27.12.2017 08:57Námskeið vetur 2018Í vetur verða eftirfarandi reiðnámskeið í boði hjá Neista. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir ætlar að kenna hjá okkur í vetur en hún er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Skráning fer fram hjá Guðrúnu á [email protected] eða í síma 695-8766. Síðasti skráningardagur er 6. janúar.
Kynningarfundur um æskulýðsstarfið verður haldinn fimmtudaginn 4. janúar kl. 17:00 í reiðhöllinni. Þar verður farið nánar yfir skipulag vetrarins.
Pollanámskeið – teymdir Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Foreldrar/aðstoðarmenn nemanda teyma undir börnunum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Pollanámskeið – ekki teymdir Fyrir þau sem eru tilbúin að stjórna sjálf. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og stjórnun hestsins í gegnum leik og þrautir. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Almennt reiðnámskeið 8 – 10 ára Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki.
Almennt reiðnámskeið 11 – 14 ára Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka 11-14 ára. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins, að þekkja gangtegundir og gangskiptingar. Leikir og þrautir á hestbaki.
Einnig verður boðið upp á kennslu í Knapamerkjum. Knapamerkin eru stigskipt nám sem fela í sér að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni. Nemendur eru leiddir stig af stigi í takt við getu og áhuga.
Knapamerki 1 - 12 ára og eldri
Knapamerki 2
Knapamerki 3 og 4 Mögulega verða knapamerki 3 og 4 kennd ef áhugi er fyrir hendi. Fjöldi tíma, tímasetningar og verð verður gefið upp að loknum síðasta skráningardegi.
Einka- eða parakennsla fyrir fullorðna Einstaklingsmiðaðir reiðtímar sem fela í sér að aðstoða nemendur í að ná þeim raunhæfu markmiðum sem þeir setja sér með sjálfan sig og sinn hest jafnt byrjendur sem lengra komna.
Einnig er stefnt að því að fá til okkar gestakennara ef áhugi er fyrir hendi og myndi sú kennsla fara fram um helgi. Tvo til þrjá daga í röð.
Nánari upplýsingar um námskeiðin, svo sem tímafjölda og verð, má finna undir flipanum Námskeið vetur 2018 á stikunni hér hægra megin.
Skrifað af Harpa 20.11.2017 18:49Uppskeruhátíð 2017Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin 18. nóvember sl. og eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.
Innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu.
Stóðhestar 6. vetra 18.08.2017 14:33Dagskrá og ráslistar (uppfært)Dagskrá 13:00 Tölt 13:40 Barnaflokkur 13:50 A flokkur 14:15 Unglingaflokkur 14:45 B flokkur 15:30 Hlé 15:45 Úrslit byrja Úrslit Tölt Úrslit Barnaflokkur Úrslit A flokkur Úrslit Unglingaflokkur Úrslit B flokkur Skeið
Klukkan 19:00 verður boðið uppá grill og léttar veitingar í reiðhöllinni. Neistafélagar og velunnarar velkomnir. Trúbador mun spila eftir matinn.
Ráslistar
A flokkur
B flokkur
Barnaflokkur
Skeið
Tölt
Unglingaflokkur
17.08.2017 10:57Félagsmót - uppskeruhátíð.
Á laugardaginn kemur 19. ágúst eftir hádegið verður félagsmót Neista, mun dagskrá og ráslistar koma á morgun föstudag. Eftir mótið verður boðið í grill og léttar veitingar ásamt því að trúbador spilar eftir matinn. Tekið verður við pöntunum á nýjum Neistajökkum (hægt verður að máta). Allir Neistafélagar og velunnarar velkomnir.
13.08.2017 10:28 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
Keppnin í fimmgangi ungmenna á Hólum var um fimm leytið í dag í úrhellisrigningu en þar náðu Ásdís og Sleipnir 6. sætinu með 6.26 í einkunn. Vel gert. Innilega til hamingju með það. Þá er það Holland næst, gangi þér vel þar |
|
||
|
Ásdís Brynja vann B-úrslit í fimmgangi ungmenna á Íslandsmótinu í dag á Sleipni og keppir því í A-úrslitum á morgun. Því miður fékk Lara ekki sæti í Hollenska liðinu þrátt fyrir mikla vinnu og þjálfun úti í Hollandi. Glæsileg ástundun og árangur hjá þeim báðum, til hamingju með það. |
|
||
Ásdís Brynja og Sleipnir frá Runnum hafa verið í þjálfunarbúðum og æft stíft hjá Sigga Matt og Eddu Rún til að reyna við þátttökurétt á Heimsmeistramótið sem fram fer í Hollandi í ágúst. Þau tóku þátt í fimmgangi á Íslandsmóti fullorðinna á Hellu nú um helgina og náðu frábærum árangri. Einungis þau ungmenni sem reyndu við þátttöku á Heimsmeistaramótið fengu að taka þátt. Ásdís og Sleipnir fengu hærri einkunn en þau ungmenni sem tóku þátt í úrtöku fyrir nokkrum vikum síðan. Frábært hjá Ásdísi og Sleipni.
![]() |
Lara Margrét og Zelda frá Sörlatungu tóku þátt í skeiðmóti í Oirschot en þar var úrtaka í skeiðgreinum.
Þær eru nýbyrjaðar að þjálfa saman og Lara ekki mikið riðið skeið hingað til en þær náðu frábærum tíma 7,98, 1. sætið í unglingaflokki og 2. sæti í fullorðinsflokki.
Zelda er í eigu Mike van Engelen sem þjálfaði þær fyrir skeiðið.
Lara hefur verið í Hollandi meira eða minna síðan í byrjun mai. Hún hefur aðallega verið að þjálfa Örk frá Hjarðartúni í T2. Eigandi Arkar er Mieke van Herwijnen, sem hefur þjálfað þær saman. Tækifærið með Zeldu kom upp fyrir hálfum mánuð en þær keppa í 100 m skeiði og gæðingaskeið. Hún getur bara farið með aðra þeirra, en á meira sjens ef hún er með fleiri hross.
Báðar hafa tekið þátt í fimm úrtökumótum. Lara á eina eftir sem verður í Hollandi núna um helgina. Í Hollandi þarf að ná lágmarkseinkunn, tvisvar í hverjum flokk fyrir sig til að eiga möguleika á að verða valinn í lið.
Aldeilis frábær árangur hjá þeim systrum. Það verður gaman að fylgjast með hvort þær verða valdar í liðið, en það fá þær að vita nk. laugardagskvöld.
Miðvikudagur 28. júní
Aðalvöllur:
08:30 Knapafundur
09:30-12:00 Ungmennaflokkur forkeppni
12:00-13:00 Hlé
13:00-14:00 Tölt 17 ára og yngri (T1) forkeppni
14:00- B flokkur gæðinga forkeppni
Hestar nr. 1-20
Hlé í 15 mín.
Hestar nr. 21-40
Hlé í 15 mín
Hestar nr. 41-
Félagsheimili Skugga:
20:00 Vörn og kynning á meistararitgerð Gunnars Reynissonar:
Hreyfigreiningar á tölti og skeiði íslenska hestsins
Kynbótavöllur:
10:30-12:00 Hryssur 4 vetra
13:00-17:00 Hryssur 5 og 6 vetra (15 mín hlé kl. 14:30 og 16:00)
17:00-18:00 Hryssur 7 vetra og eldri
Fimmtudagur 29. júní
Aðalvöllur:
09:00-11:30 Unglingaflokkur forkeppni
11:30-12:30 Hlé
12:30-14:00 Barnaflokkur forkeppni
14:15 Forkeppni A flokkur
Hestar nr. 1-20
Hlé í 15 mín
Hestar nr. 21-40
Hlé í 15 mín
Hestar nr. 41-
Kynbótavöllur:
10:30-12:00 Stóðhestar 4 vetra
12:00-13:00 Hlé
13:00-14:20 Stóðhestar 5 vetra
14:20-15:00 Stóðhestar 6 vetra
15:00-15:15 Hlé
15:15-16:00 Stóðhestar 6 vetra
16:00-17:00 Stóðhestar 7 vetra og eldri
Föstudagur 30. júní
Aðalvöllur:
09:00-11:30 Tölt opinn flokkur (T1) forkeppni
12:30-13:00 Mótssetning og skrúðganga hestamanna (án hrossa)
13:00-14:30 Yfirlitssýning hryssur
14:30-14:50 Hlé
14:50-15:30 Barnaflokkur B úrslit
15:30-16:10 Unglingaflokkur B úrslit
16:10-16:50 Ungmennaflokkur B úrslit
16:50-19:00 Hlé
19:00-20:30 100 m fljúgandi skeið
20:30-21:00 B úrslit í tölti opinn flokkur
23:00-03:00 Dansleikur í reiðhöll með Stuðlabandinu
Laugardagur 1. júlí
Aðalvöllur:
10:00-12:00 Yfirlitssýning stóðhestar
13:00-13:40 Barnaflokkur A úrslit
13:40-14:20 Unglingaflokkur A úrslit
14:20-15:00 Ungmennaflokkur A úrslit
15:00-15:40 B úrslit í B flokk
16:00-17:00 Sýning ræktunarbúa
17:00-19:00 Hlé
19:00-19:40 A flokkur gæðinga B úrslit
19:40-20:20 Tölt (T1) 17 ára og yngri A úrslit
20:20-21:20 Tölt opinn flokkur (T1) A úrslit
21:20-22:00 Kvöldvaka á aðalvelli eða í reiðhöll (fer eftir veðri)
Sunnudagur 2. júlí
Aðalvöllur:
10:00-11:30 Hryssur verðlaunaafhending
12:00-12:30 B flokkur gæðinga A úrslit
12:30-13:15 Stóðhestar verðlaunaafhending
13:30:14:10 A flokkur gæðinga A úrslit
14:10 Mótsslit
Hestamannafélagið Neisti má senda fjóra fulltrúa á Fjórðungsmót í hverjum flokki. Úrslit kvöldsins urðu þessi:
Ungmennaflokkur
1. Ásdís Brynja og Keisari frá Hofi 8,04
2. Jón Ægir og Taktur frá Fagranesi 7,65
Unglingaflokkur
1. Ásdís Freyja og Pipar frá Reykjum 7,98
2. Lilja og Helena frá Hvammi 2 7,75
3. Sólrún Tinna og Grýla frá Reykjum 7,25
Barnaflokkur
1. Inga Rós og Feykir frá Stekkjardal 7,91
B flokkur
1. Ásdís Brynja og Þjónn frá Hofi 8,24
2. Lara M. og Króna frá Hofi 8,16
3. Berglind og Mirra frá Ytri - Löngumýri 8,12
4. Karen Ósk og Stika frá Blönduósi 8,11
6. Eline og Birta frá Kaldbak 7,99
7. Helgi og Hlynur frá Haukatungu 7,51
A flokkur
1. Ísólfur og Konungur frá Hofi 8,36
2. Ísólfur og Ólga frá Árholti 8,30
3. Elin Ros og Dofri frá Steinnesi 8,19
4. Valur og Birta frá Flögu 8,14
5. Ólafur og Abel frá Sveinsstöðum 8,13
6. Eline og Klaufi frá Hofi 8,11
08:00 Fánar dregnir að hún
10:00-20:00 Sundlaug Blönduóss opin
10:00-17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið
11:00 Guðþjónusta í Blönduóskirkju
11:00-12:00 Hestaleigan Galsi býður á hestbak að Arnargerði 33
12:30 Andlitsmálun fyrir framan leikskólann að Hólabraut 17
Helíumblöðrur og sælgæti til sölu á staðnum (ath enginn posi á staðnum).
13:30 Skrúðganga frá leikskólanum að félagsheimilinu
Hátíðardagskrá við félagsheimilið:
Hugvekja, fjallkona, hátíðarræða og tónlistaratriði
16:30 -17:15 Sápurennibraut í kirkjubrekkunni (ef veður leyfir)
17:15- 18:00 Þrautabraut fyrir yngstu börnin í íþróttahúsinu
20:00-20:50 Kvöldskemmtun Smábæjaleika Arion banka í íþróttahúsinu
Allir velkomnir
Boðið er upp á útsýnisflug frá Blönduósflugvelli þann 17. júní. Einnig bjóðum við upp á flug síðdegis á föstudag og sunnudag. Allt flug fer þó eftir veðri.
Verð fyrir stutt flug kr. 2000 pr. sæti. Fyrir heldur lengra flug kr.3000 pr. sæti. Æskilegt að 3 bóki sig saman en ekki skylda. Pantanir í síma 898 5695 Magnús.
Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti
20:00 Ungmennaflokkur
Ásdís Brynja og Keisari frá Hofi
Jón Ægir og Taktur frá Fagranesi
20:10 Unglingaflokkur
Ásdís Freyja og Pipar frá Reykjum
Lilja og Helena frá Hvammi 2
Sólrún Tinna og Grýla frá Reykjum
20:25 Barnaflokkur
Inga Rós og Feykir frá Stekkjardal
20:30 B flokkur
Veronika og Rós frá Sveinsstöðum
Lara M. og Króna frá Hofi
Ásdís Brynja og Þjónn frá Hofi
Sigurður og Hlynur frá Haukatungu
Eline og Birta frá Kaldbak
Karen Ósk og Stika frá Blönduósi
Berglind og Mirra frá Ytri - Löngumýri
21:00 A flokkur
Ísólfur og Konungur frá Hofi
Ólafur og Abel frá Sveinsstöðum
Eline og Klaufi frá Hofi
Elin Ros og Dofri frá Steinnesi
Valur og Birta frá Flögu
Ísólfur og Ólga frá Árholti
Fanney kemur til okkar að kenna miðvikudaginn 14. júní klukkan 17:00. Þeir sem vilja taka þátt skulu skrá sig fyrir klukkan 21:00 þriðjudagskvöldið 13. júní á [email protected]. Námskeiðið er jafnt fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir keppni og þá sem vilja bæta reiðhestinn sinn. Tímarnir eru 30 mín einkatímar og kennslan fer fram í reiðhöllinni eða á hringvellinum (eftir því hvað hentar).
Verð: - 2.000 kr fyrir börn, unglinga og ungmenni - 4.000 kr fyrir fullorðna.
Eldra efni
Um hestamannafélagið Neista
Nafn:
Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang:
[email protected]Afmælisdagur:
1943Heimilisfang:
540 BlönduósStaðsetning:
BlönduósUm:
Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is