Færslur: 2010 Nóvember

29.11.2010 11:58

Uppskeruhátíðin


Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var sl. laugardaskvöld og tókst í alla staði vel. Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.....
         
Knapi ársins 2010 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon.
Hann gerði það mjög gott í KS-deildinni, var þar í úrslitum í flestum greinum og 3. sæti í samanlagðri stigasöfnun knapa. Hann mætti á Ís-landsmót, Húnvetnsku liðakeppnina  og Fákaflug og var í úrslitum á þessum mótum emoticon    

   
    Óli og Gáski á Ís-landsmóti 2009             Óli og Ódeseifur á Ís-landsmóti 2010


Óli stendur ekki einn í þessu því konan hans Inga Sóley á stóran þátt í góðu gengi hans þar sem hún stendur þétt við bakið á honum, heima og heiman.
Hér er Hjörtur formaður að færa henni þakklætisvott frá Hestamannafélaginu Neista fyrir að fá Óla svona oft lánaðan til að fara á keppnisvöllinn.Takk Inga Sóley emoticon    

 

Innilega til hamingju með árangurinn Óli, hlökkum til að fylgjast með þér
næstu árin
emoticon    


     Óli og Inga Sóley að taka við viðurkenningum sínum

    
Verðlaunagripurinn sem Óli fékk sem knapi árins.

 

Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra 
Heiðdís frá Hólabaki
 

F. Rökkvi frá  Hárlaugsstöðum M. Dreyra frá Hólabaki
B: 8,04  H: 7,73   A: 7,85
Ræktandi og eigandi:  Björn Magnússon
Sýnandi:  Agnar Þór Magnússon


5 vetra
Framtíð frá Leysingjastöðum
F. Orri frá Þúfu.  M. Gæska Frá Leysingjastöðum
B:  8,44  H: 7,89  A: 8,17
Ræktandi og eigandi: Hreinn Magnússon
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
   

6  vetra
Ólga frá Steinnesi 
F.  Gammur frá Steinnesi M. Hnota frá Steinnesi
B: 8,42   H:  8,09   A: 8,22
Ræktandi og eigandi:  Magnús Jósefsson
Sýnandi:  Mette Mannseth

7 vetra og eldri
Næla frá Sauðanesi
F. Snorri frá Sauðanesi  M. Saga frá Sauðanesi
B: 8,46   H:  7,89   A: 8,12
Ræktandi: Þórður Pálsson
Eigandi: Auðbjörn Kristinsson
Sýnandi:  Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

 

Stóðhestar

 
4 vetra

Magni frá Sauðanesi
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B: 8,26   H: 7,64   A: 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson.

 

5 vetra
Tjaldur frá Steinnesi

F.  Adam frá Ásmundarstöðum  M. Sif frá Blönduósi
B: 8,13   H: 7,91    A:  8,00
Ræktandi:  Magnús Jósefsson
Eigendur: Magnús Jósefsson og Agnar Þór Magnússon
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon.

 

6 vetra
Kiljan frá Steinnesi

F.  Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi
B:  8,33   H: 8,96  A:  8,71
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigendur: Ingolf Nordal og fleiri
Sýnandi: Þórvaldur Árni Þorvaldsson

 

7 vetra og eldri 
Silfurfaxi frá Skeggsstöðum
F.  Svalur frá Tunguhálsi II  M. Leista frá Kjalarlandi
B: 7,94  H: 8,04   A: 8,00
Ræktandi: Hrafn Þórisson
Eigendi: Ann-Cathrine Larsson
Sýnandi:  Magnús Skúlason.

 

Sölufélagsbikarinn fær  hæst dæmda hryssa á héraðsýningu

Framtíð frá Leysingjastöðum
 

F. Orri frá Þúfu.  M. Gæska Frá Leysingjastöðum
B: 8,44   H: 7,89   A: 8,17
Ræktandi og eigandi: Hreinn Magnússon
Sýnandi:  Ísólfur Líndal Þórisson.

 

Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu

Magni frá Sauðanesi

F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B:  8,26  H: 7,64   A: 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
SýnandiTryggvi Björnsson


Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns.  

Kiljan frá Steinnesi
F.  Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi
B:  8,33   H: 8,96      A:  8,71
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigendur: Ingolf Nordal og fleiri
Sýnandi: Þórvaldur Árni Þorvaldsson


Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd
Gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti í Austur-Húnavatnssýslu.         

Magni frá Sauðanesi
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B:  8,26  H: 7,64    A:. 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

 

Ræktunarbú  2010 : Steinnes í Húnavatnshreppi
Ábúendur í Steinnesi:  Magnús Jósefsson og Líney Árnadóttir

Á árinu 2010 voru sýnd 12 hross frá Steinnesi á kynbótasýningum - Meðaleinkunin á þessum 12 hrossum er 7.91 þar af fengu 5 8,00 eða meira í aðaleinkunn.27.11.2010 10:11

Reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna


Eins og undanfarin ár verður boðið uppá reiðnámskeið fyrir börn, bæði byrjendur og lengra komna, eftir áramót. Þeir sem hafa hug á slíkum námskeiðum vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja dagskrá vetrarins.
 
Einnig er fyrirhugað að halda almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna. Þeir sem hafa áhuga á því vinsamlegast hafið samband á áðurnefnt netfang sem fyrst.

Þeir sem eru í bóklegum tímum í knapamerkjunum og þeir sem þegar hafa skráð sig á reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna þurfa ekki að skrá sig aftur.

27.11.2010 10:02

Reiðhöllin


Þann 1. nóvember hófst nýtt tímabil hjá notendum reiðhallarinar og eru allir hvattir til að nýta sér höllina eins og kostur er.

 
Raggi og Sandra eru áfram leigjendur í höllinni og er fyrirkomulagið með svipuðu sniði og verið hefur þ.e. þau hafa höllina alveg út af fyrir sig til kl. 13:00 en þá hefst almennur tími fyrir þá sem eru í Vilja. Þeim Ragga og Söndru er þó heimil notkun eftir hádegi ef fátt er í höllinni og að höfðu góðu samráði við aðra.
 
Við ætlum að muna að hirða upp skítinn eftir hestana okkar og hafa hurðir lokaðar svo við missum ekki þann lága hita sem í höllinni er út í buskann. Við sýnum hvert öðru tillitsemi og slökkvum ljósið ef við teljum að við séum síðust út úr höllinni.
 
Ef eitthvað er sem þarf að ræða eða benda á sem betur má fara skal tala um það við Rúnar (6953363) eða Þórð (8983243) sem hafa umsjón með höllinni. Einnig þarf að hafa samband við þá ef áhugi er að leiga aðstöðina í höllinni, reiðsal eða kaffistofu.
Í stjórn Reiðhallarinnar Arnargerðis ehf. eru þeir Guðmundur Sigfússon, Jón Gíslason og Magnús Jósefsson og má einnig snúa sér til þeirra.

 
Þeir sem eiga eftir að greiða árgjald í Vilja vinsamlegast greiðið það sem fyrst en  reikningurinn er 307-26-106506, kt. 650699-2979. Gjaldið er 14.000 kr.

21.11.2010 19:48

Kiljan frá Steinnesi hæst dæmda kynbótahrossið


Mynd/HGG.
Á hrossaræktarráðstefnu fagráðs í gær voru veitt ný verðlaun fyrir hæst dæmda kynbótahross ársins, leiðrétt fyrir aldri. Verðlaunin komu að þessu sinni í hlut stóðhestsins Kiljans frá Steinnesi sem hlaut í aðaleinkunn 8.71 eða 8.78 aldursleiðrétt, en Kiljan er sex vetra gamall. 

Kiljan er undan Kletti frá Hvammi og Kylju frá Steinnesi, Kolfinnsdóttur frá Kjarnholtum. Ræktandi Kiljans er Magnús Jósefsson í Steinnesi, en eigendur eru Halldór Þorvaldsson, Elías Árnason og Ingolf Nordal. Félag hrossabænda óskar ræktanda og eigendum til hamingju með þennan frábæra árangur.

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna en þar standa Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda sem gefur verðlaunin, Halldór Þorvaldsson einn af eigendum Kiljans og Magnús Einarsson hrossaræktandi í Kjarnholtum sem afhenti verðlaunin í ár.

 
Hestafréttir
  

 

17.11.2010 16:35

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna


Uppskeruhátíð

húnvetnskra bænda og hestamanna


verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi,
laugardaginn 27. nóvember nk.


Hátíðin hefst kl. 20:00 með fordrykk í boði SAH Afurða.

Matseðill

Forréttir:
Rækjusalat að indverskum hætti
Fiskur í Amritsari (djúpsteiktur fiskur með indverskum kryddum)
Chicken 65 (kjúklingur í jógurt, maismjöli og fersku koriander)

Aðalréttur:
Tandoori kryddaður lambavöðvi
Murg Afghani (kjúklingabringa)
Roast nautalund með lauk, tómötum og rauðvíni

Meðlæti:
Navarathan khurma (grænmetisblanda með ávöxtum,
rúsínum og kasinhnetum)

Aloo jeera (kartöflur, tómatar og kúmen)
Yellow dal (gular baunir, hvítlaukur og indverskt krydd)

Kaffi / te og konfekt

Veislustjórn og skemmtiatriði verða í góðum höndum.

Verðlaun og viðurkenningar veittar fyrir góðan árangur.

Stulli og Dúi leika fyrir dansi.

Verð kr. 4.800

Tryggið ykkur miða og pantið hjá eftirtöldum aðilum eigi síðar en
þriðjudaginn 23. nóvember nk.Eline og Jón                    sími 452 4077

Elín og Höskuldur           sími 894 8710

Heiða og Björn                sími 895 4473
Herdís og Óskar              sími 452 7161

Sérstakar þakkir fá:

Bændaþjónustan (Eymundur), Blönduvirkjun, Sturlaugur Jónsson og c/o, Vörumiðlun, Búvís, MS, Samkaup, SAH Afurðir, SS, VB landbúnaður,
Kraftvélar, Ferðaþjónusta bænda (sveit.is), Kjalfell, Léttitækni,
Vélsmiðja Alla, Arion banki, Sorph. VH, Ístex, N1 píparinn, Landsbankinn, Stígandi og Potturinn og Pannan.

15.11.2010 18:02

Ráðstefnan Hrossarækt 2010


Ráðstefnan Hrossarækt 2010 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 20. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum.

Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson.

Dagskrá:

13:00   Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt

13:05   Hrossaræktarárið 2010 - Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ

13:30   Heiðursverðlaunahryssur 2010

13:45   Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt)

13:55   Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins

14:05   Erindi:

-           Hreyfigreiningar á feti og tölti,
            Gunnar Reynisson, Landbúnaðarháskóla  Íslands, Hvanneyri

-           Fóðurnýting og fóðurþarfir - er íslenski hesturinn einstakur?
            Sveinn Ragnarsson, Háskólanum á Hólum

-           Áhrif mismunandi gleiddar höfuðjárns á þyngdardreifingu hnakks,
            Einar Reynisson, meistaranemi í hestafræðum, LBHÍ, Hvanneyri

15:10   Tilnefningar og verðlaun fyrir ræktunarmann/menn ársins 2010     

15:30   Kaffihlé

16:00   Kynning á nýjum verðlaunagrip sem veittur verður á landsmótum til minningar um Þorkel Bjarnason, Sveinn Steinarsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

16:05   Umræður um erindin og ræktunarmál almennt

17:00   Ráðstefnuslit
 
 

Fagráð í hrossarækt

11.11.2010 22:28

Dagsetningar Íslandsmóta


Íslandsmeistara fullorðina í fjórgang 2010, Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu. Mynd:HGG
Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir Íslandsmót í hestaíþróttum:
Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Selfossi, af hestamannafélaginu Sleipni, dagana 14. - 16. júlí 2011.


Íslandsmót yngri flokka verður haldið í Keflavík, af hestamannafélaginu Mána, dagana 22. - 24. júlí 2011.
Landssamband hestamanna

01.11.2010 11:00

Stöðupróf í knapamerki 1 og 2
Upp hefur komið umræða um að halda stöðupróf í knapamerki 1 og 2
(fyrir fullorðna)
.

Áhugasamir hafi samband við Selmu í síma 661 9961 fyrir 8. nóv nk.

  • 1
Flettingar í dag: 805
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 1310
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 2578473
Samtals gestir: 418177
Tölur uppfærðar: 25.10.2021 23:27:46

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere