Færslur: 2020 Janúar

29.01.2020 16:55

Úrslit foalda- og ungfolasýningar

Folalda- og ungfolasýning Hestamannafélagsins Neista og Samtaka hrossabænda í A-Hún fór fram í reiðhöllinni á Blönduósi sunnudaginn 26. janúar. Það var létt yfir mönnum og hrossum og veðrið lék við okkur. Alls voru 23 folöld mætt til leiks auk nokkurra ungfola og dómari var Eyþór Einarsson.
Hestamannafélagið Neisti og Samtök hrossabænda í A-Hún þakka kærlega fyrir þátttökuna, áhorfið og aðstoðina. Jafnframt vilja félögin sérstaklega þakka þeim sem styrktu okkur í formi folatolla og þakka Líflandi fyrir þá vinninga sem þeir létu okkur í té. 

Folatollar undir eftirfarandi hesta voru í vinning:

Goði frá Bjarnarhöfn - Ae. 8,57
Bósi frá Húsavík - Ae. 8,54
Hlekkur frá Saurbæ - Ae. 8,48
Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 - Ae. 8,37
Borði frá Fellskoti - Ae. 8,24
Farsæll frá Litla-Garði - Ae. 8,21
Steinar frá Stíghúsi - Ae. 8,13
Galdur frá Geitaskarði - Ae. 8,00


Þeir folatollar sem okkur voru færðir komust allir í góðar hendur og verða vonandi til þess að færa okkur flotta gripi fyrir framtíðar sýningar. 


Úrslit í flokki hestfolalda:

1.sæti: Kveikur frá Blönduósi
F. Mugison frá Hæli  M. Aska frá Stóra-Búrfelli
Eigandi og ræktandi: Guðmundur Sigfússon

2. sæti: Klakkur frá Blönduósi
F. Borði frá Fellskoti  M. Mýra frá Ármóti
Eigandi og ræktandi: Guðmundur Sigfússon

3. sæti: Kolfreyr frá Mánaskál
F. Hlynur frá Haukatungu Syðri 1  M. Perla frá Seljabrekku
Ræktendur og eigendur: Kolbrún Á. Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson


Úrslit í flokki merfolalda:
 

1. sæti: Alma frá Blönduósi 
F. Arfur frá Blönduósi  M. Penta frá Blönduósi
Eigendur og ræktendur: Eyjólfur Guðmundsson og Sigríður Grímsdóttir

2. sæti: Alúð frá Mánaskál
F. Skjár frá Skagaströnd  M. Assa frá Þóroddsstöðum
Ræktendur og eigendur: Kolbrún Á. Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson

3. sæti: Dásemd frá Hvammi 2
F. Draupnir frá Stuðlum  M. Esja frá Hvammi 2
Eigandi og ræktandi: Sonka Suska

Úrslit ungfola:

Tveggja vetra:

1. sæti: Prins frá Skagaströnd
F. Eldur frá Naustum III  M. Ína frá Skagaströnd
Ræktandi og eigandi: Kristín Birna Guðmundsdóttir

Þriggja vetra:

1. sæti: Askur frá Fremstagili
F. Hlynur frá Haukatungu Syðri 1  M. Prinessa frá Grundarfirði
Ræktendur og eigendur: Sigurður E. Stefánsson og Ágústa Hrönn Óskarsdóttir23.01.2020 13:37

Aðalfundur 2020

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Neista verður haldinn í reiðhöllinni fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 18:00

Dagskrá

 1. Fundarsetning og skipan starfsmanna.
 2. Skýrsla stjórnar. Formaður fer yfir starf síðasta árs.
 3. Ársreikningur
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
 5. Inntaka nýrra félaga
 6. Kosningar
  - Kosning til stjórnar, kosið er um formann til eins árs og tvö stjórnarsæti til tveggja ára
  - Kosið í nefndir
 7. Önnur mál
 8. Fundi slitið

Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórn eða nefndir félagsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Magnús s.698-3168 eða gefa kost á sér á fundinum.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

-Stjórnin

22.01.2020 00:08

Folalda- og ungfolasýningFolalda- og ungfolasýning Hestamannafélagsins Neista og Samtaka hrossabænda í A-Hún verður haldin í reiðhöllinni á Blönduósi sunnudaginn 26. janúar kl. 13.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum;

Hestfolöld
Merfolöld
2 vetra folar
3 vetra folar

Auk þess velja áhorfendur efnilegasta grip sýningar að sínu mati. 

Dómari verður Eyþór Einarsson.


Skráning berist á [email protected] í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 24. janúar. Fram komi IS nr og nafn grips. Skráningargjald er 2000 kr.

Veglegir vinningar í formi folatolla fyrir efstu sæti.


Æskulýðsdeild Neista mun vera með veitingasölu í fjáröflunarskyni fyrir vetrarstarfið.  

03.01.2020 10:19

Reiðnámskeið veturinn 2020

 

Veturinn 2020 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið á Blönduósi:

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Skráning fer fram hjá Önnu Margréti á [email protected] eða í síma 848-6774. Síðasti skráningardagur er 15. janúar.

 

Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 14 skipti (1 x í viku)

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Námskeiðið hefst 20. janúar og lýkur í lok apríl. Kennt á mánud. og/eða miðvikud.

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr.

Utan félags, verð: 25.000 kr.

 

Pollanámskeið - 9 skipti

Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Kennt verður þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði kl. 16.

Námskeið hefst 2. febrúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 5.000 kr.

 

Reiðnámskeið (keppnisnámskeið) -  4 helgar – börn, unglingar og ungmenni

Lögð verður áhersla á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð, hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum.

Gerðar verða meiri kröfur til ásetu, stjórnunar, jafnvægis og gangskiptinga en á almennu reiðnámskeiði. Bókleg kennsla fer fram í fyrirlestrarformi. Námskeiðið fer að miklu leyti fram inní reiðhöll, þangað til veður leyfir að farið verði út á keppnisvöllinn.

Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem stefna á að taka þátt í Landsmóti hestamanna eða öðrum mótum í vetur og næsta sumar.

Kennt verður fyrstu helgi í hverjum mánuði febrúar til maí. Kennsla hefst 1. febrúar.

Kennari er Bergrún Ingólfsdóttir

Boðið verður upp á eftirfylgni fyrir þá sem fara á Landsmót í framhaldi af þessu námskeiði

Verð 20.000 kr.

 

Knapamerki 1

Verklegi hlutinn:

 • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
 • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
 • Geti farið á og af baki beggja megin
 • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
 • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
 • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
 • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
 • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Skilyrði fyrir hest nemanda á námskeið er að hann sé spennulaus og brokki vel án nokkurra vandræða.

Kennt verður einu sinni til tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum

14 verklegir og 6 bóklegir tímar, aldurstakmark er 12 ára

Námskeiðið hefst 20. janúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 30.000 kr. með prófi og skírteini

Utan félags, verð 45.000 kr. með prófi og skírteini

 

Knapamerki 2

Verklegi hlutinn:

 • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
 • Riðið einfaldar gangskiptingar
 • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
 • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
 • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
 • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
 • Geta riðið á slökum taum
 • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
 • Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis

Skilyrði fyrir hest nemanda á námskeið er að hann sé spennulaus og brokki vel án nokkurra vandræða

Kennt verður einu sinni til tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum

16 verklegir og 8 bóklegir tímar

Námskeiðið hefst 20. janúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 35.000 kr. með prófi og skírteini

Utan félags, verð 50.000 kr. með prófi og skírteini

 

 • 1
Flettingar í dag: 2498
Gestir í dag: 704
Flettingar í gær: 343
Gestir í gær: 151
Samtals flettingar: 176464
Samtals gestir: 20003
Tölur uppfærðar: 4.6.2023 15:53:56

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere