Meistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum, KS-deildin, verður haldin í
 fjórða sinn í vetur. Mótaröðin fer að venju fram í Svaðastaðahöllinni á
 Sauðárkóki.26. janúar nk verður úrtaka en sex sæti eru laus í 
deildina. Þeir sem ætla í úrtöku er bent á að skrá sig nú þegar á 
netfangið: [email protected]. Allra síðasti skráningardagur er 
23.jan. Nánari  upplýsingar í síma : 842-5240
Mótadagar verða:
26.jan: Úrtaka fyrir þau 6.sæti sem laus eru.  Síðasti skráningardagur 23.janúar
16.feb: Fjórgangur
2.mars: Fimmgangur
16.mars: Tölt
30.mars: Smali og skeið.
Kaupfélag Skagfirðinga mun eins og áður, vera styrktaraðili Meistaradeildar Norðurlands.