Færslur: 2020 Mars

05.03.2020 18:36

Vantar fleiri hendur í framkvæmdir

Kæru Neistafélagar

Framkvæmdir eru nú í gangi í reiðhöllinni og er salurinn að taka stökkbreytingu til betri vegar. Búið er að mála og parketleggja en þar er næst á dagskrá er að setja upp eldhúsinnréttingu. Það verður mikil breyting á salnum þegar verkinu er lokið og vonandi verður hægt að fagna 20 ára afmæli reiðhallarinnar þar með pompi og prakt í næstu viku.

Eins og áður segir hófust framkvæmdir í höllinni um síðustu helgi og mættu nokkrir félagsmenn Neista ásamt stjórnarmönnum til að láta verkin tala. Stjórn Neista er gífurlega þakklát fyrir þá aðstoð sem fengist hefur í framkvæmdirnar en á sama tíma óskum við eftir fleiri félögum til að leggja sitt að mörkum. Eins og staðan er núna þá hafa nokkir félagsmenn lagt mjög mikið á sig í þágu félagsins en við teljum að hægt sé að virkja fleiri félagsmenn í verkefnið. Mikið líf er í hestamannafélaginu um þessar mundir eins og mátti sjá á Grímutöltinu í SAH mótaröðinni um liðna helgi. Þátttakan var frábær og margt um manninn í reiðhöllinni. Endurbætur reiðhallarinnar eru ekki síst í þágu þeirra virku félagsmanna sem sækja viðburði Neista s.s. mót og námskeið og annara sem nýta reiðhöllina í sinni hestamennsku. Því er spurning hvort það séu ekki fleiri félagasmenn tilbúnir að gefa Neista og reiðhöllinni aðeins af tíma sínum og njóta samveru á sama tíma? 

Stjórn Neista vill hvetja félagsmenn til að hafa samband og bjóða fram krafta sína. Unnið verður í reiðhöllinni næstu daga, í ýmsum verkefnum og á ýmsum tímum svo að flestir ættu að geta lagt verkefninu lið með einum eða öðru hætti. 

Sem dæmi um verkefni sem þarf að vinna þá vantar aðstoð við;

Þrif á húsgögnum, sessum, áhorfendapöllum, veggjum, hurðum og fleira.
Málningu á anddyri, salernum, gluggum, hurðum og fl.
Smíði á skáp/kompu í anddyri undir sessur
Söfnun styrkja - fjáröflun
Skipulagningu afmælisfagnaðar
Bakstur fyrir afmælisfagnað
Flísalögn
Endurbætur á salernum, uppsetning nýrra tækja og fleira.

Einnig vantar enn húsgögn í salinn okkar og félagsmenn mega gjarnan vera vakandi fyrir hentugum húsmunum. Það sem vantar er;

Sófi
Sófaborð
Bókahillur - lágar
Lokaðar hirslur / skápar
Ísskápur
Eldhúsmunir
Ryksuga

Tökum höndum saman! 

Með kveðju,

Stjórn Hestamannafélagins Neista


01.03.2020 22:00

Vinnuhelgi í reiðhöllinni

Framkvæmdir eru komnar á skrið í reiðhöllinni en eins og við vitum þá fögnum við 20 ára afmæli hennar í næstu viku. Það voru vaskir Neistafélagar sem mættu með hendur fram úr ermum og hófu framkvæmdirnar. Búið er að rífa út innréttingar og henda ónýtum húsbúnaði. Salurinn hefur nú verið málaður að mestu leyti og er málningarvinna á salernum í gangi. Frekari málningarvinna er á döfinni þar sem einnig á að mála anddyri reiðhallarinnar. 

Stjórn Neista vill þakka sérstaklega fyrir alla þá aðstoð sem fékkst um helgina en jafnframt benda á að enn er mikið verk fyrir höndum. Það er hægt að finna verkefni fyrir alla, bæði lengri, styttri, þyngri eða léttari. Margar hendur vinna létt verk! 


  • 1
Flettingar í dag: 227
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 1977
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 2569197
Samtals gestir: 414551
Tölur uppfærðar: 26.9.2021 18:58:00

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere