Færslur: 2009 Febrúar

26.02.2009 12:04

Rásröð í Fimmgangi Húnvetnsku liðakeppninnar


Mótið byrjar klukkan 18:00

Aðgangseyrir
 fullorðnir kr:1000.
  börn kr:500.

 TÖLT börn    
1 Hákon Ari Gímsson Rifa frá Efri-Mýrum  
1 Haukur Marian Suska Hauksson Snælda frá Áslandi  
2 Sólrún Tinna Grímsdóttir Funi frá Þorkelshóli  
2 Lilja Maria Suska Hauksdóttir Skvísa frá Fremri-Fitjum  
3 Kristófer Smári Gunnarsson Djákni frá Höfðabakka  
3 Sigurður Bjarni Aadnegard Óviss   

 4  

 Rósanna Valdimarsdóttir      Vakning frá Krithóli  
       
 TÖLT unglingar    
1 Agnar Logi Eiríksson Njörður frá Moldhaga Lið 4
1 Jónína Lilja Pálmadóttir Svipur frá Syðri Völlum Lið 2
2 Karen Ósk Guðmundsdóttir Sónata frá Garði Lið 4
2 Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík Lið 3
3 Elín Hulda Harðardóttir Móheiður frá Helguhv. II Lið 4
3 Rakel Rún Garðarsdóttir Hrókur frá Stangarholti Lið 1
4 Jónína Lilja Pálmadóttir Hvönn frá Sigmundarst lið 2
4 Harpa Birgisdóttir Kládíus frá Kollaleiru Lið 4
5 Albert Jóhannsson Carmen frá Hrísum Lið 2
       
       
       
     
       
       
   2. flokkur - Fimmgangur    
     
1 Þorgeir Jóhannesson Apríl frá Ytri-Skjaldarvík Lið 1
2 James Bóas Faulkner Rán frá Lækjamóti Lið 3
3 Þórður Pálsson Nóta frá Sauðanesi Lið 4
4 Anna Lena Aldenhoff Tvistur frá Hraunbæ Lið 2
5 Þórólfur Óli Aadnegard Þokki frá Blönduósi Lið 4
6 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi Lið 1
7 Sveinn Brynjar Friðriksson Glaumur frá Varmalæk Lið 3
8 Gerður Rósa Sigurðardóttir Pjakkur frá Stóru-Ásgeirsá Lið 3
9 Kjartan Sveinsson Fía frá Hólabaki Lið 1
10 Helga Rós Níelsdóttir Leiknir frá Fremri-Fitjum Lið 1
11 Valur Valsson Birta frá Krossi Lið 4
12 Leifur George Gunnarsson Kofri frá Efri-Þverá Lið 1
13 Ninni Kulberg Skálm frá Bjarnanesi Lið 3
14 Helgi H Jónsson Táta frá Glæsibæ Lið 4
15 Steinbjörn Tryggvason Hrannar frá Galtanesi Lið 1
16 Hjördís Ósk Óskarsdóttir Hvinur frá Sólheimum Lið 3
17 Gréta B Karlsdóttir Félagi frá Akureyri Lið 2
18 Elías Guðmundsson Þruma frá Stóru-Ásgeirsá Lið 3
19 Þorgeir Jóhannesson Stínóla frá Áslandi Lið 1
20 Ingunn Reynisdóttir Heiður frá Sigmundarstöðum Lið 2
21 Guðmundur Sigfússon Tígull frá Holti Lið 4
       
       
       
       
       
   1. flokkur - Fimmgangur    
   
1 Jóhann Magnússon Lávarður frá Þóreyjarnúpi Lið 1
2 Tryggvi Björnsson Sólmundur frá Úlfsstöðum Lið 3
3 Aðalsteinn Reynisson Kveikur frá Sigmundastöðum Lið 2
4 Jakob Víðir Kristjánsson Mammon frá Stóradal Lið 4
5 Ragnar Stefánsson Kola frá Eyjarkoti Lið 4
6 Þorsteinn Björnsson Eldjárn frá Þverá Lið 3
7 Ólafur Magnússon Fegn frá Gígjarhóli Lið 4
8 Magnús Ásgeir Elíasson Dís frá Stóru-Ásgeirsá Lið 3
9 Guðný Helga Björnsdóttir Hvirfill frá Bessastöðum Lið 1
10 Jakob Víðir Kristjánsson Röðull frá Reykjum Lið 4
11 Pálmi Geir Ríkharðsson Heimir frá Sigmundarstöðum Lið 2
12 Sigríður Ása Guðmundsdóttir Stakur frá Sólheimum I Lið 2
13 Einar Reynisson Gautur frá Sigmundarstöðum Lið 2
14 Fanney Dögg Indriðadóttir Eldur frá Sauðadalsá Lið 3
15 Jóhanna Heiða Friðriksdóttir Húni frá S-Ásgeirsá Lið 3
16 Jóhann Albertsson  Ræll frá Gauksmýri Lið 2
17 Elvar Logi Friðriksson Samba frá Miðhópi Lið 3
18 Sverrir Sigurðsson Bartes frá Höfðabakka Lið 1
19 Herdís Einarsdóttir Skinna frá Grafarkoti Lið 2
20 Sandra Marin Iða frá Hvammi Lið 4
21 Jóhann Magnússon Stimpill frá Vatni Lið 1
22 Ragnhildur Haraldsdóttir Ægir frá Móbergi Lið 4
23 Ólafur Magnússon Stjörnudís frá Sveinsstöðum Lið 4
24 Tryggvi Björnsson Hörður frá Reykjavík Lið 3
 25 Sigurbjörg Sigurbörnsdóttir  Hvöt frá Miðsitju                    

Lið 4


Skráningargjald  1000 kr. fyrir fullorðna  og  500 kr. fyrir börn.

25.02.2009 18:34

Út með ágrip!

 

Málþing haldið um leiðir til þess að koma í veg fyrir ágrip

og aðra áverka í tengslum við sýningar hrossa.

 

 

Haldið á Hvanneyri föstudaginn 13. mars nk.,

kl: 17 - 20 í Árssal í Ásgarði (Nýi skóli).

 

Skráning fer fram gegnum netfangið [email protected] eða í síma 433 5000 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Síðasti skráningadagur er miðvikudagurinn 11. mars.

Ekkert skráningargjald.

 

Frummælendur:

Eyjólfur Ísólfsson, tamningameistari FT og yfirreiðkennari Hólaskóla.

Friðrik Már Sigurðsson, kennari og kynbótadómari.

Pétur Halldórsson, ráðunautur og sýningastjóri.

Jakob S. Sigurðsson, reiðkennari og þjálfari.

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma.

Sigurður Torfi Sigurðsson, járningameistari.

 

 

Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur flytur inngangsávarp.  Fundarstjóri er Dr. Ágúst Sigurðsson rektor LBHÍ.

 

Gert verður matarhlé og verður hægt að kaupa mat á staðnum fyrir kr. 1.500.

 

Aðilar sem standa að ráðstefnunni eru:

Félag hrossabænda

Félag tamningamanna

Járningamannafélag Íslands

Hólaskóli, Háskólinn á Hólum

Landbúnaðarháskóli Íslands

Landsamband hestamannafélaga

Matvælastofnun

 

Málþingið er öllum opið og eru hestamenn hvaðanæva að hvattir til að fjölmenna!

24.02.2009 23:15

Svínavatn-2009 Skráning


 

 

Nú styttist í Ís-Landsmótið á Svínavatni laugardaginn 7. mars.
Vegleg verðlaun verða í boði m.a. 100.000. kr. fyrir 1. sæti í öllum greinum.
 Þar sem horfur eru á mikilli þátttöku áskilja mótshaldarar sér rétt til að takmarka skráningafjölda ef á þarf að halda og ræður þá reglan, fyrstur kemur fyrstur fær.

   Skráningar berist á netfangið [email protected]) í síðasta lagi þriðjudaginn 3. mars.
Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa,  nafn, uppruni og litur hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á grein.
 Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 um leið og skráð er.

 Í boði er  gisting fyrir menn og hross víða í héraðinu.
Einnig verður sérstök tilboð um helgina á Pottinum og pönnunni á Blönduósi og þar verður kráarstemming bæði föstudags og laugardagskvöld.

 Minnum á að fylgjast með heimasíðum Hestamannafélaganna Neista og Þyts og 
http://svinavatn-2009.blog.is
þar sem fram koma allar nánari upplýsingar og rásröð keppenda þegar líður að móti.

23.02.2009 16:19

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A-Hún.

Tilkynning frá Samtökum Hrossabænda í A-Hún.

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A-Hún 
verður haldinn í Reiðhöllinni Arnargerði
miðvikudaginn 25. febrúar 2009 og hefst kl. 20:30.

 Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf.
Erindi flytur Sveinn Ragnarsson,
kennari á Hólum, og ræðir um fóðrun hrossa,
 hönnun hesthúsa ofl.

Önnur mál svo sem stóðhestahald,
kynbótasýningar, Reiðhallarmál, ofl.

23.02.2009 14:11

Fimmgangur og tölt barna og unglinga



Næsta mót verður á Blönduósi í Húnvetnsku liðakeppninni eins og áður hefur komið fram og mun Neisti sjá um mótið. Mótið verður auglýst nánar síðar
en skráning er á mail:
[email protected]
og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 24.02.


Þær breytingar sem verða á stigasöfnun frá og með næsta móti eru að í
B-úrslitum í 1. flokki fær 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig og 9. sætið 2 stig.

Síðan verða unglingar með í stigasöfnuninni og þá fær
1. sætið 3 stig, 2. sætið 2 stig, 3. - 5. sætið fá 1. stig.
Þessum reglum var breytt í samráði við liðstjóra liðanna fjögurra.

Það sem koma þarf fram er knapi, hestur og upp á hvora hönd þið viljið ríða

Skráningargjald er 1.000.- fyrir fullorðna en 500 fyrir börn og unglinga.

20.02.2009 18:08

Hýruspor

Félag um hestatengda þjónusta á Norðurlandi vestra.

Nýlega voru stofnuð samtök um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra. Hafa samtökin hlotið nafnið Hýruspor. Markmið samtakana er að fjölga ferðamönnum sem sækja hestatengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra (Skagafirði og Húnavatnssýslum)  og efla um leið afleidda þjónustu, gistingu, veitingar.

* Að fjölga störfum tengdum íslenska hestinum, á Norðurlandi vestra
* Að auka samstöðu meðal aðila í hestatengdri ferðaþjónustu sem og annarri hestatengdri atvinnustarfsemi á Norðurlandi vestra
* Að auka gæði og fagmennsku hestatengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
* Að efla ímynd Norðurlands vestra, með tilliti til íslenska hestsins
* Að fjölga möguleikum/auka fjölbreytni í hestatengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra, m. a. með það fyrir augum að lengja hið hefðbundna ferðamannatímabil

Öllum þeim sem hafa atvinnu að einhverju leyti af hestum eða hestatengdri þjónustu var boðið að gerast félagar og eru flest fyrirtæki  sem byggja afkomu sína á hestinum á Norðurlandi vestra þátttakendur sem og margir hrossaræktendur á svæðinu. 
Samtökin eru byggð á hugmyndinni um klasa.
Hýruspor er grasrótarsamtök þar sem þátttakendur vinna í hinum ýmsu vinnuhópum til að gera veg hestamennskunnar á Norðurlandi vestra sem mestan og atvinnugreinina sem öflugasta. Ekki síst er horft til þess að nýta þau tækifæri sem felast í þessari starfsemi yfir vetrarmánuðina.
Verkefnið hefur þegar hlotið nokkra styrki til starfseminnar svo sem frá Vaxtarsamningi Norðurlands vestra, Menningarráði Norðurlands vesta og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Búið er að ráða Jón Þór Bjarnason, ferðamálafræðing í hlutastarf.  Hefur hann aðsetur á Sauðárkróki.

Fyrstu stjórn samtakana skipa:
Páll Dagbjartsson, Varmahlíð ,   formaður
Jón Gíslason Ferðaþjónustunni Hofi  í Vatnsdal,   gjaldkeri
Jóhann Albertsson Sveitasetrinu Gauksmýri ,   ritari
Arna Björk Bjarnadóttir Sögusetri Íslenska hestsins,   meðstjórnandi
Hjörtur Karl Einarsson Hestamiðstöðinni Hnjúkahlíð,   meðstjórnandi.


Ef einhverjir eru ennþá utan samtakanna en hefðu hug á að vera með er þeim bent á  að hafa samband við einhvern stjórnarmanna.
Segja má að með stofnun þessara samtaka hafi þeir sem vinna við hestamennsku í Húnavatnssýslum og Skagafirði tekið höndum saman og ákveðið að lyfta Grettistaki og gera þetta svæði að " hestasvæðinu á Íslandi."

19.02.2009 22:13

KS Deildin - Þórarinn tekur forustu

Mette Mannseth, Þórarinn Eymundsson og Sölvi Sigurðsson

Mette Mannseth, Þórarinn Eymundsson og Sölvi Sigurðsson

Fyrsta keppnin í KS Deildinni fór fram í kvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt var í fjórgangi og voru 18 keppendur sem börðust um sigur. Eftir jafna og spennandi keppni stóð Þórarinn Eymundsson uppi sem sigurvegari á Skáta frá Skáney.

Ólafur Magnússon á Gáska frá Sveinsstöðum sigraði í B-úrslitum og öðlaðist þar með þátttökurétt í A-úrslitum og endaði í 4. sæti. 

Úrslit urðu eftirfarandi: 

A-úrslit

 Knapi                                     Eink    Stig

1          Þórarinn Eymundsson            7,33     10

2          Sölvi Sigurðarson                   7,23     8

3          Mette Mannseth                     7,10     6

4          Ólafur Magnússon                  7,00     5

5          Bjarni Jónasson                      6,90     4

 

B-úrslit

5          Ólafur Magnússon                    7,00    

6          Magnús Bragi Magnússon      6,90      3

7          Árni B Pálsson                            6,43      2

8          Ísólfur Líndal                             6,23       1

9          Erlingur Ingvarsson                 6,13    

10        Páll B Pálsson                            5,90    

?

17.02.2009 14:24

KS DEILDIN


Fyrsta keppniskvöld KS deildarinnar verður n.k. miðvikudagskvöld og hefst kl. 20.00.

Keppt verður í fjórgangi. Mikil spenna er að myndast og hafa  knapar verið að æfa í Svaðastaðahöllinni. Þar hafa sést glæsileg tilþrif og ljóst er að margir knapar koma mjög vel undirbúnir til leiks.

Knapar eru minntir á fund kl. 18:30 sama dag.

 

Rásröð er eftirfarandi:

 

1. Magnús B. Magnússon      Hrannar frá Íbishóli

2. Ísólfur Líndal                     Ögri frá Hólum

3. Bjarni Jónasson                  Komma frá Garði

4. Ragnar Stefánsson              Lotning frá Þúfum

5. Mette Mannseth                 Happadís frá Stangarholti

6. Stefán Friðgeirsson            Svanur Baldur frá Litla-Hóli

7. Þórarinn Eymundsson        Skáti frá Skáney

8. Ólafur Magnússon             Gáski frá Sveinsstöðum

9. Þorbjörn H Matthíasson     Úði frá Húsavík

10. Páll B. Pálsson                 Hreimur frá Flugumýri

11. Björn F. Jónsson              Dagur frá Vatnsleysu

12. Ásdís H. Sigursteinsd.       Von frá Árgerði

13. Sölvi Sigurðarson             Óði-Blesi frá Lundi

14. Árni B. Pálsson                Rauðinúpur frá Sauárkróki

15. Elvar E. Einarsson            Kátur frá Dalsmynni

16. Erlingur Ingvarsson          Nótt frá Torfunesi

17. Barbara Wenzl                 Dalur frá Háleggsstöðum

18. Líney M. Hjálmarsd.        Þytur frá Húsavík

 

 

Meistaradeild Norðurlands

16.02.2009 16:14

Það snýst um traust - Keppni í frumtamningu
Keppni í frumtamningu verður haldin á TEKIÐ TIL KOSTANNA 23.-25. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem keppni af þessu tagi er haldin hér á landi. Það er Hólaskóli sem stendur fyrir keppninni. Höfundur hennar er Eyjólfur Ísólfsson.

Eyjólfur segir að það hafi lengi verið draumur sinn að halda keppni af þessu tagi. Enda sé frumtamningin sá grunnur sem allt byggist á.

"Þetta er frumraun," segir Eyjólfur. "Keppnin hefur þegar fengið nafn, sem lýsir inntaki hennar: "Það snýst um traust". Það eru verknámsnemar skólans sem munu taka þátt í keppninni að þessu sinni. Framhaldið ræðst svo af því hversu vel þetta heppnast og hvernig fólki líst á. Ég er viss um að þetta verður spennandi og skemmtileg keppni, sem reynir á þolinmæði, nákvæmni og útsjónarsemi tamningamannsins. Hún byggist að hluta á þeim verkefnum sem nemendurnir eru að læra hér við skólann og í verknáminu. Hugsanlega verða lagðar fyrir þá nýjar þrautir, og síðan mega keppendur sýna frjáls atriði til að undirstrika það sem keppnin snýst um - traustið milli manns og hests!

Nánari útlistun á keppninni verður birt innan tíðar á www.holar.is

14.02.2009 22:07

Úrslit liðakeppninnar

Úrslit urðu eftirfarandi: forkeppni/úrslit
Börn:

1. Lilja Karen Kjartansdóttir, eink. 4,5
2. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir, eink. 3,0
3. Hákon Grímsson, eink. 2,0



Unglingar:

1. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II, eink. 6,0 / 7,0
2. Harpa Birgisdóttir og Kládíus frá Kollaleiru, eink. 4,5 / 6,2
3. Jónína Lilja Pálmadóttir og Oliver frá Syðri-Völlum, eink. 5,5 / 6,0
4. Karen Ósk Guðmundsdóttir og Kjarkur, eink. 4,5 / 6,0
5. Fríða Marý Halldórsdóttir og Gósi frá Miðhópi, eink. 4,66 / 5,8
6. Rakel Rún Garðarsdóttir og Lander frá Bergsstöðum, eink. 4,5 / 5,8

Varpað var hlutkesti um sætin sem voru jöfn.

2. flokkur

A-úrslit:
1. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Skinna frá Grafarkoti, lið 2, eink. 5,83 / 6,67
2. Hjördís Ósk Óskarsdóttir og Þróttur frá Húsavík, lið 3, eink. 5,67 / 6,5
3. Aðalheiður Einarsdóttir og Slaufa frá Reykjun, lið 1, eink. 5,67 / 6,3
4. Ninni Kulberg og Hörður frá Reykjavík, eink. lið 3, 6,17 / 6,3
5. Hörður Ríkharðsson og Knár frá Steinnesi, lið 4, eink. 6,0 / 6,2

B-úrslit: (það fóru 2 keppendur upp í a-úrslit)
4. Hjördís Ósk Óskarsdóttir og Þróttur frá Húsavík, lið 3, eink. 5,67 / 6,67
5. Aðalheiður Einarsdóttir og Slaufa frá Reykjum, lið 1, eink. 5,67 / 6,33
6. Gunnar Þorgeirsson og Eldur frá Sauðadalsá, lið 3, eink. 5,67 / 6,2
7. Þórólfur Óli Andergaard og Þokki frá Blönduósi, lið 4, eink. 5,5 / 6,2
8. Halldór Sigfússon og Seiður frá Breið, lið 1, eink. 5,67 / 5,8
9. Steinbjörn Tryggvason og Kostur frá Breið, lið 1, eink. 5,33 / 5,3

1. flokkur
 
A-úrslit
Tryggvi Björnsson og Bragi frá Kópavogi, lið 3, eink. 7,5 / 8,33
Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum, lið 2, eink. 7,83 / 8,16
Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti, lið 2, eink. 7,33 / 7,83
Jóhann Albertsson og Mynt frá Gauksmýri, lið 2, eink. 7 / 7,33
Aðalsteinn Reynisson og Kveikur frá Sigmundarstöðum, lið 2, eink. 7 / 7,2
Jakob Víðir Kristjánsson og Ægir frá Móbergi, lið 4, eink. 6,5 / 7,2

B-úrslit
 
6. Jakob Víðir Kristjánsson og Ægir frá Móbergi, lið 4 eink. 6,5 / 7,2
7. Jóhann Magnússon og Lávarður frá Þóreyjarnúpi, lið 1, eink. 6,5 / 6,8
8. Elvar Logi Friðriksson og Stimpill frá N-Vindheimum, lið 3, eink. 6,5 / 6,5
9. Magnús Ásgeir Elíasson og Bliki frá Stóru Ásgeirsá, lið 3, eink. 6,5 / 6,2


LIÐAKEPPNIN STENDUR ÞANNIG:

1. sæti LIÐ 2 með 34,5 stig
2. sæti LIÐ 3 með 23,5 stig
3. - 4. sæti LIÐ 1 með 6,5 stig
3. - 4. sæti LIР4 með 6,5 stig




Verið að varpa hlutkesti í a-úrslitum í 1. flokki



12.02.2009 10:23

Þingeyrar í Húnaþingi

 
Jörðin Þingeyrar í Húnaþingi var lengi þekktust af bónda sínum og frægum hestamanni, Jóni Ásgeirssyni. Sonur hans var Ásgeir Jónsson á Gottorp, sem ritaði bækurnar Horfnir góðhestar. Nú eru Þingeyrar aftur komnar í hóp virðulegustu hrossabúa landsins.

Þingeyrar eru í eigu Ingimundar Sigfússonar, sendiherra, og konu hans Valgerðar Valsdóttur. Jörðin hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá því 1943. Ábúendur og ráðsmenn frá 1995 eru Helga Thoroddsen og Gunnar Ríkaharðsson. Í samstarfi hafa þessar fjölskyldur byggt upp hrossa- og ferðaþjónustubú, sem hefur skipað sér veglegan sess.

Fyrir ári síðan var tekið í notkun nýtt og glæsilegt hesthús á Þingeyrum. Til viðbótar við eldra hesthús og reiðhöll. Aðstaða til tamninga og útreiða er því eins góð og hún getur orðið. Flestir hestamenn hafa heyrt um hinar rómuðu útreiðaleiðir á Þingeyrum, bæði að vetri og sumri.

Helga Thoroddsen er hestamönnum vel kunn. Jafnframt því að byggja upp hrossabúið á Þingeyrum hefur hún verið ötul í félagsmálum, ástamt því að mennta sig í hrossafræðum. Hún lauk þjálfara- og reiðkennaraprófi frá Hólaskóla 2001. Hún er afar ötull tamningamaður og reiðkennari. Eitt mesta afrek hennar á sviði hestamennskunnar er þó sennilega verkstjórn knapamerkjakerfisins, sem hefur slegið í gegn á sviði reiðkennslu.

Myndir:

Á efri myndinni eru Helga ásamt Magnúsi Jósepssyni á Steinnesi. Magnús er með "gamla" hesthúsið á Þingeyrum á leigu og hefur þar tamningamen í seli.

Á neðri myndinni er Helga á gæðingi sínum Fylki frá Þingeyrum, syni Glaðs frá Hólabaki. Spölkorn er frá hesthúsinu út á ísi lagðar víðáttur Hóps og Húnavatns.

11.02.2009 21:42

Knapamerkjakerfið er hvetjandi
"Knapamerkjakerfið er hvetjandi," segir Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir reiðkennari á Blönduósi. Nú eru fimmtíu börn og unglingar á reiðnámskeiðum á félagssvæði Neista. Sami fjöldi er á reiðnámskeiðum á svæði Þyts á Hvammstanga.

"Það er engin spurning að þetta fyrirkomulag hefur hvetjandi áhrif, bæði á börn og fullorðna," segir Sigurbjörg. "Fólk upplifir að það sé á einhverri leið. Áður kom það alltof oft fyrir að fólk hjakkaði í sama farinu. Það var kannski munur á milli reiðkennara en það var engin mörkuð stefna í kennslunni. Nú tekur fólk próf og útskrifast stig af stigi."

Sigurbjörg er með reiðkennararéttindi frá Hólaskóla, hefur lokið þriggja ára námi þar. Hún er einnig með tamningastöð á Blönduósi og er með verknámsnema frá Hólaskóla sér til aðstoðar. Sigurbjörg er frá Gilsárteigi á Héraði. "Ég hef búið hér á Blönduósi í nokkur misseri, en ég er víst ennþá í Freyfaxa," segir Sigurbjörg að lokum og brosir kankvíslega.

10.02.2009 10:20

Frumleg keppni


Fyrsta frumtammningakeppni á Íslandi verður haldin í apríl á vegum Hólaskóla. Keppnin fer fram á sýningunni Tekið til kostanna 23.-25. apríl  á Sauðárkróki.

Tamninganemendur skólans sem nú eru í verknámi leiða saman trippi sem þeir eru að temja. Allt bendir til að keppnin verði bæði frumleg og spennandi og búast má við góðri skemmtun.
feykir.is

04.02.2009 09:11

Knapar og hestar í kalt bað
Knapar og hestar í Meistaradeild VÍS fengu heltur betur kalt bað við setningu deildarinnar, sem fram fór á Tjörninni í Reykjavík. Tíu til fimmtán hestar lentu í vök þegar ísinn brotnaði undan þeim.

Sýning keppenda í Meistaradeildinni var lokaatriði á blaðamannafundi sem var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fljótlega þegar hestar og áhorfendur voru komnir út á ísinn varð ljóst að hann var ekki vel traustur. Hann dúaði og brast við hátt. Í hita leiksins uggðu knaparnir ekki að sér og fylktu liði í breiðfylkingu með þeim afleiðingu að ísinn gaf sig.

Að vonum varð uppi fótur og fit. Vatnið náði hestunum upp fyrir miðjar síður. Þeir sukku í leirdrulluna í botninum og áttu því erfitt með að spyrna sér upp á ísskörina, sem brotnaði undan þeim jafnóðum. Nokkrir vaskir sveinar með Fjölni Þorgeirsson í fararbroddi létu sig vaða niður í kalt vatnið, settu löng bönd aftur fyrir hestana þannig tókst að tosa þá upp á ísinn. Engin alvarleg slys urðu á hestum og mönnum en nokkrir hestanna voru kaldir eftir volkið.
 
 

 

 

 

03.02.2009 15:43

Stjórn LH fundar á Blönduósi
Stjórn LH heldur vinnufund á Blönduósi um næstu helgi. Í tengslum við fundinn er hestamönnum í Húnaþingi, Skagafirði og Siglufirði boðið til almenns fundar næstkomandi föstudag, 6. febrúar, í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.

Stjórnum Glæsis, Léttfeta, Stíganda, Neista, Þyts, Snarfara og Svaða hefur verið boðið formlega á fundinn. Það skal þó sérstaklega tekið fram að allir hestamenn eru velkomnir. Til umræðu verður verkefnastaða LH: Landsmót 2008 og Landsmót framtíðarinnar, æskulýðsmálin, keppnismál, tölvumál, WorldFengur og samstarfið við FEIF svo einhver atriði séu nefnd.

Tilgangur fundarins að hlýða á rödd hins almenna félagsmanns í viðkomandi félögum. Þess vegna eru allir sem láta sig málefni hestamanna varða hvattir til að mæta og láta í sér heyra. Og að sjálfssögðu verður heitt á könnunni.

Stjórn Landssambands hestamannafélaga
Flettingar í dag: 760
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 485
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 432822
Samtals gestir: 51135
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 23:02:37

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere