30.04.2010 15:34

Hestahósti

Starfsemi lamast af völdum hestahósta
Hóstapest í hrossum breiðist út um landið og hefur víða haft áhrif á hestatengda atvinnustarfsemi svo og mótahald. Pestin er lúmsk og endar í sumum tilvikum í illskeyttri bakteríusýkingu. Ekki er vitað um orsök eða tegund hennar.
DÝRAHALD Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið.

DÝRAHALD Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið.

Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma.

Að sögn Sigríðar hefur enn ekki fundist hvað veldur pestinni. Hins vegar hafa þekktar sýkingapestir í öndunarfærum hrossa verið útilokaðar með veitugreiningu. Allt þykir benda til að um veirusýkingu sé að ræða sem magnast upp í þéttskipuðum hesthúsum. Bakteríusýkingar virðast í mörgum tilfellum fylgja í kjölfarið og geta hrossin þá fengið hita og graftarkenndan hor í nös. Bakteríuræktun hefur leitt í ljós að oft er um að ræða streptókokka sem nú er verið að greina nánar. Slíkar sýkingar er í mörgum tilfellum hægt að meðhöndla til að flýta bata hrossanna.

Nú er að koma í ljós að mörg hross eru lengi með hóstapestina, allt upp í fjórar vikur, og enn sér ekki fyrir endann á því hversu lengi þau verða að jafna sig að fullu. Unnið er áfram að greiningu hennar bæði á Tilraunastöðinni á Keldum og á Dýralækningastofnun Svíþjóðar.

"Pestin er mjög lúmsk þegar hún er að byrja," segir Sigríður. "Síðan magnast hún upp með tímanum og fer að breiðast út. Allra fyrstu einkenni eru þurr hósti, glært nefrennsli og slappleiki sem þó verður aðeins vart í reið. Hestarnir sækja gjarnan niður með hausinn til að hósta.

Ég legg mikið upp úr því að eigendur hrossa átti sig því fljótt á því ef þau veikjast. Þá er nauðsynlegt að gefa þeim frí og búa vel að þeim. Mikilvægt er að loftið sé gott, en alls ekki kalt. Með vorinu á að vera hægt að koma betur til móts þessar þarfir."

Sigríður segir ekki vitað til þess að hross hafi drepist í kjölfar pestarinnar né orðið það alvarlega veik að þeim hafi verið hætta búin. Mörg hrossanna gangi í gegnum veikindin án þess að fá hita.

"Hins vegar er vandinn sá að þetta situr lengur í hrossunum heldur en við héldum í fyrstu og kemur þess vegna verr við alla hestatengda starfsemi. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta valdi hrossunum varanlegu tjóni."

Sigríður segir að pestin raski að líkindum vorsýningum kynbótahrossa, þannig að meginþunginn verði á síðsumarsýningunum.

[email protected]

Flettingar í dag: 1082
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433935
Samtals gestir: 51229
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:50:06

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere