06.03.2010 16:52

Úrslit á Ís-landsmóti




Það var samhljóða ákvörðun mótsnefndar að halda Ís-Landsmótið í dag, þrátt fyrir slæmt veður á mótsstað, og í raun um mest allt land.  Engu að síður voru margir keppendur mættir á svæðið, sumir um mjög langan veg, og það hefði  verið í fyllsta máta ósanngjarnt gagnvart þeim    fresta mótinu, eða fella það niður,  enda er það svo að aldrei yrði hægt að finna nýjan tíma sem hentaði öllum.

Mótið gekk vel að teknu tilliti til aðstæðna, og glæsitilþrif sáust hjá       keppendum.  Undirbúningsnefnd mótsins þakkar keppendum kærlega fyrir komuna og vonar að þeir hafi átt góða ferð heim.  Einnig þökkum við hinum fölmörgu styrktaraðilum fyrir stuðninginn  og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt.  Verðlaunaafhending fór fram í félagsheimilunu Dalsmynni í mótslok

Næsta Ís-Landsmót verður haldið á sama stað að ári, nánar tiltekið laugardaginn  5. mars 2011.


Úrslit urðu þessi:


B-flokkur

  Tryggvi og Bragi


1. Tryggvi Björnsson og Bragi frá Kópavogi   8,53 / 8,73

2. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum  8,51 / 8,44

3. Elvar Einarsson og Stimpill frá Vatni  8,44 / 8,46  Tryggvi knapi í forkeppni

4. Svavar Hreiðarsson og Johnny be good frá Hala  8,33 / 8,36

5. Jakob S. Sigurðsson og Glettingur frá St. Sandfelli 2   8,30 / 8,34

6. Ragnar Stefánsson og Lotning frá Þúfum  8,29 / 8,27

7. Ingólfur Pálmason og Dreyri frá Hjaltastöðum  8,27 / 8,50

8. Birna Tryggvadóttir og Elva frá Miklagarði    8,17 / 8,23



A-flokkur

Jakob og Vörður


1. Jakob Svavar Sigurðsson og Vörður frá Árbæ  8,44 / 8,53

2. Páll Bjarki Pálsson og Hreimur frá Flugumýri II  8,43 / 8,43

3. Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti   8,36 / 8,37

4. Sigurður Pálsson og Glettingur frá Steinnesi  8,31/8,36 Páll knapi í forkeppni

5. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi  8,30 / 8,37

6. Hlynur Guðmundsson og Draumur frá Ytri-Skógum  8,19 / 8,11

7. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli  8,18  /  8,41

8. Tryggvi Björnsson og Dáðadrengur frá Köldukinn   8,06/8,06  Elvar knapi í forkeppni



Tölt

  Jakob og Árborg


1. Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey  7,50 / 6,83

2. Leó Geir Arnarsson og Krít frá Miðhjáleigu  7,17 / 7,33

3. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum   7,00 / 6,67

4. Tryggvi Björnsson og Penni frá Glæsibæ  6,83 / 6,50

5. Camilla Petra Sigurðardóttir og Blær frá Kálfholti  6,67 / 6,17

6. Elvar Einarsson og Mön frá Lækjamóti  6,67  /  6,67

    Eftirtaldir luku ekki keppni

    Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Úði frá Húsavík

    Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum



  Ís-landsmót


Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 442247
Samtals gestir: 52834
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 00:02:30

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere