Færslur: 2009 Nóvember

30.11.2009 21:19

Stelpur þá er komið að því ....


Knapamerki 1 fyrir konur, á öllum aldri, verður í boði eftir áramót og mun Ólafur Magnússon sjá um kennslu. Áhugasamar vinsamlegast skrái sig á  netfang Neista  eða hafi samband við Selmu í síma 661 9961.

Upplýsingar um knapamerkin má lesa hér.

30.11.2009 21:06

Frá Æskulýðsnefnd Neista


Í vetur mun æskulýðsnefnd Neista standa fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga eins og undanfarin ár ef næg þátttaka fæst. Fyrirhugað er að þau verði með svipuðu sniði og í fyrra, þ.e. fyrir byrjendur og lengra komna og knapamerki 1, 2 og 3 (3 tekið á tveim vetrum).
Það væri gott ef áhugasamir myndu skrá sig á  netfang Neista,  hjá Sillu í síma 6918228 eða hjá Selmu í síma 6619961 til að hægt sé að fara að skipuleggja vetrarstarfið.
Fram þarf að koma nafn og aldur viðkomandi, einnig í hvaða hóp hann vill skrá sig í. Aldurstakmark í knapamerki 1 er 12 ára og forkröfur í knapamerki 2  er að hafa lokið knapamerki 1 og það sama gildir um knapamerki 3, forkröfur að hafa lokið knapamerki 2. 


Æskulýðsnefnd Neista

24.11.2009 08:14

Lotning frá Þúfum


Þau leiðu mistök urðu við verðlaunaveitingu kynbótahrossa á uppskeruhátíð að Klóra frá Hofi, 10 v., var sögð hæst í flokki 7. vetra og eldri  með aðaleinkunn 8,06. Hið rétta er að Lotning frá Þúfum, 8 v.,  er aðeins hærri, eða með aðaleinkunina  8,08.
Hefur þetta verið leiðrétt við Ragnar og Söndru á Efri-Mýrum eigendur Lotningar.

Lotning frá Þúfum

F: Hróður frá Refsstöðum M: Rósamunda frá Kleifum
B: 8,14 H: 8,03 A: 8,08
Ræktandi Gísli Gíslason. Eigendur Ragnar Stefánsson og Sandra Marin
Sýnandi Mette Mannseth


 
Lotning og Raggi á Félagsmóti Neista í júní 2009

22.11.2009 23:08

Góð uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð bænda og hestamann var í gærkvöldi og tókst vel í alla staði.
Borðin svignuðu undan verðlaunum fyrir hesta, kýr og kindur....
         


Knapi ársins 2009 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon. Hann gerði það afar gott á keppnisvellinum í ár ........hann varð í 1. sæti í tölti í KS-Deildinni á Gáska frá Sveinsstöðum með 7,72
í 4. sæti í fjórgangi í KS-Deildinni á Gáska með 7.00
í 4. sæti í tölti á Ís-Landsmóti á Svínavatni á Gáska með 7,67
í 2. stæti  í Stjörnutölti 2009 á Gáska með 7,54
í 4. sæti í A-flokki í Húnvetnsku liðakeppninni á Fregn frá Gýgjarhóli m5,3

í 1. sæti í tölti á Félagsmóti Neista
 á Gleði frá Sveinsstöðum með  6,44

í 3. sæti í A-flokki á Félagsmóti Neista á Fregn með 8,33

í 1. sæti í B-flokki á Félagsmóti Neista á Gáska  með  8,70

Hann var valinn knapi Félagsmóts Neista og Gáski glæsilegasti hesturinn enda afar flott par þar á ferð. 


Á Fjórðungsmóti á Kaldármelum varð hann í 5. sæti í B-flokki
á Gáska með 8,61


Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra
Smáralind frá Skagaströnd
F: Smári frá Skagaströnd  M: Sól frá Litla Kambi
B; 8,00  H; 8,06 A 8,04
Ræktandi og eigandi Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi Erlingur Erlingsson

5 vetra
Gangskör frá Geitaskarði
F: Gustur frá Hóli M: Bylgja frá Svignaskarði
B: 8,09 H: 8.08 A: 8.09
Ræktendur og eigendur Sigurður Ágústsson og Sigurður Levy
Sýnandi Daníel Jónsson

6 vetra
Sif frá Brekku
F: Kveikur frá Miðsitju M: Laufa frá Brekku
B: 7.90 H: 8,30 A: 8,14
Ræktandi og eigandi Haukur Magnússon
Sýnandi Jakob Sigurðsson

7  vetra og eldri
Klóra frá Hofi
F: Kormákur frá Flugumýri M: Flóra frá Hofi
B: 8,16 H: 7,99 A: 8,06
Ræktendur og eigendur Jón Gíslason og Eline Schrijver
Sýnandi Sigurður Sigurðarson


Stóðhestar

4 vetra
Dofri frá Steinnesi
F: Gígjar frá Auðsholtshjáleigu M: Dáð frá Steinnesi
B: 8,16 H: 8,26 A: 8,22
Ræktandi og eigandi Magnús Jósefsson
Sýnandi Agnar Þór Magnússon

5 vetra
Tryggvi Geir frá Steinnesi
F: Parker frá Sólheimum M: Dimma frá Sigríðarstöðum
B: 7,93 H: 8,10 A: 8,03
Ræktandi Magnús Jósefsson. Eigendur Tryggvi Björnsson og Ásgeir Blöndal
Sýnandi Artemisia Bertus

6 vetra
Prímus frá Brekkukoti
F: Parker frá Sólheimum M: Drottning frá Hemlu
B: 8,11 H: 7,95 A: 8,02
Eigendur Pétur Snær Sæmundsson og Magnús Ágústsson
Sýnandi Þórður Þorgeirsson

7 vetra og eldri
Grásteinn frá Brekku í Fljótsdal
F: Gustur frá Hóli M: Skuggsjá frá Brimnesi
B: 8,33 H: 8,68 A: 8,54
Ræktandi Hallgrímur Þórhallsson. Eigendur Hallgrímur Þórhallsson og Tryggvi Björnsson
Sýnandi Tryggvi Björnsson

Farandbikarar eru fyrir hæst dæmdu hross á Héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.

Sölufélagsbikarinn fékk hæst dæmda hryssa á héraðssýninguLotning frá Þúfum

F: Hróður frá Refsstöðum M: Rósamunda frá Kleifum
B: 8,14 H: 8,03 A: 8,08
Ræktandi Gísli Gíslason. Eigendur Ragnar Stefánsson og Sandra Marin
Sýnandi Mette Mannseth.

Búnaðarbankabikarinn fékk hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu.Grásteinn frá Brekku í Fljótsdal
F: Gustur frá Hóli M: Skuggsjá frá Brimnesi
B: 8,33 H: 8,68 A: 8,54
Ræktandi Hallgrímur Þórhallsson. Eigendur Hallgrímur Þórhallsson og Tryggvi Björnsson
Sýnandi Tryggvi Björnsson

Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns en sama hvar það er sýnt.Grásteinn frá Brekku í Fljótsdal
F: Gustur frá Hóli M: Skuggsjá frá Brimnesi
B: 8,33 H: 8,68 A: 8,54
Ræktandi Hallgrímur Þórhallsson. Eigendur Hallgrímur Þórhallsson og Tryggvi Björnsson
Sýnandi Tryggvi Björnsson

Nýr farandbikar var gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti í Austur-Húnavatnssýslu.


Dofri frá Steinnesi

F: Gígjar frá Auðsholtshjáleigu M: Dáð frá Steinnesi
B: 8,16 H: 8,23 A: 8,22
Ræktandi og eigandi Magnús Jósefsson
Sýnandi Agnar Þór Magnússon


Ræktunarbú ársins 2009 er SteinnesFrá Steinnesi voru sýndir 5 stóðhestar og fóru 4 þeirra í 1. verðlaun
Glettingur 8.v.  A: 8,26
Tryggvi Geir 5.v. A: 8,03
Kiljan 5. v. A: 8,59
Dofri 4.v. A: 8,22
Gleypnir 4.v. A: 7.71

Sýndar voru 9 hryssur frá Steinnesi og þar af fóru 4 í 1. verðlaun.19.11.2009 16:09

KS-Deildin byrjar á þorra


Deildin, verður haldin í þriðja sinn í vetur. Mótaröðin fer að venju fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkóki. Eyþór Jónasson, framkvæmdastjóri Svaðastaðahallarinnar og einn af eigendum KS-Deildarinnar, segir að hvergi verði slakað á í vetur. Kaupfélag Skagfirðinga standi sterkt að baki deildarinnar og fullur byr sé í seglunum. Eyþór segir að mikill áhugi sé á meðal knapa á svæðinu og býst við töluvert meiri þátttöku í úrtöku en í fyrra. Úrtakan fer fram í janúar á nýju ári og fyrsta mótið seinni partinn í febrúar. Árni Gunnarsson hjá kvikmyndagerðinni Skottu ehf. mun gera sjónvarpsþætti um mótaröðina eins og í fyrra.heimild: www.vb.is

19.11.2009 16:06

Dagskrá Landsmóts

Dagskrá Landsmótsins komin á netið! Hana má finna á heimasíðu okkar Landsmót.is undir dagskrárhlutanum.
Athugul augu taka eflaust eftir því að dagskrá mótsins hefur verið lengd um einn dag, en keppni hefst nú á sunnudegi en ekki mánudegi eins og fyrri ár. Það er því meira af móti í boði fyrir alla sanna hestaunnendur!
Netmiðasala fer í gang í janúar og það er vel hægt að láta sér hlakka til þess að tryggja sér miða á mótið. Við setjum markið hátt og hlökkum til stórkostlegrar fjölskylduhátíðar með söng, gleði og bestu gæðingum landsins.

18.11.2009 08:23

Dagskrá vetrarins

Dagskrá vetrarins er í fullum undirbúningi og verður sett hér inn á vefinn fljótlega.

Búið er að funda með Skagfirðingum og V-Húnvetningum um skipulag vetrarins og má segja að mót vetrarins á svæðinu byrji 27. janúar með úrtöku fyrir KS-deildina á Sauðárkróki.

Í gærkvöldi var fundur með Æskulýðsnefndunum úr Skagafirði og V-Hún um fyrirhuguð Grunnskólamót,  Grunnskólamót Hestamannafélaganna, þ.e. hestamannafélögin standa að þessum mótum en krakkarnir safna stigum fyrir sinn skóla. Sama stigafyrirkomulag og í fyrraemoticon
      
Ákveðið var að keppt yrði í einni grein, pollaflokki og skeiði á hverjum stað.

Grunnskólamót Hestamannafélaganna verða:

21. febrúar á Blönduósi. Keppt verður í smala, pollaflokki og skeiði.
7. mars á Hvammstanga. Keppt verður í þrígangi - fjórgangi, pollaflokki og skeiði.
18. apríl á Sauðárkróki. Keppt veður í tölti, pollaflokki og skeiði.


Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

5. febrúar
- Fjórgangur
19. febrúar - Smali
12. mars - Fimmgangur
9. apríl - Tölt


Ís-landsmótið á Svínavatni verður 6. mars15.11.2009 21:38

Reiðhallarnotendur - Viljamenn og konur


Þann 1. nóvember hófst nýtt tímabil hjá okkur notendum reiðhallar.  Allir eru hvattir til að nýta sér höllina eins og kostur er.

 
Nýir leigjendur eru nú í höllinni þau Raggi og Sandra og vonum við að samstarfið við þau verði farsælt fyrir alla.
 
Fyrirkomulagið er með svipuðu sniði og verið hefur þ.e. þau hafa höllina alveg út af fyrir sig til kl. 13:00 en þá hefst okkar tími. Þeim Ragga og Söndru er þó heimil notkun eftir hádegi ef fátt er í höllinni og að höfðu góðu samráði við aðra.
 
Við ætlum að muna að hirða upp skítinn eftir hestana okkar og hafa hurðir lokaðar svo við missum ekki þann lága hita sem í höllinni er út í buskann. Við sýnum hvert öðru tillitsemi og slökkvum ljósið ef við teljum að við séum síðust út úr höllinni.
 
Ef eitthvað er sem þarf að ræða eða benda á sem betur má fara þá skal tala um það við Hödda (8940081) sem hefur umsjón í höllinni þangað til annað verður auglýst. Í stjórn Reiðhallarinnar Arnargerðis ehf. eru þeir Guðmundur Sigfússon, Jón Gíslason og Magnús Jósefsson og má einnig snúa sér til þeirra.
 
Næstum allir hafa nú greitt eða samið vegna árgjalda 2009 en reikningurinn er 307-26-106506, kt. 650699-2979. Gjaldið er 14.000 kr.
ATH. fáeinir greiðsluþjónustuaðilar eiga eftir að breyta upphæðum sínum.
 
Lifið heil.

06.11.2009 14:02

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð

húnvetnskra bænda og hestamanna

verður haldin  laugardaginn 21. nóvember
n.k í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Hátíðin hefst kl:20:30 með fordrykk í boði SAH-Afurða.


Matseðill

Forréttur: Grafinn lax, Reyktur lax, Sjávarréttapaté, Sveitapaté og Pastarami piparskinka með tilheyrandi meðlæti.                                       

        Aðalréttur: Kryddaður Lambavöðvi, Murg Afghani Kjúklingabringa ogRoast Nautalund með tilheyrandi meðlæti og sósum.

 Eftirréttur: Kaffi og konfekt.

Hátíðarstjórn verður í höndum Gríms Atlasonar,
hljómleikahaldara og sveitastjóra Dalabyggðar
.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar sér um
að við slítum skósólunum fram eftir nóttu.

Verð kr:4500.

-miðinn gildir sem happadrættismiði, stórglæsilegir vinningar-

Tryggið ykkur miða hjá eftirtöldum aðilum eigi

síðar en þriðjudaginn 17.nóvember n.k.

Ingibjörg og Páll, s:452-4353               Silla og Hilmar, s:452-4644

Sigurbjörg og Svavar, s:452-7128      Jóna Fanney og Hjörtur, s:452-4416.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti.


Sérstakar þakkir fá:

SAH-Afurðir, Lífland , Sorphreinsun Vilhelms Harðar, KS, MS/Auðhumla, Dregill, SS ,Drifkraftur, Léttitækni, Vélsmiðja Alla, N1 píparinn, Kjalfell, Ístex, Jötunn vélar, Bændaþj.Eymundar, Vís, Blönduvirkjun, Landsbankinn Skagaströnd, Fisk Seafood, Húnavatnshreppur, Hársnyrtistofan Flix,  Hárgreiðustofa Bryndísar Braga, Bæjarblómið, Samkaup/Úrval, Vilkó, Hótel Blönduós, Lyfja Blönduósi, Búnaðarfélag Svínavatnshrepps.


04.11.2009 21:09

Líf að færast í hesthúsahverfið

Þau Sandra Marin og Ragnar Stefánsson á Efri Mýrum hafa tekið hesthúsið við Reiðhöllina í Arnargerði á leigu og verða með starfsemi sína, tamningar, þjálfun og kennslu, þar í vetur.
Ragnar var að flytja hross í hesthúsið þegar fréttaritari var á ferð í hverfinu sl. sunnudag og var búinn að hitta Hörð, umsjónarmann Reiðhallarinnar og ganga frá pappírunum.Hann teymdi hvert hrossið á fætur öðru í hesthúsið og var búinn að fara 3 ferðir þann daginn að ferja hross niður eftir.
Hér er hann með Dís frá Kýrholti en hún er merkt Skjá einum emoticon     


Þau hjón fengu góðar mótttökur þegar þau mættu í vinnuna á mánudagsmorgunn en þá beið þessi flotta skúffukaka handa þeim emoticon


Þau eru ánægð með aðstöðuna og hlakka til vetrarins.
Mörg spennandi hross eru komin og koma inn í tamningu og þjálfun. Inn eru komnir 3 graðhestar, þeir Maur frá Fornhaga sem er á 6. vetur og  Smyrill frá Oddssstöðum, á 5. vetur undan Sæ frá Bakkakoti. Einnig spennandi foli á 4 vetur, Áfangi frá Sauðanesi sem er undan Hágangi frá Narfastöðum og Slæðu frá Sauðanesi.
Úr þeirra rætun eru komnar inn þær Fruma og  Frökk frá Akureyri og Smáradóttirin Stikla frá Efri-Mýrum. Lotning frá Þúfum er væntanleg inn mjög fljólega.

Svo virkilega spennandi vetur framundan hjá þeim en á
samt því að temja og þjálfa mun Sandra kenna í æskulýðsstarfinu í vetur eins og í fyrra.
 

  • 1
Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 1635
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2592457
Samtals gestir: 423125
Tölur uppfærðar: 7.12.2021 11:14:07

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere