Færslur: 2009 Júní

29.06.2009 12:51

Barna- og unglingamót


Barna- og unglingamót
 
æskulýðsnefndar Neista

verður á Blönduósvelli 25. júlí nk.

Nánar auglýst síðar emoticon

28.06.2009 22:06

Frábær ferð yfir Hópið

Yfir 30 konur á öllum aldri og af ýmsum þjóðernum og alls staðar af á landinu mættu við Stóru-Borg um kl. 17.00 föstudaginn 26. júní. Tilefnið var að koma saman og ríða yfir Hópið að Þingeyrum.
Jóhanna á Reykjum og Sonja í Hvammi II sáu um skipulagningu þessarar ferðar og voru fararstjórar  emoticon   

Riðið var út að Hópi og áð þar. Þar voru þeir Helgi  H. Jónsson og Haukur Suska mættir með ýmiss konar góðgæti handa okkur konunum, kakó og kleinur sem og margt fleira. Alveg frábært  emoticonFerðin yfir Hóp var frábær og gekk í alla staði afskaplega vel og beið okkar veisluborð í hesthúsinu á Þingeyrum þegar þangað var komið. Þar stóð áðurnefndur Helgi og Grímur á Reykjum og grilluðu sem mest þeir máttu ofan í okkur emoticon  

Þökkum við þeim Sonju og Jóhönnu fyrir
skipulagningu og góða ferð. Einnig þökkum við strákunum fyrir að grilla og bera í okkur veitingar emoticon

Myndir komnar í albúmið 
  
 

28.06.2009 15:26

Reiðnámskeið á Þingeyrum fyrir börn og unglinga


Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

Dagana 7 til og með 10 júlí verður haldið reiðnámskeið ætlað börnum og unglingum hér á Þingeyrum (aldurstakmark 8 ára). Kennt verður frá kl. 13:00 - 15:00 og kennarar eru Helga Thoroddsen, reiðkennari og Christína Mai, þjálfari og tamningamaður. Alls komast 10 þátttakendur að á námskeiðinu sem verður sambland af leikjum og æfingum í reiðhöll og frjálsum útreiðum. Hestar og reiðtygi er á staðnum en þátttakendur þurfa helst að hafa með sér eigin hjálm. Einnig er leyfilegt að koma með eigin hest ef hann er þægur í reið og góður í umgengni við aðra hesta og menn. Námskeiðsgjald er kr. 12.000. Skráning fer fram í gegn um síma: 863-4717 (Helga) eða á netfangið: [email protected] Við skráningu þarf að taka fram fullt nafn, aldur og hvort viðkomandi er algjör byrjandi eða aðeins vanur.

Á myndinni má sjá þátttakendur á námskeiði fyrir nokkrum árum ríða yfir Húnavatnið.


27.06.2009 13:09

Bragi og Grásteinn


Bragi frá Kópavogi

F; Geysir frá Gerðum

M; Álfadís frá Kópavogi

Bragi tekur á móti hryssum á Þingeyrum eftir Fjórðungsmót. Bragi er með 8,18 í aðaleinkunn í kynbótadómi, þar af 8,41 fyrir hæfileika. Bragi hefur verið farsæll keppnishestur frá 5v aldri í tölti, fjórgangi og B-flokki.

Verð 75.000 m/vsk á fengna hryssu.

Upplýsingar hjá Magga í síma 8973486 eða Tryggva í 8981057Grásteinn frá Brekku


Grásteinn verður til afnota að Gröf í Víðidal eftir 7. júlí.

Hann er með 8,46 í aðaleinkunn í kynbótadómi,

8,54 fyrir hæfileika og 8,33 fyrir sköpulag.

Einnig hefur hann staðið sig vel í A-flokki gæðinga.

F;Gustur frá Hóli M; Skuggsjá frá Brimnesi sem er fyrstu verðlauna hryssa undan Hrafni frá Holtsmúla.

Verð á fengna hryssu er 70.000- með vsk.

Upplýsingar hjá Tryggva í síma 8981057 eða

Gunnari í síma 8942554 eða 4512554


26.06.2009 13:04

Steinnes með ræktunarbússýningu á FM


 

Átta ræktunarbú

Ræktunarbússýningar gefa stórmótum alltaf skemmtilegan blæ og á fjórðungsmóti munu átta bú koma fram og skarta sínu besta á laugardeginum kl. 16.

Allt eru þetta hörku sterk bú og þau sem staðsett eru á Vesturlandi hafa öll komið fram á fyrri fjórðungsmótum á Kaldármelum en hin eru nýliðar á FM.

Hrossaræktunarbúin sýna hvert 5 hross og er það í traustum höndum, Ágústar Sigurðssonar, rektors Háskólans á Hvanneyri að velja sigurvegara.

Eftirtalin átta bú taka þátt í ræktunarbússýningu á FM 2009:

- Álftarós, Borgarbyggð
- Höfðabakki, Húnaþingi vestra
- Nýi bær 2, Borgarbyggð
- Skáney, Borgarbyggð
- Skjólbrekka, Borgarbyggð
- Steinnes, Austur-Húnavatnssýslu
- Stóriás, Borgarbyggð
- Tunguháls II, Skagafirði

24.06.2009 18:16

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2009 skráning hafin

Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir fullorðna verður haldið 16-18 júlí 2009 á Hlíðarholtsvelli á Akureyri.
Framkvæmdaraðili mótsins er Hestamannafélagið Léttir.

Lokafrestur skráningar er til miðnættis 1. júlí.
Skráning á  [email protected] .
Skráningargjöldin eru 4000 kr. á grein.


22.06.2009 20:04

Lokaverkefni í HÍ um LH og LM

Guðný Ívarsdóttir og Hjörný Snorradóttir, sem báðar eru hestamönnum að góðu kunnar, eru að vinna að lokaverkefnum í HÍ í tengslum við LH og LM og vilja hitta okkur í Reiðhöllinni Arnargerði 23. júní kl. 20.00.

Guðný mun í sínu verkefni kryfja hvort ástæða sé til að sameina félagasamtök í hestamennskunni út frá hagkvæmnissjónarmiðum og hvort vilji sé fyrir því. Einnig út frá hvaða forsendum menn eru með og á móti slíkri sameiningu.

Hjörný mun í sínu verkefni fjalla um hlutverk og markmið Landsmóta, framtíðarsýn og hvort ástæða sé til að gera breytingar á fyrirkomulaginu og þá hvaða. 

Fyrirkomulag fundanna er þannig að þær kynna verkefni sín lítillega og leggja síðan spurningarlista fyrir fundargesti.  Að því loknu eru málin reifuð og rædd, allar hugmyndir og sjónarmið eru skráð niður.  

Þær hafa ásamt forsvarsmönnum LH og LM fundar í Reykjavík og á Suðurlandi og nú er komið að Norðurlandi. 

Þess má geta að upplýsingarnar sem þær eru að vinna að eru ákaflega mikilvægar öllu starfi LH og LM.

Fjölmennum emoticon   


22.06.2009 16:37

Kvennareið 2009

Jæja stelpur, þá er komið að því! Föstudaginn 26. júní n.k. verður riðið frá Stóru-Borg, yfir Hópið og að Þingeyrum. Mæting kl. 17:00 við Stóru-Borg, með góða skapið. Ekki er svo verra að punta sig og sína í tilefni dagsins.

Nánari upplýsingar og skráning hjá undirrituðum fyrir kl. 10:00, fimmtudagskvöldið 25. júní. Skráið ykkur endilega sem fyrst (svo við höfum einhverja hugmynd um fjöldann fljótlega).

Jóhanna á Reykjum, s: 452 4012 / 868 1331

Sonja í Hvammi II, s: 452 7174 / 616 7449

17.06.2009 23:05

17. júní

Eins og í fyrra hafði Neisti  umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum á Blönduósi og var það bara skemmtilegt þótt veðrið hefði mátt vera eins og sl. 3 vikur en það var logn og alveg hið ágætasta veður.

Margt var í boði en dagurinn byrjaði á því að Óli Magg og Raggi Stef mættu eldsnemma á dráttarvélinni til að setja fánana upp en ekki náðust myndir af því þar sem myndasmiðir voru enn sofandi emoticon
Börnum var boðið á hestbak í  Reiðhöllinni og var alveg ágætis þátttaka.
Að venju var "blásið" í blöðrur og skrúðganga var farin frá SAH eins og í fyrra. Þar var andlitsmálun og ýmiss 17. júní varningur til sölu og var bara góð mæting og skemmtileg stemming  á planinu.


Á torginu stjórnaði Jón Kr. Sigmarsson dagskrá og var hún nokkuð hefðbundin.
Sr. Úrsúla Árnadóttir, sóknarprestur á Skagaströnd, flutti hugvekju, Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri flutti hátíðarræðuna, Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir söng lag úr Fame og Írena Ösp Sigurðardóttir söng lag úr Grease, Magdalena Berglind Björnsdóttir var í hlutverki fjallkonunnar  og í lokin sá þær systur frá Hnjúki þær Steinunn Hulda og Jóhanna Guðrún um leiki á Þríhyrnunni.

Kaffi og vöfflubakstur var í höndum Neistafélaga og þar sló Óli Magg mömmu sína út í bakstri, hann bakaði í fjórum vöfflujárnum á meðan mamma hans bakaði bara í tveim. Spurning hver vinnur á næsta ári emoticon
Bíósýning var um miðjan dag og var hún vel sótt.

Maggi Ó bauð að venju uppá útsýnisflug og var það mjög vel sótt og frábærlega skemmtileg þar sem sú er þetta ritar fór einmitt í slíkt flug.

Í kvöld sáu Svörtu sauðirnir um fjölskyldudansleik í Félagsheimilinu og þeir eru frábærir eins og alltaf.

Neisti þakkar öllum kærlega fyrir hjálpina í dag sem og þeim sem komu á hátíðahöldin og í kaffið

Myndir eru komnar inn í myndaalbúm.

 

17.06.2009 22:47

Uppskeruhátíð hjá konunum

Konurnar sem voru á námskeiði hjá Sibbu í vetur gerðu sér glaðan dag í gær.
Þær fóru, ásamt Sibbu, í góðan reiðtúr upp í Kúagirðingu og enduðu í frábærum mat heima hjá Önnu Margréti.
Námskeiðið byrjuði í febrúar og var síðasti tíminn um miðjan maí. Hópurinn samanstóð af 10 konum, misvönum sem lærðu heilan helling og er stefnan tekin á Knapamerki 1 næsta vetur.
Bestu þakkir Sibba fyrir frábæran vetur.

16.06.2009 08:15

Austur húnvetnsk kynbótahross á Fjórðungsmót

IS2002256258 Djásn frá Hnjúki  B: 8.13   H: 8,31  A: 8,24  
IS2005156292 Dofri frá Steinnesi  B: 8.16     H: 8,25  A: 8,22
IS2004256820 Gangskör frá Geitaskarði  B: 8.09     H: 8,08    A: 8,09
IS2001156297 Glettingur frá Steinnesi  B:  7.93      H: 8,48  A: 8,26
IS2005256510 Hildur frá Blönduósi   B: 8.16    H:  7,67  A: 7,86
IS2004256500 Hylling frá Blönduósi  B: 7.96    H: 8,19  A: 8,10
IS2004156286 Kiljan frá Steinnesi   B: 8.21   H: 8,54  A: 8,41
IS2004256287 Ólga frá Steinnesi   B: 8.29      H: 7,80  A: 8,0
IS2003256207 Sif frá Brekku   B: 7.9   H: 8,30  A: 8,14     
IS2004256392 Stefna frá Sauðanesi  B: 8.19     H: 7,91  A: 8,03
IS2000256258 Trópí frá Hnjúki   B:7.72      H: 8,80  A: 8,37

    

16.06.2009 08:06

Fulltrúar Neista á Fjórðungsmót

Fulltrúar Neista á Fjórðungsmót eru:

Barnaflokkur:
Aron Orri Tryggvason og Þróttur frá Húsavík

Unglingaflokkur:
Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II
Harpa Birgisdóttir og Tvinni frá Sveinsstöðum
Karen Ósk Guðmundsdóttir og Kjarkur frá Flögu
Agnar Logi Eiríksson og Njörður frá Blönduósi

A-flokkur:
Tryggvi Björnsson og Viola frá Steinnesi
Ólafur Magnússon og Fregn frá Gýgjarhóli
Sandra Marin og Iða frá Hvammi II
Ólafur Magnússon og Gletta frá Sveinsstöðum

B-flokkur:
Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum
Ísólfur Líndal Þórisson og Sindri frá Leysingjastöðum
Ragnar Stefánsson og Lotning frá Þúfum
Tryggvi Björnsson og Dögg frá Steinnesi

 


15.06.2009 23:47

Úrslit á félagsmóti Neista

Félagsmót Neista sem og úrtaka fyrir Fjórðungsmót var haldið á Blönduósvelli sl. laugardag og tókst með ágætum. Þökkum við öllum þeim sem að því stóðu sem og keppendum og áhorfendum kærlega fyrir daginn emoticon

Úrslit urðu þessi:

Barnaflokkur:


1. Hanna Ægisdóttir og Skeifa frá Stekkjardal  7,79 / 8,17
2. Aron Orri Tryggvason og Þróttur frá Húsavík   8,09 / 8,15
3. Hákon Ari Grímsson og Glæsir frá Steinnesi   7,65 / 7,89
4. Jón Ægir Skagfjörð og Perla frá Móbergi  7,59 / 7,71
5. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Rifa frá Efri-Mýrum 7,44 / 7,48

Unglingaflokkur


1. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II  8,37 / 8,44
2. Harpa Birgisdóttir og Tvinni frá Sveinsstöðum  8,01 / 8,28
3. Karen Ósk Guðmundsdóttir og Kjarkur frá Flögu  8,12 / 8,10
4. Agnar Logi Eiríksson og Njörður frá Blönduósi  7,70 / 8,07
5. Stefán Logi Grímsson og Hvöt frá Miðsitju  7,74 / 7,97

Tölt


1. Ólafur Magnússon og Gleði frá Sveinsstöðum  5,90 / 6,44
2. Hörður Ríkharðsson og Knár frá Steinnesi  5,17 / 6,17
3. Ragnar Stefánsson og Maur frá Fornhaga II  5,40 / 5,89
4. Þórður Pálsson og Nóta frá Sauðanesi  4,73 / 4,89
5. Karen Ósk Guðmundsdóttir  5,07 / 3,11

A-flokkur


1. Jakob Víðir Kristjánsson og Ægir frá Móbergi  8,21 / 8.36
2. Valur Valsson og Viola frá Steinnesi  8,33 / 8,34
3. Ólafur Magnússon og Fregn frá Gýgjarhóli 8,01 / 8,33
4. Ragnar Stefánsson og Maur frá Fornhaga II  8,11 / 8,20
5. Sandra Marin og Iða frá Hvammi II 8,00 / 8,02

B-flokkur


1. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum  8,48 / 8,70
2. Ragnar Stefánsson og Lotning frá Þúfum 8,31 / 8,45
3. Valur Valsson og Eðall frá Orrastöðum  8,16 / 8,33      Óli  var knapi í forkeppni
4. Jelena Ohm og Sirkus frá Þingeyrum  8,19 / 8,25
5. Þorgils Magnússon og Dynur frá Sveinsstöðum  8,13 / 8,13    Óli var knapi í forkeppni
6. Heimir Þór Guðmundsson og Sveinn frá Sveinsstöðum  8,13 / 8,07


Ólfur Magnússon var valinn knapi mótsins og Gáski glæsilegasti hesturinn
enda afar flott par þar á ferð  emoticon
                
15.06.2009 23:01

Tilkynning frá Hrossaræktarráðunauti

Ég hef nú lokið við að skrá inn í sýningarskrá væntanlegs fjórðungsmóts á Vesturlandi þau kynbótahross sem ég tel að eigi rétt til þátttöku á mótinu. Sýningarskrána má nálgast hér.

Alls eru það 99 hross sem náð hafa lágmörkum til þátttöku sem er talsvert fleira en ráð var fyrir gert. Mjög áríðandi er að vita strax ef fyrirséð er að einhver hross í skránni muni ekki mæta á mótið, vegna hagræðis við skipulagningu. Einnig er ekki útilokað að mér hafi yfirsést einhver hross sem ættu að vera þarna með, þá væri mjög áríðandi að vita af þeim nú þegar.

Bestu kveðjur,
Guðlaugur V. Antonsson
Hrossaræktarráðunautur BÍ
Hvanneyrargötu 3
Hvanneyri
311 Borgarnes
[email protected]
S: 892 0619

12.06.2009 08:21

Röð keppenda

Barnaflokkur


Friðrún Fantur
Hákon Glæsir
Hanna Skeifa
Halldór Melkorka
Sólrún Rifa
Aron Þróttur 
Jón Ægir Perla
Ásdís Funi
Jóhanna Stígandi


Unglingaflokkur


Karen Kjarkur
Harpa Kládíus
Elín Skíma
Stefán Galdur
Agnar Njörður
Karen Fjalar
Harpa Tvinni
Elín Móheiður
Brynjar Heiðar
Stefán Hvöt


Tölt


Raggi Maur
Óli Gleði
Elín Móheiður
Sibba Hátíð
Höddi Knár
Karen Lúkas
Heimir Sveinn
Þórður Nóta


A- flokkur


Valur Víóla
Óli Gletta
Víðir K Ægir
Sandra Iða
Valur Birta
Óli Fregn
Raggi Maur


B- flokkur


Heimir Sveinn
Ragga Ás
Tina Hörður
Óli Dynur
Guðm. Þór Fáni
Raggi Léttir
Höddi Knár
Sibba Hátíð
Jelena Sirkus
Ægir Biskup
Óli
Ísólfur
Gáski
Dögg
Þórður Nóta
Karen Þrymur
Víðir  Börkur
Hjörtur Hríma
Raggi Lotning
Óli Eðall
Ísólfur Sindri
Flettingar í dag: 211
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 327
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 85680
Samtals gestir: 5568
Tölur uppfærðar: 27.9.2022 19:56:10

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere