Færslur: 2023 Nóvember

17.11.2023 05:50

Viðurkenningar 2023

Uppskeruhátíð 2023
Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin 11. nóvember sl.
Hestamannafélagið tilkynnti á hátíðinni hverjir hlutu viðurkenningarnar knapar ársins og sjálfboðaliði ársins.
 
 
Ásdís Brynja Jónsdóttir er knapi ársins í eldri flokkum.
 

Ásdís Brynja og Hátíð frá Söðulsholti

Ásdís Brynja gerði það virkilega gott á keppnisvellinum á árinu. Hún var staðsett á suðurlandi og keppti því aðallega þar sem félagi Neista. Hún keppti á Hátíð frá Söðulsholti en hryssan er í eigu Ásdísar.
Þær stöllur voru duglegar að keppa og tóku þátt í mörgum WR mótum. Þær kepptu t.d. í gæðingaskeiði PP1 í 1 flokk á WR Suðurlandsmóti Geysis og enduðu í 3 sæti. Á WR móti Sleipnis kepptu þær í fimmgangi F2 og lentu í 8 sæti og á WR íþróttamóti Geysis kepptu þær í fimmgangi F2 og enduðu í 10 sæti. Einnig tóku þær þátt í Parafimi í suðurlandsdeildinni og enduðu í 7. sæti.
Þetta er aðeins brot af keppnis árangri þeirra Hátíðar en þær stóðu sig virkilega vel á síðasta keppnisári og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Innilega til hamingju með flottan árangur!
 
 
Salka Kristín Ólafsdóttir er knapi ársins í yngri flokkum.
 

Salka Kristín og Gleði frá Skagaströnd

 

Salka gerði það gott í keppni á síðastliðnu ári en má þar helst nefna að hún keppti á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki og stóð sig virkilega vel. Salka keppti í fjórgangi V2 og tölti T3 á merinni Gleði frá Skagaströnd og enduðu þær í 7. sæti í fjórgangi með einkunnina 5,53 og 4. sæti í tölti með einkunnina 5,78
Salka var dugleg að keppa en hún tók þátt í Skagfirsku mótaröðinni, mótaröð Þyts, kvennatölti Líflands auk þess sem hún tók þátt í öllum mótum sem Neisti hélt síðastliðinn vetur og stóð hún sig vel allstaðar þar sem hún keppti.
Salka Kristín hefur verið dugleg að sækja námskeið á vegum félagsins og núna síðast tók hún Knapamerki 2 og lauk því prófi í vor. Salka stundar hestamennskuna af miklum áhuga og sjáum við miklar framfarir hjá henni frá ári til árs, bæði á námskeiðum og í keppnisbrautinni.
Innilega til hamingju með flottan árangur.
 
 
Sonja Suska er sjálfboðarliði ársins.
 

Sonja og Andvari

Sonja hefur lengi unnið óeigingjarnt starf fyrir hestamannafélagið og verið í nefndum en hún toppaði sig algjörlega síðasta vetur þegar hún kom inn í æskulýðsnefndina og sá um að skipuleggja það frábæra æskulýðsstarf sem við vorum með síðasta vetur. Það krefst mikillar vinnu að halda utan um allt það skipulag sem fylgir svona námskeiðum og þeim fjölda þátttakenda sem sóttu námskeiðin. Sonja er mjög metnaðargjörn þegar kemur að þessu starfi og er vel að þessum tiltli komin!

15.11.2023 18:07

Reiðnámskeið veturinn 2024

 

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku. Hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Kennarar: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, Sigríður Vaka Víkingsdóttir

Skráning fer fram hér https://forms.gle/wkU5MqbXnmfuQpGt6 fyrir 01.12.2022.

Almennt reiðnámskeið fyrir börn - 1x í viku

Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Námskeiðið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl.

Verð: 15.000kr

__________________________________________________________________________

Almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna - 1 x í viku

Almenn reiðnámskeið fyrir fullorðin sem eru að byrja í hestamennsku eða hafa misst kjarkinn. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getu.

Námskeið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl.

Verð: 20.000 kr. Utan félags, verð: 25.000 kr.

___________________________________________________________________________

Pollanámskeið - 3 skipti í mánuði

Ætlað fyrir yngri börn. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Kennt verður 1 sinni í viku, þrisvar í mánuði.

Námskeið hefst í byrjun febrúar og lýkur í lok apríl .

Verð: 10.000 kr

_________________________________________________________________________

Námskeið fyrir lengra komna - 1x í viku

Almennt reiðnámskeið þar sem farið er í æfingar til að bæta hestinn. Bæta samspil knapa og hests. Þjálfa gangtegundir og undirbúningur fyrir keppni. Námskeið hefst í miðjan janúar og lýkur í lok apríl .

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 20.000 fullorðin: kr. 30.000

Knapamerki 1

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 1x í viku

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 8-10 bóklegir tímar og 18-20 bóklegir tímar

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 25.000

fullorðin: kr. 35.000

___________________________________________________________________________

Knapamerki 2

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 1x í viku

  • bæta tímum við eftir þörfum frá apríl

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 8-10 bóklegir tímar og 28-30 verklegir tímar

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 30.000

fullorðin: kr. 40.000

___________________________________________________________________________

Knapamerki 3

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 2x í viku

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 16-20 tímar bóklegt og 35-40 tímar verklegt

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 35.000

fullorðin: kr. 45.000


Æskulýðsnefnd

  • 1
Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434381
Samtals gestir: 51280
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:33:58

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere