Færslur: 2016 Febrúar

28.02.2016 22:35

Skráning á Svínavatn 2016

 

Mótið verður haldið laugardaginn 5. mars. Ísinn er afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi.

Skráningar berist á netfangið [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 1. mars.

Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram:

Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og Tölt.

Skráningargjald eru 3.500. kr. á skráningu og greiðist inn á reikning 0307-13-110240 Kt: 480269-7139

og setja sem skýringu fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar nær dregur.

28.02.2016 17:34

Úrslit - ísmót

 

Annað mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið á Flóðinu í dag 28. febrúar í blíðskaparveðri, frábærum ís og fallegu umhverfi. Langt er síðan mót hefur verið haldið á Flóðinu en verður örugglega gert aftur. Skemmtilegt mót í alla staði og gaman að sjá svona marga, bæði þátttakendur og áhorfendur.

Úrslit urðu þessi:

Unglingaflokkur:

 

1. Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu syðri 1   6,0  /  6,33
2. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Vigur frá Hofi    5,67  /  5,67
3. Lara Margrét Jónsdóttir og Kóróna frá Hofi    6,0  /  5,33
4. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum     5,17  /  5,0
5. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum    4,67  /  4,83
6. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir og Miðill frá Kistufelli    4,33  /  4,67
7. Sunna Margrét Ólafsdóttir og Píla frá Sveinsstöðum    4,83  / 4,33

 

 

 

Opinn flokkur:

 

 

1. Magnús Ólafsson og Ódeseifur frá Möðrufelli     6,33  /  6,83
2. Jakob Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti  6,17  /  6,67
3. Ólafur Magnússon og Garri frá Sveinsstöðum    5,83  /  6,33
4. Rúnar Örn Guðmundsson og Ksaper frá Blönduósi    6,17  /  6,33
5. Harpa Birgisdóttir og Drottning frá Kornsá     6,00 /  6,17

 

Bæjarkeppnin var á sínum stað og urðu úrslit þessi:

 

1. Davíð Jónsson -  Sauðanes
2. Ásdís Brynja Jónsdóttir  -   Litlu Sveinsstaðir
3. Ólafur Magnússon  - Stóridalur
4. Kristín Jósteinsdóttir  -  Flaga
5. Magnús Ólafsson  - Hnjúkur
6. Sunna Margrét Ólafsdóttir  -  Leysingjastaðir
7. Lara Margrét Jónsdóttir   -  Sveinsstaðir
8. Eline Schrijver -  Síða
9. Páll Þórðarson  -  Hnausar
10. Sigurbjörn Sigurbjörnsson  -  Hof

 

 

Græjan ekki alveg að virka.....

 

 

 Hestöflin voru margvísleg  ..... Magnús á Hnjúki

 


og það þurfti að járna....

 


og þessir upprennandi snillingar hjálpuðu í verðlaunaafhendingu.

 

 

Fleiri myndir í myndaalbúmi.

 

27.02.2016 22:27

Ísmót - ráslisti

Ísmót hestamannafélgsins Neista fer fram á Flóðinu, við Vatnsdalshóla  28. febr og hefst kl. 13:00

Ráslisti er sem hér segir.

 

Unglingar

Knapi                                                   hestur 

Aron Freyr Sigurðsson                Hlynur frá Haukatungu syðri-1
Stefanía Hrönn Sigurdardóttir    Miðill frá Kistufelli
Ásdís Brynja Jónsdóttir               Vigur frá Hofi
Lara Margrét Jónsdóttir              Kóróna  frá Hofi
Sólrún Tinna Grímdóttir               Hespa frá Reykjum
Ásdís Freyja Grímsdóttir              Nökkvi frá Reykjum
Sunna Margrét Ólafsdóttir          Píla f. Sveinsstöðum

 

 

Opinn flokkur

knapi                                                    hestur 

Hörður Ríkharðsson                      Djarfur f. Helguhvammi 2
Ægir Sigurgeirsson                       Svipa f. Stekkjardal
Kristín Jósteinsdóttir                    Hrappur f. Sveinsstöðum
Jakob Víðri Kristjánsson               Glanni frá Brekknakoti
Birkir Freyr Hilmarsson                 Glíma f. Ósi
Leana Jónadóttir                          Dúkka f. Hæli
Jón Kristófer Sigmarsson              Ösp f. Vallholti
Sigurbjörn Pálmi Sigurbjörnsson  Patti f. Bjarnastöðum
Rúnar Örn Guðmundsson             Kasaper f Blönduósi
Davíð Jónsson                              Linda P
Páll Þórðarson                              Magni frá Sauðanesi
Harpa Birgisdóttir                         Drottning f. Kornsá
Ólafur Magnússon                        Garri f. Sveinsstöðum
Eline Manon Schrijver                    Klaufi frá Hofi
Jón Gíslason                                  Laufi f. Syðra Skörðugili
Magnús Ólafsson                          Ódeseifur f Möðrufelli
Ægir Sigurgeirsson                        Flétta f. Stekkjardal
Kristín Jósteinsdóttir                      Dagfari f. Sveinsstöðum

 


Birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á mótsstað.

Skráning í bæjarkeppni fer fram á staðnum.

Mótanefnd.

26.02.2016 18:27

Mótaröð Neista - Ísmót

 

Annað mót vetrarins í Mótaröð Neista, Ísmótið, verður nk. sunnudag, 28. febrúar kl.13.00  ef veður leyfir, en veðurútlit er mjög gott. Mótið verður á Flóðinu fyrir neðan Vatnsdalshóla. Frábær ís og fallegt umhverfi.  Hægt að aka út á ísinn til að fylgjast með mótinu og áhorfendur hvattir til að fjölmenna

Mynd: Eline Schrijver


Keppt verður í 2 flokkum í tölti:

Flokkur 16 ára og yngri
Opinn flokkur

 

Einnig verður bæjarkeppni með firmakeppnisfyrirkomulagi, þ.e. riðnar 4 ferðir með frálsri aðferð. Engin skráningargjöld.

Þeir sem vilja skrá sína bæji í keppnina geta skráð sig með því að senda tölvupóst eða skráð á staðnum. Skráningargjald aðeins kr. 1.000.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 2.000 fyrir hverja skráningu í opna flokknum og 1.500 fyrir hverja skráningu í unglingaflokki.

Skráning sendist á email [email protected] fyrir kl. 14.00 laugardaginn 27. febrúar.

Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt.

Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa.

Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 4802697139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum.

Mótanefnd.

21.02.2016 18:18

Mótaröð Neista - Ísmót

 

Annað mót vetrarins í Mótaröð Neista, Ísmótið, er fyrirhugað að halda nk. sunnudag, 28. febrúar kl.13.00  á Hnjúkatjörninni.

 

Keppt verður í 2 flokkum í tölti:

Flokkur 16 ára og yngri
Opinn flokkur

 

Einnig verður bæjarkeppni með firmakeppnisfyrirkomulagi, þ.e. riðnar 4 ferðir með frálsri aðferð. Engin skráningargjöld.

Þeir sem vilja skrá sína bæji í keppnina geta skráð sig með því að senda tölvupóst eða skráð á staðnum. Skráningargjald aðeins kr. 1.000.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 2.000 fyrir hverja skráningu í opna flokknum og 1.500 fyrir hverja skráningu í unglingaflokki.

Skráning sendist á email [email protected] fyrir kl. 22.00 föstudaginn 26. febrúar.

Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt.

Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa.

Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 4802697139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum.

Mótanefnd.

15.02.2016 09:48

Kortasjá LH

Búið er að uppfæra kortasjá reiðleiða í nýjan gagnagrunn sem er hraðvirkari og einfaldari í notkun.
Farið er inn á kortasjá um heimasíðu LH, www.lhhestar.is og smellt á flipa hægra megin á síðunni. 
Einnig er hægt að fara inn á kortasjá um tengla sem er að finna á heimasíðum flestra hestamannafélaga eða fara beint inn á slóðina www.map.is/lh
Búið að setja inn í kortasjána 11.325 km - sjá ferla á upphafskorti kortasjár.

 

15.02.2016 09:40

Svínavatn 2016

 

 

Laugardaginn 5. mars verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún. 
Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti.
Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.
Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki.
Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.

12.02.2016 10:04

Úrslit - T7

 

 

Fyrsta mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Úrslit urðu þessi:

 

Unglingaflokkur:

 

1. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum   6,75
2. Lara Margrét Jónsdóttir og Keisari frá Hofi    6,25
3. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar    6,0
4. Sunna Margrét Ólafsdóttir og Píla frá Sveinsstöðum   5,5
5. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum   5,25

 

 

Opinn flokkur

 

1. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal   6,7  /  7,25
2. Jón Kristófer Sigmarsson og Ösp frá Vallaholti  6,6  / 7,0
3. Jakob Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti   6,2  /  6,5
4. Ólafur Magnússon og Garri frá Sveinsstöðum   6,6  /  6,5
5. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi   6,1  / 6,25

 

Rúnar Örn sigraði B úrslitin og keppti því í A úrslitum. Hlutkesti réði röð Jakobs og Ólafs í 3-4 sæti.

 

 

03.02.2016 22:01

Mótaröð Neista - T7

 

Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:00 verður haldið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði.

Keppt verður í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð.

Keppt er í unglingaflokki þ.e. 16 ára  og yngri og opnum flokki.

Skráning er á netfang Neist
[email protected] fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 9. febrúar.
Við skráningu þarf að koma fram; knapi og hestur, flokkur og uppá hvaða hönd er riðið.

Skráningargjald er 2.000 kr fyrir hverja skráningu og 1.500 kr. fyrir fyrir unglinga.
Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista 
[email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

Aðgangur er ókeypis fyrir 100 ár og yngri, eða með öðrum orðum, frítt er inn á mótið og eru allir hvattir til að mæta.

Mótanefnd

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 545
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433398
Samtals gestir: 51180
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:07:20

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere