dagskrá verður auglýst síðar.

13.07.2011 21:53

Unglingalandsmót UMFÍ - skráning


Tilkynning frá USAH

Senn líður að Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og vill USAH minna á að fara huga að skráningu. Síðasti frestur til að skrá keppendur er miðvikudagurinn 20. júlí næstkomandi. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 844-7043.

Það sem fram þarf að koma er nafn, kennitala og þær greinar sem barnið ætlar að keppa í. Mjög mikilvægt er að allir drífi sig að skrá sig því ekki verður tekið við skráningu eftir 20. júlí.

USAH greiðir keppnisgjöldin að fullu og því er ekkert annað í stöðunni en að drífa sig á Egilsstaði. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/

04.07.2011 19:43

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna 2011


Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna 2011 fer fram á Mánagrund, félagssvæði hestamannafélagsins Mána dagana 21.-24.júlí. Skráning hefst 4.júlí og fer fram í gegnum tölvupóst og skal senda skráningu á [email protected]


Skráningargjald er kr. 4.500 á hverja skráningu og greiðist við skráningu. Síðasti skráningardagur er 12.júlí.
Hægt verður að hringja inn skráningar þriðjudagskvöldið 12.júlí milli 19-22. Símanúmer verða birt síðar.
Koma þarf fram:
Nafn og kennitala knapa, auk símanúmers. 
IS númer hests, keppnisgrein og uppá hvora hönd viðkomandi hyggst keppa.
Kreditkortanúmer og gildistími.
Einnig er hægt er að leggja inn á reikning Mána 0121-26-3873  kt.690672-0229.
Staðfestingu á greiðslu verður að senda á sama netfang og skráningar, mikilvægt er að setja í skýringu kennitölu knapa.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Töltkeppni barna-, unglinga- og ungmennaflokkur       
Fjórgangur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur    
Fimmgangur unglinga- og ungmennaflokkur         
Gæðingaskeið unglinga- og ungmennaflokkur                    
Skeið 100m (flugskeið) unglinga og ungmenna       
Fimikeppni A barna- og unglingaflokkur                      
Fimikeppni A2 ungmennaflokkur                                  
Töltkeppni T4 unglinga og ungmenna
Mótsstjóri er Sigurður Kolbeinsson s. 869-3530         
Umsjónarmaður hesthúsplássa er Bjarni Stefánsson s.866-0054.
Tjaldsvæði eru við gistiheilmilið Alex http://www.alex.is/forsida.asp  þar er einnig hægt að leigja litla kofa. 
Auk þess er tjaldsvæði á Garðskaga  http://www.sv-gardur.is/Ferdathonusta/Tjaldstaedi/

Verið velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.

Mótanefnd Mána

03.07.2011 22:47

Íslandsmótið


Íslandsmótið verður haldið 13-16 júlí nk. á Brávöllum á Selfossi.

Breyting var gerð á lögum um Íslandsmót á síðasta þingi LH á þá leið að hestamannafélagið sem heldur mótið tekur við skráningu keppenda en ekki aðildarfélag eins og fram kom í síðustu frétt um mótið.

Skráning mun fara fram í síma eða í Hliðskjáf félagsheimili Sleipnis dagana 5 - 7 júlí nk. milli kl. 18 og  21 alla dagana.  Við biðjum keppendur að fylgjast vel með á  www.sleipnir.is þar  sem allar frekari upplýsingar verða birtar.  Drög að dagskrá er á www.sleipnir.is Skráningargjöld kr. 5.000- greiðast við skráningu.


03.07.2011 17:27

Landsmótið


Þá er frábæru Landsmóti lokið þar sem Neistafélagar tóku þátt í hinum ýmsu viðburðum og/eða störfum og stóðu sig frábærlega.

Gáski og Óli voru glæsilegir fulltrúar Neista að vanda og enduðu í 11 sæti í B-flokki með einkunina 8,59.
Til hamingju með það.



Óli og Gáski í góðri sveiflu


Á fimmtudagskvöldið í frábæru veðri var setningarathöfnin og hópreið hestamannafélaganna. Okkar fólk tók að sjálfsögðu þátt í því en 11 flottir félagar mættu til leiks og voru stoltir Neistafélagar sem sátu í brekkunni og horfðu á.  Við setningarathöfnina voru einnig 18 fánar aðildarfélaga FEIF dregnir að hún og var Friðrún Fanný Guðmundsdóttir ein ungmenna sem voru fengin til að draga upp fána.
Takk fyrir frábæra þátttöku.


Sigurgeir fánaberi, Agnar, Haukur, Harpa, Leon, Elín, Lilja, Ásdís, Lara, Magnús og Höskuldur



Margir félagar unnu hin ýmsu störf á Landsmóti. Formaðurinn sjálfur, Hjörtur Karl Einarsson, var þar á aðra viku að skipuleggja og vinna og Valur Valsson var einn af dómurum í allri gæðingakeppninni.


Þökkum við öllum þeim sem að þessu móti kom á einn eða annan hátt fyrir gott starf og frábæra skemmtun.

Nokkrar myndir af hópreið í albúmi.
Hér  má sjá myndbrot af Neistafélögum í hópreiðinni (á ca 3.35 mín)
og einnig má sjá hér annað myndbrot af setningarathöfninni sem var glæsileg í alla staði.

  • 1
Flettingar í dag: 666
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 485
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 432728
Samtals gestir: 51129
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:32:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere