Færslur: 2008 Maí

29.05.2008 16:43

Landsmót 2008

landsmot_í boði_600.gif

Netmidasala_300.jpg


                                                                     

     130X80_STÖÐULISTAR_ÍSL.gif     130x80_DAGSKRÁ.gif     130x80_VERSLUN OG SALA.gif     130x80_MIÐAR.gif    Panta_stúkur_hjólhýsi_120.jpg

Mynd Vikunnar
Ljósm. Kjartan Guðbrandsson

Vika 4 - Kjartan Guðbrandsson_minni.JPG

28.05.2008 22:46

Úrtaka fyrir Landsmót.

Það verður sameiginleg úrtaka fyrir Landsmót 2008
með félögum okkar og nágrönnum í
Hestamannafélaginu Þyt Hvammstanga.

Sem sagt úrtaka  fyrir félaga í Neista og Þyt verður á Kirkjuhvammsvelli sunnudaginn 08.júní kl:13.00.
skráning er hjá Val á netfanginu: [email protected] fyrir fimmtudaginn 05.júní.

28.05.2008 21:01

Barnamót 2008

Fyrirhugað er að halda  barnamót neista fimmtudaginn 12.júní
 ef veður  leyfir. Þetta verður nánar auglýst síðar.

Æskulýðsnefnd Neista



28.05.2008 20:27

Reiðskólinn útskrift

Reiðskólinn útskrift

Útskrift yngri hópa reiðskólans verður þriðjudaginn 03. júní 2008
kl:18.00 í reiðhöllinni Arnargerði.
Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta boðið verður uppá pizzaveislu ofl.

Æskulýðsnefnd Neista.

26.05.2008 09:29

Fundur með bæjarstjórn um hagsmunamál hestamanna

Til hestamanna og annarra sem leigja beitiland og ræktunarland af Blönduósbæ - fundur með bæjarstjórn.

Þriðjudagskvöldið 27. maí kl. 20:00 verður fundur í Reiðhöllinni Arnargerði með  bæjarstjórn Blönduóssbæjar . Á dagskrá verður umræða um leigugjald á landi og fyrirkomulag þeirra mála almennt.

Einnig verður rætt um önnur hagsmunamál hestamanna.

Fjölmennum og sýnum áhuga á hagsmunamálum okkar.

 

Hesteigendafélagið.

22.05.2008 22:59

Upplýsingar fyrir hestamannafélög og knapa

 

Upplýsingar fyrir hestamannafélög og knapa

 

Knapar_sharpen.jpg

 

Upplýsingar til keppenda - fyrirkomulag  - smella hér

Yfirlitsmynd af aðstöðu knapa og hrossa - smella hér

Teikning af beitarhólfum til að panta - smella hér

Panta beitarhólf og athafnasvæði ? smella hér

- Beitarhólf og tjaldsvæði keppenda verður afmarkað með rafmagnsgirðingu.
- Sbr. loftmynd er hvert hólf afmarkað um 8 x 15 m að stærð.
- Hestamannafélög panta beitarhólf fyrir sína keppendur (ekki einstaka knapi) panta fjölda hólfa skv. fjölda hrossa. Teikningin er því ætluð til skipulagningar á því hvar hestamannafélögin verða.
- Hvert beitarhólf (per reitur á teikningu) kostar kr. 3.000,-
.
- Beitarhólf eru ekki sérstaklega vöktuð af LM - forráðamenn hrossa sjá sjálfir um vöktun hrossana og bera ábyrgð á þeim á mótsvæði.
- Leggja má húsbýlum, hjólhýsum, fellihýsum eða tjalda á fyrirfram pöntuðu svæði - án endurgjalds, en ekki er aðgengi að rafmagni í aðstöðuna.

Ræktunarbússýningar
Upplýsingar um ræktunarbússýningu hér
Skráningareyðublað á ræktunarbússýningu - PDF /  Word

Val hrossa og keppenda á Landsmót
Val hrossa í gæðingakeppni og keppenda í barna- unglinga og ungmennakeppni á landsmótum skal fara fram hjá félögunum eftir lögum og reglum LH um gæðingakeppni og barna- unglinga- og ungmennakeppni.  Sjá nánar lög og reglugerðir LH - hér

Ekki er barni, unglingi eða ungmenni heimilt að mæta með fleiri en eitt hross til úrtöku á landsmóti í sínum aldursflokki. Einkunnir í forkeppni skulu ávallt ráða vali hrossa á landsmót en ekki röðun úr úrslitakeppni sé hún viðhöfð.  Þá er félögum heimilt að hafa tvær umferðir og gildir þá betri árangur.

Hversu mörg hross/knapar frá hestamannafélögunum hafa þátttökurétt á Landsmóti?

 Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju hestamannafélagi fyrir sig segir til um þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt á Landmóti.    

Dæmi:

-         Hestamannafélag með 1-125 félaga á félagaskrá öðlast rétt til að senda eitt hross í hvern keppnisflokk; þ.e. A og B flokk auk barna-, unglinga- og ungmennaflokk. Hestamannafélög með 126-250 skráða félaga:  2 hross í hverjum flokki. Hestamannafélög með 251-375 skráða félaga: 3 hross í hverjum flokki, osfrv. Miðað er við fjölda skráðra félaga á félagaskrá hestamannafélaga 15. apríl 2008 en þá er síðasti skiladagur ársskýrslu og félagafjölda til ÍSÍ í gegnum skráningarkerfi sem kallast FELIX.  

 Skráning keppenda og hrossa frá hestamannafélögum
Öll hross þurfa að vera skráð í WorldFeng (á einnig við um tölt og skeiðgreinar).
Skráning keppenda á Landsmót 2008 fer að venju fram í gegnum Mótafeng og verða hestamannafélögin að standa skil á skráningunum í gegnumeftirfarandi vefslóð:  www.sportfengur.is .   Við biðjum ykkur jafnframt um að senda okkur póst yfir skráningarnar með því að smella hér.

Landssamband Hestamannafélaga er með lista yfir aðgangsorð allra hestamannafélaganna í MótaFeng og eiga félögin að hafa fengið þau send.
Vinsamlegast hafið samband hér ef félagi þínu vantar aðgang að kerfinu.

Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga má nálgast nýjustu uppfærslu af Kappa, leiðbeiningar og handbók.  Smellið hér.

Vinsamlegast athugið:  Varahesta er ekki hægt að skrá í gegnum þessa slóð, senda þarf upplýsingar um varahesta - hér.

Fulltrúar LM og LH sjá um skráningu í tölt og skeiðgreinar. Skráningarfrestur í þær greinar rennur út  á miðnætti 16. júní.

 

 

 

22.05.2008 22:50

Landsmót hestamanna 2008

  

 Til hestamannafélaga á Íslandi vegna Landsmóts hestamanna 2008

Ágæti formaður / stjórn.


Bréf þetta ásamt meðfylgjandi upplýsingariti er sent til allra hestamannafélaga landsins vegna
Landsmóts hestamanna sem fram fer dagana 30. júní til 6. júlí á Gaddstaðaflötum við Hellu. Tilgangurinn er að veita helstu upplýsingar um skipulag, keppni, og fleira er við kemur mótinu svo að undirbúningur og samskipti vegna hestamannafélaga geti gengið eins vel og kostur er. Forráðamönnum hestamannafélaga er eindregið bent á að fylgjast með heimasíðunni www.landsmot.is til frekari upplýsingaöflunar. 

 

Sérstaklega er bent á hnappinn knapar/ræktunarbú undir slóðinni:

http://www.landsmot.is/index.php?pid=326

 Undir þeirri slóð er að finna allar helstu upplýsingar er lúta að keppnishaldi, s.s. um athafnasvæði og beitarhólf knapa, val hrossa og keppenda á Landsmót og síðast en ekki síst skráning keppenda og hrossa frá hestamannafélögunum í Sportfeng(var Mótafengur) undir slóðinni: www.sportfengur.com

 Eins og fram kemur á heimasíðu Landsmóts biðjum við ykkur vinsamlegast um að senda okkur póst yfir skráningarnar á netfangið:  [email protected] eftir að skráð hefur verið í Sportfenginn.

 Mikið og gott starf hefur verið unnið og er í vinnslu af hálfu rekstraraðila svæðisins, Rangárbakka ehf. sem og félagsins sem hefur umsjón með byggingu Rangárhallarinnar. Afar gott samstarf er á milli LM 2008 og beggja þessara félaga. Mótsvæðið er að verða hið glæsilegasta og mun mótstjórn Landsmóts einnig leggja sitt af mörkum til að mótið verði sem veglegast og hestamennskunni í landinu til sóma.

Mótstjórn LM 2008 hefur verið starfandi frá hausti 2007. Að venju er dagskráin fjölbreytt og með nokkuð hefðbundnu sniði. Mótstjórn afgreiddi dagskrá keppnishluta þegar á haustdögum (með fyrirvara um breytingar) og er hana jafnframt að finna á heimasíðu Landsmóts sem og viðauki við gögn þessi.

 Landsmót ehf. og LH gerðu leigusamning um svæðið fyrir um ári síðan og nýverið undirritaði framkvæmdastjóri LM 2008 leigusamning vegna notkunar á reiðhöllinni sem er í heild um 2.500 fm.  Ætlunin er að í reiðhöllinni verði blönduð starfsemi; m.a. verslanir, veitingasala, netkaffi og síðast en ekki síst Hestatorgið sem mun standa að fræðslu og kynningu íslenska hestsins á mótinu.  Á planinu beggja vegna brekknanna verða markaðstjöld og stórt skemmti- og veitingatjald.  Skemmtanahald og dansleikir standa einungis til 01:00 á kvöldin og er það liður í að mótstórn LM 2008 er að leggja ríkulega áherslu á Landsmót sem fjölskylduhátíð.  Mótsvæðið verður girt af og rýmt að nóttu til og hreinsað.

 Ætlunin er að hafa veglegt barnaleiksvæði með gæslu þar sem börnunum verður boðið upp á fjölbreytta leiki, karókíkeppnir, skemmtiatriði og afþreyingu og fl.  Ráðgert er að hafa þar húsdýr og gefa börnunum m.a. kost á að teymt sé undir þeim.  Vonum við að þessari nýjung verði vel tekið af þeim fjölda barna sem sækja mótið.

 Lagt verður mikið upp úr því að vera með skýra upplýsingamiðlun til áhorfenda m.a. með risaskjái við báða velli. Gefið verður út dagblað mótsins á íslensku og ensku á hverjum degi með helstu niðurstöðum og því sem hæst ber hverju sinni.  Þess má einnig geta að í boði eru hjólhýsa-/vagnastæði fyrir 500 bíla og fellihýsi með aðgengi að rafmagni.  Mjög margir hafa verið að nýta sér þessa þjónustu í gegnum netmiðasöluna en þar er einnig hægt að versla og panta sérstök stúkusæti.  Með samvinnu LM 2008 og Icelandair með miðasölu á netinu er vonast til að komið verði í veg fyrir þá miklu örtröð sem myndast hefur við inngangshlið.  Þess ber einnig að geta að Síminn hefur gert samstarfssamning við LM 2008 og áætlar að leggja ljósleiðara inn á svæðið. Þar með eru tæknimálin mun betur tryggð enda skipta þau gríðarlega miklu máli þegar verið er að vinna með allar tölur, einkunnir osfrv.

 Fljótlega verður veggspjöldum dreift til hestamannafélaganna í pósti og eru fulltrúar vinsamlegast beðnir um að koma því við að þau verði hengd upp við fjölfarna staði í þeirra heimabyggð sem og í hesthúsahverfum.

 Það er von undirritaðrar að góð stemning sé fyrir þátttöku félaga ykkar á mótinu og að hestamenn fjölmenni á 18. Landsmót hestamanna á Hellu í sumar.  Þess má geta að áætlað er að halda knapafund sunnudaginn 29. júní og verður það fyrirkomulag kynnt nánar. 

Með vinsemd og virðingu,

Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri

20.05.2008 18:31

Að sitja á eistunum

20.5.2008 13:23
Að sitja á eistunum
Pistill eftir Jónas Kristjánsson
www.jonas.is
Fyrir mörgum áratugum komu hingað þýzkir knapar. Bönnuðu Íslendingum gamla bændaásetu, að sitja í hnakk eins og í stól. Bönnuðu líka að sitja á rófubeininu að hætti Skúla í Skarði. Kenndu mönnum að sitja á eistunum. Með hófþyngingum var hestum kennt að lyfta framfótum að hætti sirkushesta. Út á þetta náðist markaður.

Ríka, þýzka pabba vandaði litla og sæta hesta til að halda litlu og sætu dætrunum sínum frá gröðum strákum. Dæturnar hölluðu sér þá að fullum tamningamönnum og tvöfölduðu ógæfuna. Úr afkomendum hesta Gengis Kan var svo búinn til hastur, samanþjappaður hringvallarhestur

18.05.2008 22:53

Norðurlandamót í hestaíþróttum

Norðurlandamót í hestaíþróttum í Seljord í Noregi 4. ? 10. ágúst.

Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 4. ? 10. ágúst í Seljord í Noregi á sama stað og heimsmeistaramótið í hestaíþróttum var haldið árið 1997.
Seljord er í Telemark í fallegum dal þar sem aðstæður eru góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt.
Búið er að ganga frá samningi við Einar Öder sem verður liðsstjóri landsliðsins og sér hann einnig alfarið um að velja keppendur í landsliðshópinn.

Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum í aldurflokkunum:

13 ? 15 ára (15 ára á árinu)
16 ? 21 árs ( 21 árs á árinu)
Fullorðinsflokki ? 22 ára og eldri

Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn. Í umsókninni þarf að koma fram: Nafn, heimilisfang, sími, aldur og netfang.
Einnig þarf að koma fram keppnisreynsla og telja upp helstu afrek á keppnisvellinum. Gott er ef  knapar geta útvegað sér hest og/eða tekið með sér hest á mótið en að öðrum kosti verður aðstoðað við það.

Við hvetjum sem flesta til að sækja um en reynsla af þátttöku í svo stóru móti er frábært veganesti fyrir alla sem eru að spreyta sig á keppnisbrautinni. Þetta er ekki síður nauðsynleg reynsla  fyrir þá sem stefna á að keppa á heimsmeistaramótinu sumarið 2009.

Umsóknum þarf að skila inn til Landssambands hestamannafélaga til og með 20. maí, hvort heldur sem bréflega, með tölvupósti [email protected] eða á faxi 514 4031.

Allar upplýsingar um mótið er hægt að fá á skrifstofu LH í síma 514 4030.
Bestu kveðjur,
Landsliðsnefnd LH

18.05.2008 20:50

Ótitlað



 Kvennatölt í Reiðhöllinni
SVAÐASTÖÐUM
23.maí 2008
kl 19:00


Keppt verður í þremur flokkum:
14-17 ára
Minna keppnisvanar
Meira keppnisvanar
Þetta er opið mót. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir 5 efstu sæti í hverjum flokki, einnig verða veitt verðlaun fyrir flottasta parið, svo endilega mætið í búningum.

Skráningargjöld eru 1500 kr.
Aðgangseyrir er 1000 kr.


Mætum sem flestar og skvettum úr hófunum.
Aldrei að vita nema það verði tilboð á barnum.

Skráning á [email protected]
og í síma 847-5294 (Auður) eftir kl 19:00.
Fram þarf að koma nafn knapa, svo  nafn, litur og aldur  hestsins, og uppá hvor hendina á að ríða.  
Skráning til og með 21.maí.

01.05.2008 23:30

Vorferð Neista

Vorferð Neista !

Stefnt er að því að fara í hina árlegu vorferð Neista laugardaginn 10.maí nk.  Farið verður frá reiðhöllinni Arnargerði kl.16.00.  Óskað er eftir því að fólk skrái sig fyrir 8.maí nk. hjá Eddu í síma 848-3354 eða með því að svara hér fyrir neðan. Verði verður stillt í hóf og í anda þjóðarsáttar

01.05.2008 23:12

Stóðhestar í Húnaþingi sumarið 2008

Stóðhestar í Húnaþingi sumarið 2008

 

Akkur frá Brautarholti  10v. rauðstj.     IS-1998-137-637,  F: Galsi frá Sauðárkróki

Blönduós - fram að landsmóti                                   Uppl: Tryggvi 898-1057

 

Ármann frá Hrafnsstöðum 5v. grár        IS-2003-165-059,  F: Gustur frá Hóli

Blönduós - húsnotkun                                               Uppl: Tryggvi 898-1057

 

Feldur frá Hæli  4v. grár/brúnn                 IS-2004-156-470, F: Huginn frá Haga

A-Hún - sennilega eftir landsmót                  Uppl: Gunnar 895-4365, Magnús 897-3486

 

Kjerúlf frá Kollaleiru  5v. jarpur             IS-2003-176-452,  F: Taktur frá Tjarnarlandi

Torfalækur - eftir landsmót                           Uppl: Tryggvi 898-1057; Jonni 898-9402

 

Óðinn frá Bakkakoti  4v. jarpur               IS-2004-186-183, F: Sær frá Bakkakoti

Hæli - sennilega eftir landsmót                     Uppl: Jón Kristófer 898-9402

 

Smári frá Skagaströnd  15v. jarpur         IS-1993-156-910,  F: Safír frá Viðvík

Þingeyrar - fyrra tímabil, frá 20. júní             Uppl: Gunnar 895-4365, Magnús 897-3486

 

Tinni frá Kjarri 4v. brúnstjörn.                 IS-2004-187-001,  F: Sjóli frá Dalbæ

Þingeyrar - sennílega eftir landsmót              Uppl: Gunnar 895-4365, Helga 863-4717

 

 

 

Aðall frá Nýjabæ  9v. jarpur                     IS-1999-135-519,  F: Adam frá Meðalfelli

V-Hún - seinna tímabil frá 20 júlí                  Uppl: Pálmi Geir 849-0752, 451-2830

 

Álfur frá Selfossi  6v. rauðskjóttur                       IS-2002-187-662,  F: Orri frá Þúfu

Grafarkot - eftir landsmót                             Uppl: Indriði 860-2056 , Herdís 848-8320

 

Blær frá Hesti 10v. brúnn                          IS-1998-135-588,  F: Gustur frá Hóli

Stóra Ásgeirsá - 15 maí ? 15 júní                  Uppl: Elías 894-9019

 

Grettir frá Grafarkoti 6v. brúnn            IS-2002-155-416,  F: Dynur frá Hvammi

Grafarkot - allt sumarið                                 Uppl: Indriði 860-2056 , Herdís 848-8320

 

Roði frá Múla  16v. rauður                        IS-1992-155-490, F: Orri frá Þúfu

Múli - eftir landsmót                                     Uppl: Sæþór 897-5315

 

Ræll frá Gauksmýri  5v. rauðstjörn.        IS-2003-155-501, F: Galsi frá Sauðárkróki

Gauksmýri                                                     Uppl: Jóhann 869-7992

 

Vökull frá Síðu  7v. rauðtvístjörn              IS-2001-155-265,  F: Adam frá Meðalfelli

Þorkelshóll ? fyrra tímabil, frá 20. júní          Uppl: Júlíus Guðni 865-8177, 451-2433

 

 

Samtök Hrossabænda í Húnaþingi

01.05.2008 20:30

Fundur um beitiland

Til hestamanna og annarra sem leigja beitiland og ræktunarland af Blönduósbæ.

Mánudagskvöldið 5. maí kl. 20:00 verður fundur í Reiðhöllinni Arnargerði. Á dagskrá verður umræða um leigugjald á landi og fyrirkomulag þeirra mála almennt.

Einnig verður rætt um önnur hagsmunamál hestamanna.

Hesteigendafélagið.

01.05.2008 17:00

Æskan og hesturinn

Æskan og hesturinn 

Stórsýning barna úr hestamannafélögum í Húnavatnssýslum , Skagafirði og nágrannabyggðum og Neskaupsstað verður haldin í Reiðhöllinni á Sauðárkróki.
Þess geta um 40 börn úr

Hestamannafélaginu Neista ásamt hestum sínum taka þátt í þessari sýningu

Verður Laugardaginn 3.maí
Fyrri sýningin kl:13 og seinni kl:16.
Aðgangur er ókeypis ? ALLIR VELKOMNIR

Veitingar eru seldar í anddyri reiðhallarinnar
Sérstakur gestur sýningarinnar er:
 EYÞÓR
úr bandinu hans Bubba ásamt afa sínum Stefáni Friðgeirssyni og
 
hestinum Degi frá Strandarhöfða

  • 1
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409310
Samtals gestir: 49728
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:44:10

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere