Færslur: 2018 Janúar

29.01.2018 13:34

Folaldasýning 2018 - Úrslit

 

 
Folaldasýning Hrossaræktarsambands A-Hún var haldin laugardaginn 27. janúar. Keppt var í flokki hestfolalda, merfolalda og ungfolaflokki. Þátttaka var góð og voru 31 folald og 5 ungfolar skráð til leiks. Eyþór Einarsson sá um dómana og við verðlaunaafhendingu lýsti hann fyrir áhorfendum þeim eiginleikum sem hann lagði mat á. Einnig kusu áhorfendur álitlegasta folaldið.


Úrslit urðu eftirfarandi.

 

Hestfolöld

1. Svarthöfði frá Skagaströnd, brúnskjóttur

F: Þristur frá Feti

M: Þyrla frá Skagaströnd

Rækt. Friðþór Norðkvist Sveinsson

Eig. Friðþór Norðkvist og Þorlákur Sigurður Sveinssynir

 

2. Hringur frá Blönduósi, jarptvístjörnóttur, hringeygður með sokk á afturfæti.

F: Fannar frá Blönduósi

M: Penta frá Blönduósi

Rækt. og eig. Eyjólfur Guðmundsson

 

3. Fjölnir frá Hæli, brúnn

F: Mugison frá Hæli

M: Kolfinna frá Blönduósi

Rækt. og eig. Jón Kristófer Sigmarsson

 

4. Drangur frá Steinnesi, rauðstjörnóttur

F: Draupnir frá Stuðlum

M: Ólga frá Steinnesi

Rækt. og eig. Magnús Jósefsson

 

5. Órói frá Blönduósi, rauðskjóttur

F: Órator frá Blönduósi

M: Iða frá Blönduósi

Rækt. og eig. Guðmundur Sigfússon

 

6. Gauti frá Geitaskarði, bleikur

F: Reyr frá Efri-Fitjum

M: Reikistjarna frá Geitaskarði

Rækt. og eig. Sigurður Örn Ágústsson og Sigurður Örn E. Levy

 

Merfolöld

1. Rós frá Blönduósi, rauðskjótt

F: Fannar frá Blönduósi

M: Kjarnorka frá Blönduósi

Rækt. og eig. Eyjólfur Guðmundsson

 

2. Olga frá Blönduósi, brún

F: Órator frá Blönduósi

M: Aska frá Stóra-Búrfelli

Rækt. og eig. Guðmundur Sigfússon

 

3. Fantasía frá Hæli, brúnstjörnótt

F: Hjari frá Hofi á Höfðaströnd

M: Eyvör frá Hæli

Rækt. og eig. Jón Kristófer Sigmarsson

 

4. Ásynja frá Steinnesi, moldótt

F: Oddi frá Hafsteinsstöðum

M: Sigyn frá Steinnesi

Rækt. og eig. Magnús Jósefsson

 

5. Melodía frá Köldukinn 2, fífilbleik

F: Óskasteinn frá Íbishóli

M: Mýra frá Ármóti

Rækt. og eig. Karen Ósk Guðmundsdóttir

 

Ungfolar

1. Máni frá Krossum, sótrauður stjörnóttur, f. 2015

F: Bergsteinn frá Akureyri

M: Birta frá Dalvík

Rækt. og eig. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

 

2. Nn frá Steinnesi, hvítingi, f. 2016

F: Ljósvíkingur frá Steinnesi

M: Albína frá Glaumbæ II

Rækt. og eig. Magnús Jósefsson

 

3. Lager frá Skagaströnd, dökkjarpur, f. 2016

F: Hlynur frá Haukatungu Syðri 1

M: Þökk frá Skagaströnd

Rækt. Þorlákur Sigurður Sveinsson

Eig. Þorlákur Sigurður Sveinsson og Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

 

4. Töfri frá Steinnesi, rauðstjörnóttur, f. 2016

F: Ölnir frá Akranesi

M: Sunna frá Steinnesi

Rækt. og eig. Magnús Jósefsson

 

5. Leifur frá Steinnesi, rauðstjörnóttur, f. 2016

F: Smári frá Steinnesi

M: Árdís frá Steinnesi

Rækt. og eig. Magnús Jósefsson

 

Kosningin um álitlegasta folaldið að mati áhorfenda fór þannig að Svarthöfði frá Skagaströnd og Rós frá Blönduósi hlutu jafn mörg atkvæði. Það var því sett í hendur dómarans að skera úr um hvort skildi sigra, niðurstaðan var sú að Rós frá Blönduósi væri álitlegust enda afar fínleg og léttstíg.

 


6 efstu hestfolöldin

 

Efstu þrjú sætin í flokki hestfolalda.

Efstu þrjú sætin í flokki merfolalda.
Efstu þrjú sætin í flokki ungfola.
 

Hrossaræktarsamband A-Hún þakkar eigendum og áhorfendum fyrir skemmtilegan dag.

29.01.2018 09:30

Reiðnámskeið með Artemisiu Bertus á Sauðárkróki

FT norður mun standa fyrir reiðnámskeiði í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 10.-11. febrúar næstkomandi.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja bæta sig og sinn hest. Misa hefur náð frábærum árangri um árabil, bæði á kynbóta- og keppnisbrautinni, auk þess að hafa starfað sem kennari við Hólaskóla. Nefna má að hún stóð uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar fyrir sunnan 2012, og allir muna eftir frábærum sýningum hennar í gæðingafimi og fjórgangi á hestinum Korgi frá Ingólfshvoli.

Síðastliðið sumar sigraði Misa fjórganginn á Íslandsmótinu með yfirburðum með 8,27 í einkunn og þar að auki reið hún til úrslita á heimsmeistaramótinu í Hollandi.

Kenndir verða tveir einkatímar laugardag og sunnudag.

Verð: Fyrir FT félaga 20.000

Fyrir utanfélagsmenn 25.000 

Skráning hjá [email protected] 

21.01.2018 21:35

Vel heppnuð vinnusýning

Það var vel mætt á vinnusýningu Benna Líndal í reiðhöllinni í gær en rúmlega 70 manns komu til að fylgjast með þjálfunaraðferðum hans. Benni kom með fjögur hross á mismunandi tamningastigum og sýndi okkur aðferðir sem hann notar við vinnu með ung hross og meira tamin hross. Gaman var að fylgjast með samspili knapa og hesta sem einkenndist af léttleika og trausti.

Við þökkum Benna kærlega fyrir komuna.

Einnig þökkum við áhorfendum fyrir komuna, það var virkilega gaman að fá svona góða mætingu og vonandi gaf þetta tóninn fyrir komandi viðburði.

 

   

 

 

16.01.2018 11:50

Vinnusýning með Benna Líndal

Minnum á að Benedikt Líndal, tamningameistari, verður með vinnusýningu í reiðhöllinni laugardaginn 20. janúar klukkan 16:00.

Benedikt kemur með nokkur hross og leiðir áhorfendur í gegnum fróðlegt og skemmtilegt vinnuferli.

Verð (ath. enginn posi)
Fullorðnir 1.500 kr. 
Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta ! 

12.01.2018 09:42

Folaldasýning 2018

Nú er komið að foladasýningu 2018 og verður hún með svipuðu sniði og í fyrra. 

Skráning verður að vera komin fyrir 25.janúar og verður að koma fram nafn og IS númer folalds, einnig hvort folald sé rakað eða órakað. 

Ef næg þátttaka næst verður einnig flokkur tryppi fædd 2015-2016, þar eru sömu skilyrði fyrir skráningu.

Flottir vinningar verða í boði og hvetjum við fólk til þess að koma og sjá stjörnur framtíðarinnar.

Skráningin kostar 2000 kr á hross
Skráning er á [email protected] eða í símanúmer 8665020


 

 

09.01.2018 08:42

Mót vetrarins

Hér koma dagsetningar á mótum vetrarins. 

 

16. febrúar - Fjórgangur og T7

10. mars - Ísmót

23. mars - Tölt

6. apríl - Fimmgangur og slaktaumatölt

 

Nánar auglýst síðar.

Mótanefnd 

03.01.2018 18:44

Vinnusýningu með Benna Líndal frestað !

Vegna forfalla verðum við að fresta vinnusýningu Benna Líndal til 20. janúar. Nánar auglýst síðar.

03.01.2018 11:26

Kynningarfundur um æskulýðsstarfið

Minnum á að kynningarfundur um æskulýðsstarf vetrarins verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 4. janúar, klukkan 17:00 í reiðhöllinni. Gulla og Nonni frá Hestaleigunni Galsa ætla að koma ef einhverjir hafa áhuga á að leigja hest hjá þeim fyrir námskeiðin. Guðrún Rut fer yfir námskeiðin og æskulýðsnefndin segir frá öðru starfi.

Síðasti skráningardagur á námskeiðin er 6. janúar.

 

 
  • 1
Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 111609
Samtals gestir: 8456
Tölur uppfærðar: 9.12.2022 12:27:28

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere