22.06.2009 20:04

Lokaverkefni í HÍ um LH og LM

Guðný Ívarsdóttir og Hjörný Snorradóttir, sem báðar eru hestamönnum að góðu kunnar, eru að vinna að lokaverkefnum í HÍ í tengslum við LH og LM og vilja hitta okkur í Reiðhöllinni Arnargerði 23. júní kl. 20.00.

Guðný mun í sínu verkefni kryfja hvort ástæða sé til að sameina félagasamtök í hestamennskunni út frá hagkvæmnissjónarmiðum og hvort vilji sé fyrir því. Einnig út frá hvaða forsendum menn eru með og á móti slíkri sameiningu.

Hjörný mun í sínu verkefni fjalla um hlutverk og markmið Landsmóta, framtíðarsýn og hvort ástæða sé til að gera breytingar á fyrirkomulaginu og þá hvaða. 

Fyrirkomulag fundanna er þannig að þær kynna verkefni sín lítillega og leggja síðan spurningarlista fyrir fundargesti.  Að því loknu eru málin reifuð og rædd, allar hugmyndir og sjónarmið eru skráð niður.  

Þær hafa ásamt forsvarsmönnum LH og LM fundar í Reykjavík og á Suðurlandi og nú er komið að Norðurlandi. 

Þess má geta að upplýsingarnar sem þær eru að vinna að eru ákaflega mikilvægar öllu starfi LH og LM.

Fjölmennum emoticon   


Flettingar í dag: 1107
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433960
Samtals gestir: 51231
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:37:37

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere