Færslur: 2018 Nóvember

22.11.2018 19:19

Búgreinahátíð 2018

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin 17. nóvember sl. og eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur. 


Knapi ársins 2018 hjá Hestamannafélaginu Neista er Bergrún Ingólfsdóttir.
 

 
 

Bergrún stóð sig vel á liðnu keppnistímabili. Hún tók þátt í vetrarmótum með góðum árangri og á sameiginleigu úrtökumóti Neista, Snarfara og Þyts stóð hún sig vel og reið til úrslita í A- flokki, B-flokki og tölti.Hún er mikil fagmanneskja og til fyrirmyndar þegar kemur að þjálfun og umhirðu hrossa. Bergrún er fyrirmyndar knapi innan vallar sem utan og erum við stolt að veita henni þessa viðurkenningu.

Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin og ræktunarbú ársins.  


Viðurkenningar 2018:

Ræktunarbú 2018 
Steinnes 

Hryssur 4. vetra
Stikla frá Síðu, a.e. 7.52

Hryssur 5. vetra
Krækja frá Sauðanesi, a.e. 7.89
 

Hryssur 6. vetra
Kúnst frá Steinnesi, a.e. 8.23

 

Hryssur 7. vetra og eldri
Þyrnirós frá Skagaströnd, a.e. 8.36

 


Stóðhestar 4. vetra
Korpur frá Steinnesi, a.e. 8.23
Hlaut einnig Blöndalsbikarinn

 
 

Stóðhestar 5. vetra
Kleó frá Hofi, a.e. 8.27

 

Stóðhestar 6. vetra
Mugison frá Hæli, a.e. 8.55
Hlaut einnig Fengsbikarinn fyrir hæst dæmda Kynbótahrossið í A-Hún. 

 

Stóðhestar 7. vetra og eldri
Vegur frá Kagaðarhóli, a.e. 8.53

 
 
  

  • 1
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 111675
Samtals gestir: 8461
Tölur uppfærðar: 9.12.2022 14:18:20

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere