11.06.2022 21:46

LH-félagi ársins 2022

 

 

Í vetur kom hugmynd frá LH  að hestamannafélögin tilnefndu sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. 

Stjórn Neista tilnefndi Val Valsson fyrir allt það góða starf sem hann hefur lagt til félagsins til margra ára.
Þókkum við honum og öllum öðrum sem vinna allt það sjalboðastarf sem fram fer á vegum Neista kærlega fyrir.

 

Hann vann kosninguna sem fram fór á netinu á vef LH.

Innilega til hamingju!

11.06.2022 16:32

Dagskrá mótsins 12. júní

Dagskrá mótsins á morgun 12.júní.

9.15 knapafundur

10.00 
B flokkur
10:23 Barnaflokkur
10:32 Ungmennaflokkur
10:50 Unglingaflokkur
11:04 A-flokkur
11:46 Gæðingatölt

12.10-12.45 matarhlé
12.45 Úrslit
B-flokkur
ungmennaflokkur
unglingaflokkur
Gæðingatölt
Barnaflokkur
A-flokkur
Áætluð mótslok 15:00

02.06.2022 12:13

Landsmót - tjaldstæði

Hestamannafélagið Neisti hefur fengið úthlutað tjaldstæðum á svæði 1,  neðsta röð.
Hér er hlekkur fyrir þá sem vilja vera á svæði Neista.
ATH.
Greiða þarf fyrir miðnætti á morgun 3. júní til að ná plássi
https://tix.is/is/specialoffer/acmlqjabxfiiw

 

02.06.2022 11:11

Félagsgjöld

Félagsgjöld hestamannafélagins voru send út í vor í heimabanka félagsmanna. Eindagi var 1. júní.

Innifalið í félagsgjöldum er aðgangur að Worldfeng og þátttökuréttur á félagsmót hestamannafélagsins og á Landsmót, þ.e. eigandi hests þarf að vera búinn að borga félagsgjöldin.

Við lokum aðgangi að Worlfeng á þá sem ekki eru búnir að greiða fyrir 5. júní.

Þeir sem taka þátt í félagsmóti og úrtöku fyrir Landsmót 12. júní og eru ekki búnir að borga hafa ekki keppnisrétt. Þeir þurfa að vera búnir að borga greiðsluseðil fyrir 5. júní.

 

Gjaldkeri He. Neista.

02.06.2022 08:59

Félagsmót og úrtaka fyrir Landsmót

Félagsmót og úrtaka Neista og Snarfara verður haldið sunnudaginn 12. júní á velli Neista við Arnargerði. Boðið verður upp á A-flokk, B-flokk, ungmenna-, unglinga- og barnaflokk, og svo gæðingatölt fullorðinna og 21 árs og yngri. Skráning fer fram í Sportfeng og er loka skráningardagur 9. júní. Skráningagjald er 5000 kr. í alla flokka nema barna- og unglingaflokk, þar er gjaldið 4000 kr. Skráningagjald hækkar um helming ef skráð er eftir skráningafrest. Senda þarf kvittun á [email protected] Skráning ekki gild fyrr en greiðsla berst.

Til þess að knapi sé gjaldgengur í úrtöku í B og A flokki þarf eigandi hests að vera skráður í annað hvort Neista eða Snarfara. Til þess að knapi sé gjaldgengur í yngri flokka úrtöku þurfa bæði knapi og eigandi hests að vera í Neista eða Snarfara.

 

 

 
   
 

31.05.2022 19:44

Frá æskulýðsnefnd - keppnisþjálfun

 

Æskulýðsnefnd býður upp á 30 mínútna einkatíma á vellinum á Blönduósi, dagana 02.06, 05.06 og 09.06 fyrir úrtökuna. Einnig er hægt að finna annan tíma ef hann hentar betur.
Tilvalið fyrir þá krakka, unglinga og ungmenni sem stefna á félagsmótið 12. júní og á landsmót.
Skráningar berast á netfangið [email protected] fyrir hádegi 1. Júní, þar sem fram þarf að koma nafn knapa og í hvaða flokki á að keppa.
Kennari verður Ásdís Brynja Jónsdóttir sem er útskrifaður reiðkennari frá Hólum.
 
 
 

28.04.2022 09:47

Uppskeruhátíð

Það er svo gaman þegar hlutirnir takast vel og það var sko alveg þannig á uppskeruhátíðinni hjá krökkunum 26. apríl.

Frábær mæting var á uppskeruhátíðna en þar fóru allir sem hafa verið á námskeiðum í vetur og aðrir sem gátu komið í góðan reiðtúr með foreldrum/öfum/ömmum, síðan var farið í leiki og auðvitað í grillaðar pylsur á eftir. 
Virkilega vel heppnað og skemmtilegt. Þökkum við æskulýðsnefnd fyrir vel heppnaðan dag.

Kennarar í vetur voru Klara Sveinbjörnsdóttir og Guðrún Rut Hreiðarsdóttir. Við færum þeim bestu þakkir fyrir frábæran vetur.

Vetrarstarfinu er þá formlega lokið en eftir er kennsla í knapamerkjum og próf.

Í vor verður boðið uppá námskeið hjá börnum og unglingum í tengslum við Landsmót.

Bestu þakkir til æskulýðsnefndar sem hélt utan um barna- og unglingastarfið í vetur sem og fyrri vetur.


Hér eru nokkrar myndir sem annars eru í myndaalbúmi.
Myndir tók Magnea Jóna Pálmadóttir.

 

 

 

Stjórnin

 

 

 

 

 

 
 
        
  • 1
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 172
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 60862
Samtals gestir: 4243
Tölur uppfærðar: 28.6.2022 08:26:15

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere