11.04.2010 09:55

Frábær æskulýðssýning


Æskulýðssýning Neista var í gær og tóku tæplega 40 börn, á öllum aldri, þátt í henni.

Elín Hulda Harðardóttir opnaði sýninguna á henni Móheiði sinni og var Elínu veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur og framför á árinu 2009. Áttu þær stöllur margan góðan sprettinn á keppnisbrautinn 2009, urðu t.d. í 4. sæti í unglingaflokki á Fjórðungsmóti.



Elín Hulda og Móheiður á Landsmóti 2008


Elstu krakkarnir, 7 talsins, voru með 3 atriði, knapahreysti þar sem 2 lið kepptu sín á milli í ýmsum þrautum þar sem rauða liðið vann. Síðan var hindrunarstökk og svo var kennarinn þeirra Sandra Marín með sýnikennslu. Mjög skemmtilegt og flott hjá þeim.



Hanna Lindmark og Christina Mai náðu 17 indíánum og kúrekum saman í keppni. Þeir kepptu sín á milli í 2 mismunandi þrautum, annars vegar héldu þau á sigti með bolta í og riðu milli stika og hins vegar í slaufur milli stika. Mikil spenna var á síðustu metrunum og fór það svo að indíánar unnu sigtakeppnina en kúrekarnir slaufur, svo bæði liðin fengu verðlaun.



Minnstu krakkarnir, 12 talsins, voru trúðar, riðu berbakt og gerðu ýmsar æfingar á hestbaki, sneru sér við, stóðu upp og gerðu aðrar jafnvægisæfingar. Rosalega dugleg og flott. Sonja Noack hefur leiðbeint þessum krökkum í vetur.



Í lokin voru allir krakkarnir og kennararnir þeirra kallaðir upp þeim veitt smá viðurkenning fyrir frábæra frammistöðu, dugnað, áhuga og bara fyrir hvað við eigum flotta og duglega krakka. Við megum vera mjög stolt af þeim.



Æskulýðsnefndin þakkar öllum þeim sem að þessari sýningu kom á einn eða annan hátt fyrir, án ykkar hefði þessi sýning ekki orðið að veruleika. Gaman að geta átt frábæran og eftirminnilegan dag og fengið að njóta þess að horfa á frábæra krakka á frábærri sýningu. Takk fyrir öll.


Myndir eru komnar inn í myndaalbúm.
Helga Thoroddsen tók fullt af myndum og sendi okkur. Kærar þakkir fyrir.
Selma Svavarsdóttir tók líka nokkrar myndir. Kærar þakkir fyrir.


Flettingar í dag: 476
Gestir í dag: 281
Flettingar í gær: 909
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 442208
Samtals gestir: 52815
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 19:50:52

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere