Færslur: 2013 Júní

26.06.2013 09:11

Æfingar fyrir Fjórðungsmót

Þessir kappar voru mættir á reiðvöllinn í gærkvöldi til að þjálfa krakkana fyrir Fjórðungsmót.
Mikilvægt að fá góða leiðsögn hjá reyndara fólki og alltaf gaman að hittast og fara yfir hlutina.  


Valur Valsson, gæðingadómari og Ólafur Magnússon, margreyndur keppnisknapi.

 

Ásdís Freyja, Lara Margrét, Lilja Maria, Sólrún Tinna og Hjördís, mættu galvaskar á æfingu
og allar fara þær á Fjórðungsmót.

 

 


Ásdís Brynja sem fer líka á Fjórðungsmót fær hér leiðsögn hjá þeim Val og Óla.

 

20.06.2013 16:01

Félagsmót 2013

Jæja, nú eru komnar inn myndir frá Félagsmóti Neista 2013.

 
 
 
 

20.06.2013 15:41

Hestaeigendur athugið.

Sigríður Elka Guðmundsdóttir vefhaldari fyrir sölusíðuna www.hest.is verður á leið um héraðið seinnipart föstudags þann 21. júní og síðan aftur fyrripart sunnudags þann 23. júní með myndavél og upptökuvél. Bíður hún ykkur þjónustu sína við hrossasölu. Hrossin þurfa að vera þæg og þjál til að eiga erindi inn á sölusíðuna hennar www.hest.is. Á síðunni er hægt að auglýsa kynbótahryssur, stóðhesta, keppnishross og reiðhross.

Áhugasamir skulu hafa samband við Magnús í Steinnesi í síma 897-3486 og verður þá ákveðið hvernig haga skal málum.

 

16.06.2013 13:06

Kvennareiðin 2013

Nokkrar gagnlegar ábendingar til þeirra kvenna sem ætla með.

Lagt verður af stað stundvíslega kl. 16, sunnudaginn 16. júní frá Húnsstöðum.

Minnum þátttakendur á að við förum yfir Húnavatn og því er gott að hafa í
huga góðan skófatnað og vatnsbuxur til að fyrirbyggja eða takmarka blauta
fætur. Hægt væri að koma hlífðarfatnaði í bíl við Húnsstaði og klæða sig
betur áður en við leggjum yfir vatnið. Einnig væri hægt að fara úr
hlífðarfatnaði þegar komið er yfir vatnið og koma honum í bíl.

Minni þær konur sem ætla sér að klæða sig betur áður en farið er yfir
vatnið að gott er að hafa með sér teip/ límband til að festa buxur vel
niður við skó/stígvél. Við (Sonja) getur einnig útvegað eitthvað af buxum
ef þörf krefur.

Bestu kveðjur,
nefndin.

15.06.2013 21:28

Úrslit Félagsmóts Neista

Félagsmót Neista var haldið á Blönduósvelli í dag og tókst með ágætum. Mjög góð þátttaka var á mótið. 
Þökkum við öllum þeim sem að því stóðu sem og keppendum og áhorfendum kærlega fyrir daginn.

 

Glæsilegasta par mótsins, valið af dómurum, voru Jakob Víðir Kristjánsson og Gítar frá Stekkjardal, virkilega flottir. Finnst vonandi mynd af þeim köppum fljótlega til að setja hér inn, en Víðir er hér með verðlaunagripina. 

 Úrslit urðu þessi:

Pollaflokkur:

 

Þær Sunna Margrét á Stöku, Salka Kristín á Glæsi og Inga Rós á Neista riðu nokkra hringi og skemmtu sér og okkur. Óli var þeim til halds og trausts og þær fengu að sjálfsögðu verðluan :)


B-flokkur:

 
1    Gítar frá Stekkjardal / Ægir Sigurgeirsson 8,61 
2    Börkur frá Brekkukoti / Jakob Víðir Kristjánsson 8,59 
3    Fylkir frá Þingeyrum / Helga Thoroddsen 8,46 
4    Háleggur frá Stóradal / Guðmundur Þór Elíasson 8,29 
5    Sóldögg frá Kaldárbakka / Ólafur Magnússon 8,11 

 

Unglingaflokkur:

 
1    Sigurður Bjarni Aadnegard / Prinsessa frá Blönduósi 8,22 
2    Ásdís Brynja Jónsdóttir / Eyvör frá Eyri 8,15 
3    Hjördís Jónsdóttir / Dynur frá Leysingjastöðum 7,97 
4    Hrafnhildur Björnsdóttir / Álfadís frá Árholti 7,83 
5    Harpa Hrönn Hilmarsdóttir / Blakkur frá Þorsteinsstöðum 7,80 

 

Barnaflokkur:

 
1    Lilja Maria Suska / Neisti frá Bolungarvík 8,43 
2    Ásdís Freyja Grímsdóttir / Nökkvi frá Reykjum 8,22 
3    Lara Margrét Jónsdóttir / Öfund frá Eystra-Fróðholti 8,10 
4    Sólrún Tinna Grímsdóttir / Gjá frá Hæl 8,08 
5    Bjartmar Dagur Bergþórsson / Gletta frá Blönduósi 7,69 

 

A-flokkur:

 
1    Þyrla frá Eyri / Tryggvi Björnsson 8,50 
2    Skerpla frá Brekku / Stefán Birgir Stefánsson 8,22 
3    Hvinur frá Efri-Rauðalæk / Jón Gíslason 8,16 
4    Mirian frá Kommu / Þórólfur Óli Aadnegard 7,44 
5    Snerpa frá Eyri / Eline Schriver 1,89 

 

Tölt:

 
1    Tryggvi Björnsson / Ungfrú Ástrós frá Blönduósi 6,72 
2    Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi 5,50 
3    Magnús Ólafsson / Píla frá Sveinsstöðum 5,44 
4    Þórólfur Óli Aadnegard / Þokki frá Blönduósi 5,44 
5    Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,39 

 

 

 

 

A flokkur      
Forkeppni       
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Skerpla frá Brekku / Stefán Birgir Stefánsson 8,34 
2    Snerpa frá Eyri / Tryggvi Björnsson 8,30 
3    Þyrla frá Eyri / Eline Schriver 8,26 
4    Dúkka frá Steinnesi / Tryggvi Björnsson 8,24 
5    Hvinur frá Efri-Rauðalæk / Jón Gíslason 8,16 
6    Kátína frá Steinnesi / Tryggvi Björnsson 8,12 
7    Mirian frá Kommu / Guðmundur Þór Elíasson 8,07 
8    Tangó frá Blönduósi / Guðmundur Þór Elíasson 7,68 
9    Hnakkur frá Reykjum / Jóhanna Stella Jóhannsdóttir 7,54 
10    Viðar frá Hvammi 2 / Haukur Marian Suska 7,18 
           
B flokkur      
Forkeppni       
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Gítar frá Stekkjardal / Jakob Víðir Kristjánsson 8,37 
2    Börkur frá Brekkukoti / Jakob Víðir Kristjánsson 8,33 
3    Sóldögg frá Kaldárbakka / Ólafur Magnússon 8,18 
4    Fylkir frá Þingeyrum / Helga Thoroddsen 8,15 
5    Hrókur frá Grænuhlíð / Ægir Sigurgeirsson 8,12 
6    Háleggur frá Stóradal / Jakob Víðir Kristjánsson 8,01 
7    Njörður frá Blönduósi / Agnar Logi Eiríksson 7,98 
8    Ungfrú Ástrós frá Blönduósi / Tryggvi Björnsson 7,83 
9    Katla frá Kornsá / Harpa Birgisdóttir 7,82 
10    Kolfinnur frá Hjaltastaðahvammi / Jón Gíslason 7,77 
11    Hátíð frá Blönduósi / Selma H Svavarsdóttir 7,64 
12    Píla frá Sveinsstöðum / Magnús Ólafsson 7,63 
13    Heiðdís frá Hólabaki / Tryggvi Björnsson 7,58 
14    Sóldís frá Kommu / Sigurður Bjarni Aadnegard 7,02 
15    Króna frá Hofi / Eline Schriver 5,37 
           
Unglingaflokkur    
Forkeppni       
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Sigurður Bjarni Aadnegard / Prinsessa frá Blönduósi 8,21 
2    Hjördís Jónsdóttir / Dynur frá Leysingjastöðum 8,07 
3    Ásdís Brynja Jónsdóttir / Eyvör frá Eyri 7,98 
4    Hrafnhildur Björnsdóttir / Álfadís frá Árholti 7,78 
5    Harpa Hrönn Hilmarsdóttir / Blakkur frá Þorsteinsstöðum 7,76 
6    Haukur Marian Suska / Feykir frá Stekkjardal 7,73 
7    Hákon Ari Grímsson / Hespa frá Reykjum 7,68 
8    Sigurgeir Njáll Bergþórsson / Börkur frá Akurgerði 7,67 
9    Ásdís Brynja Jónsdóttir / Pandra frá Hofi 7,65 
10    Haukur Marian Suska / Viðar frá Hvammi 2 7,61 
           
Barnaflokkur    
Forkeppni       
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Lilja Maria Suska / Neisti frá Bolungarvík 8,21 
2    Ásdís Freyja Grímsdóttir / Nökkvi frá Reykjum 8,12 
3    Ásdís Freyja Grímsdóttir / Hrókur frá Laugabóli 8,12 
4    Lara Margrét Jónsdóttir / Öfund frá Eystra-Fróðholti 8,07 
5    Lilja Maria Suska / Hamur frá Hamrahlíð 8,00 
6    Lara Margrét Jónsdóttir / Leiðsla frá Hofi 7,98 
7    Sólrún Tinna Grímsdóttir / Gjá frá Hæl 7,77 
8    Bjartmar Dagur Bergþórsson / Gletta frá Blönduósi 7,16 
           
Tölt T1      
Forkeppni Opinn flokkur -     
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Tryggvi Björnsson / Ungfrú Ástrós frá Blönduósi 6,50 
2    Guðmundur Þór Elíasson / Silfra frá Stóradal 5,77 
3    Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,60 
4    Þórólfur Óli Aadnegard / Þokki frá Blönduósi 5,50 
5    Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi 5,17 
6    Magnús Ólafsson / Píla frá Sveinsstöðum 5,07 
7    Sólrún Tinna Grímsdóttir / Gjá frá Hæl 5,03 
8    Sigurður Bjarni Aadnegard / Prinsessa frá Blönduósi 4,90 
9    Ásdís Brynja Jónsdóttir / Eyvör frá Eyri 4,73 
10    Lilja Maria Suska / Hamur frá Hamrahlíð 4,43 
11    Hákon Ari Grímsson / Hespa frá Reykjum 4,10 
12    Þórólfur Óli Aadnegard / Penni frá Sólheimum 3,83 
13    Magnús Ólafsson / Dynur frá Sveinsstöðum 3,67 
14    Ásdís Freyja Grímsdóttir / Hrókur frá Laugabóli 3,13 

 

12.06.2013 22:39

Dagskrá og ráslistar

Dagskrá félagsmóts Neista laugardaginn 15. júní hefst kl. 10.00 á forkeppni

B-flokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur

Hádegishlé um kl 12.00 í uþb klst. Hægt að fá keypta súpa í Reiðhöllinni.

A-flokkur
Tölt
Pollaflokkur

Úrslit verða riðin strax eftir forkeppni í sömu röð, nema í pollaflokki, þau fá sín verðlaun þegar þau hafa lokið keppni.

Ráslistar:

B flokkur
Nr Hestur Knapi
1 Háleggur frá Stóradal Jakob Víðir Kristjánsson
2 Ungfrú Ástrós frá Blönduósi Tryggvi Björnsson
3 Sóldís frá Kommu Sigurður Bjarni Aadnegard
4 Píla frá Sveinsstöðum Magnús Ólafsson
5 Hátíð frá Blönduósi Selma H Svavarsdóttir
6 Gítar frá Stekkjardal Jakob Víðir Kristjánsson
7 Katla frá Kornsá Harpa Birgisdóttir
8 Fylkir frá Þingeyrum Helga Thoroddsen
9 Sóldögg frá Kaldárbakka Ólafur Magnússon
10 Króna frá Hofi Eline Schriver
11 Njörður frá Blönduósi Agnar Logi Eiríksson
12 Staka frá Steinnesi Tryggvi Björnsson
13 Kolfinnur frá Hjaltastaðahvammi Jón Gíslason
14 Börkur frá Brekkukoti Jakob Víðir Kristjánsson
15 Heiðdís frá Hólabaki Agnar Þór Magnússon
16 Hrókur frá Grænuhlíð Ægir Sigurgeirsson

Unglingaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Haukur Marian Suska Viðar frá Hvammi 2
2 Ásdís Brynja Jónsdóttir Eyvör frá Eyri
3 Sigurður Bjarni Aadnegard Prinsessa frá Blönduósi
4 Hrafnhildur Björnsdóttir Álfadís frá Árholti
5 Sigurgeir Njáll Bergþórsson Börkur frá Akurgerði
6 Hákon Ari Grímsson Hespa frá Reykjum
7 Harpa Hrönn Hilmarsdóttir Blakkur frá Þorsteinsstöðum
8 Hjördís Jónsdóttir Dynur frá Leysingjastöðum
9 Haukur Marian Suska Feykir frá Stekkjardal
10 Ásdís Brynja Jónsdóttir Pandra frá Hofi

Barnaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Lilja Maria Suska Hamur frá Hamrahlíð
2 Lara Margrét Jónsdóttir Öfund frá Eystra-Fróðholti
3 Ásdís Freyja Grímsdóttir Nökkvi frá Reykjum
4 Sólrún Tinna Grímsdóttir Gjá frá Hæl
5 Bjartmar Dagur Bergþórsson Gletta frá Blönduósi
6 Lilja Maria Suska Neisti frá Bolungarvík
7 Lara Margrét Jónsdóttir Leiðsla frá Hofi
8 Ásdís Freyja Grímsdóttir Hrókur frá Laugabóli

A flokkur
Nr Hestur Knapi
1 Þyrla frá Eyri Eline Schriver
2 Tangó frá Blönduósi Guðmundur Þór Elíasson
3 Kátína frá Steinnesi Tryggvi Björnsson
4 Hvinur frá Efri-Rauðalæk Jón Gíslason
5 Hnakkur frá Reykjum Jóhanna Stella Jóhannsdóttir
6 Ódeseifur frá Möðrufelli Ólafur Magnússon
7 Viðar frá Hvammi 2 Haukur Marian Suska
8 Snerpa frá Eyri Eline Schriver
9 Mirian frá Kommu Guðmundur Þór Elíasson
10 Dúkka frá Steinnesi Tryggvi Björnsson
11 Skerpla frá Brekku Stefán Birgir Stefánsson

Tölt T1
Opinn flokkur
Nr Knapi Hestur
1 Ásdís Brynja Jónsdóttir Eyvör frá Eyri
2 Þórólfur Óli Aadnegard Penni frá Sólheimum
3 Ásdís Freyja Grímsdóttir Hrókur frá Laugabóli
4 Lilja Maria Suska Hamur frá Hamrahlíð
5 Guðmundur Þór Elíasson Frigg frá Laugarmýri
6 Jón Gíslason Hvinur frá Efri-Rauðalæk
7 Sigurður Bjarni Aadnegard Prinsessa frá Blönduósi
8 Magnús Ólafsson Dynur frá Sveinsstöðum
9 Selma H Svavarsdóttir Hátíð frá Blönduósi
10 Hákon Ari Grímsson Hespa frá Reykjum
11 Sólrún Tinna Grímsdóttir Gjá frá Hæl
12 Haukur Marian Suska Feykir frá Stekkjardal
13 Lilja Maria Suska Neisti frá Bolungarvík
14 Guðmundur Þór Elíasson Fáni frá Lækjardal
15 Þórólfur Óli Aadnegard Þokki frá Blönduósi
16 Magnús Ólafsson Píla frá Sveinsstöðum
17 Agnar Logi Eiríksson Njörður frá Blönduósi

Pollaflokkur
Nr Hestur Knapi
1 Sunna Margrét Ólafsdóttir Staka
2 Salka Kristín Ólafsdóttir Glæsir
3 Inga Rós Suska Hauksdóttir Neisti  

 

 

 

 

 

11.06.2013 13:38

Félgasmót Neista og úrtaka fyrir Fjórðungsmót

 

verður haldið á Blönduósvelli laugardaginn 15. júní
 
 

Keppt verður í A og B flokki gæðinga, Ungmennaflokki (18-21 árs á keppnisárinu), Unglingaflokki (14-17 ára á keppnisárinu), Barnaflokki (10-13 ára á keppnisárinu) og Pollaflokki (9 ára og yngri á keppnisárinu),  Einnig verður keppt í tölti opinn flokkur.
Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein. 

Neisti á rétt á að senda 4 hesta til keppni á Fjórðungsmót Vesturlands (ekki pollaflokkur).  Einkunnir úr forkeppni gilda til þátttöku á Fjórðungsmót.

Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] fyrir kl. 21.00 þriðjudagskvöldið 11. júní.
Skráningargjöld verða 2.000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1.500 fyrir aðra skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr.
Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.

Skráningargjald  leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139  sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang.  

Ath.
Þar sem dómarar eru ekki allir íþróttadómarar er töltkeppnin ekki lögleg.

Mótanefnd

 

 

 

 

08.06.2013 18:20

Kvennareið 2013

 

Þá er komið að því, kvennareiðin verður sunnudaginn 16. júní næstkomandi, svo nú er bara að drífa sig með.
Lagt verður af stað stundvíslega kl. 16 frá Húnsstöðum og endað í grilli og gamani á Þingeyrum.

Gjaldið er 3500 kr á konu og þemað er skærir litir.

Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi miðvikudaginn 12. júní hjá nefndarkonum.

Nú er um að gera að eiga skemmtilega stund í góðum félagsskap.

Athugið!! Ef veðurspá er ekki góð, vinsamlegast fylgist þá með á neisti.net.

Nefndin:

Elín Rósa                 s: 893 4685
Jóhanna Stella         s: 773 4012 / 868 1331
Magdalena               s: 694 3392
Marjolyn                   s: 863 5839
Sonja                       s: 616 7449

 

05.06.2013 21:44

Uppskeruhátíð krakkanna

Vetrarstarfi æskulýðsnefndar lauk 4. júní með uppskeruhátíð barna og unglinga sem voru á námskeiðum hjá hestamannafélaginu Neista í vetur.

Í haust þegar æskulýðsnefnd kom saman var ákveðið að reyna að gera eitthvað meira fyrir æskulýðsstarfið þar sem það var afmælisár framundan. Æskulýðsnefndin ákvað því, ásamt formanni Neista, að leitast við að fá styrki hjá fyrirtækjum og stofnunum hér á svæðinu til að styrkja starfið. Fengum við góða styrki og var farið af stað í veturinn með það að leiðarljósi að gera vel við börnin okkar og unglingana. Við fengum til liðs við okkur frábæran reiðkennara, Sonju Noack, en hún var við tamningar á Þingeyrum en kom til Blönduóss 3x í viku og kenndi öllum börnum, unglingum og þeim fullorðnu hjá félaginu. Einnig kenndi hún öll bókleg námskeið í knapamerki 1,2,3 og 4 og luku allir bóklegu prófi ásamt því að þeir nemendur sem voru í knapamerki 1, 2, og 4 luku verklegu prófi. Í knapamerki 1 voru 7 börn, í knapamerki 2 voru 8 unglingar en 2 af þeim tóku líka próf í knapamerki 1. Í knapamerki 3 voru 3 en þau taka próf næsta vor og í knapamerki 4 var 1 unglingur sem lauk líka prófi en 4 stigið var kennt hér í fyrsta skipti. Aldeilis frábært hjá þeim öllum, til hamingju.

Það var mikil aukning á námskeið í vetur hjá byrjendum en þar þar voru 8 börn á aldrinum 2ja til 5 ára,  en alls voru 21 barn, yngra en 12 ára, á námskeiðum en sum þeirra eru auðvitað búin að vera á námskeiðum í mörg ár.

Það er hins vegar erfitt að koma einhverju öðru við en námskeiðum og mótahaldi hjá krökkunum yfir vetrartímann því þau eru upptekin í mörgum öðrum íþróttum. Ásamt því að koma 1x í viku á námskeið tóku mörg hver þátt í Grunnskólamóti og Mótaröð Neista þar sem þau stóðu sig með miklum sóma. Boðið var uppá Töltfiminámskeið með Trausta Þór um miðjan janúar þar sem nokkrir unglingar tóku þátt og höfðu gott og gaman af. Eftir knapamerkjapróf hófust svo stífar æfingar hjá öllum hópum fyrir Afmælishátíðina þar sem 50 börn og unglingar tóku þátt í hinum ýmsu skemmtilegu atriðum.

Uppskeruhátiðin tókst frábærlega. Frábær mæting var bæði af börnum og foreldrum.
Það var hávaðarok en þeir krakkar sem ætluðu í útreiðartúrinn ákváðu bara að fara í reiðtúr inni í Reiðhöllinni og það var bara skemmtilegt hjá þeim, þau skiptu um hesta og riðu berbakt svo eitthvað sé nefnt. 

 

 

Jóhanna Björk og Funi..... það þarf ekki hnakk á hann :)

 

Eftir "reiðtúrinn" var efnt til grillveislu .....

Gulla og Erna í grillinu....

 

og Jón Ragnar og Inga Sóley á pylsunum ....

 

og síðan voru viðurkenningarskjöl, knapamerkjaskíreini og smágjafir afhentar.

Jóhanna og Selma veita viðurkenningarskjöl

 

og smágjafir :)


Þær Lilja María Suska og Sólrún Tinna Grímsdóttir fengu viðurkenningar fyrir verkleg próf en Lilja var hæst í verklegu prófi í knapamerki 1 með 9.7 og Sólrún Tinna hæst í knapamerki 2 með 9,1. Glæsilegt hjá þessum ungu stúlkum. Til hamingju með það.

 

 

Í vetur voru 40 börn og unglingar á námskeiðum sem er mikið miðað við ekki stærra félag. Æskulýðsstarf Neista er í blóma og mikið og frjótt starf er unnið þar á ári hverju. Það má örugglega þakka áhuga og elju duglegra foreldra að þetta starf er eins gott og raun ber vitni. Margir þessara foreldra keyra börnin sín langan veg á námskeið í Reiðhöllina á Blönduósi í hverri viku, allan veturinn.

Æskulýðsnefnd vill þakka öllum þeim sem hönd lögðu á plóginn í æskulýðsstarfinu í vetur, Sonju fyrir skemmtilega og frábæra kennslu og foreldrum fyrir gott samstarf. Einnig vill hún þakka þeim fyrirtækjum og stofnunum sem studdu æskulýðsstarfið fyrir frábæran stuðning með von um áframhaldandi velvilja. Ekki má gleyma Reiðhöllinni sem er notuð allan veturinn og án hennar ættum við ekki svona frábært og skemmtilegt vetrarstarf en æskulýðsstarfið fékk frían aðgang í hana í allan vetur. Með öllum þessum styrkjum gat félagið gefið öllum börnum og unglingum námskeiðgjald vetrarins og er það vel á afmælisári. Stefnan er að halda áfram skemmtilegu starfi sem stuðlar að samveru fjölskyldunnar, þannig að bæði börn og foreldrar hafi gagn og gaman af.

Æskulýðsnefnd

02.06.2013 21:16

Frá Æskulýðsnefnd

Uppskeruhátíð hjá krökkunum sem voru á námskeiðum hjá Neista
í vetur verður þriðjudaginn 4. júní.

 


Farið verður í reiðtúr frá Reiðhöllinni Arnargerði kl. 18.00.
Grillað um kl. 19.00

Allir velkomnir: pabbar og mömmur, bræður, systur, afar og ömmur, frænkur og frændur og allir aðrir.
Gerum skemmtilegan dag með krökkunum okkar.

 

  • 1
Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 1310
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 2578516
Samtals gestir: 418179
Tölur uppfærðar: 25.10.2021 23:58:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere