25.02.2014 12:30Úrslit í T-7 tölti í mótaröð NeistaÍ gærkvöldi 24/2, var annað mótið í mótaröð Neista haldið í reiðhöllinni á Blönduósi. Keppt var í tölti T-7 og voru úrslit eftirfarandi:
Barna,- og unglingaflokkur:
24.02.2014 13:23Siggi Sig verður með reiðkennsluSiggi Sig. ætlar að vera með einkatíma fimmtudag og föstudag (27. og 28. febrúar). Frábært tækifæri fyrir Neistamenn og konur til að fá tilsögn frá einum færasta knapa landsins. Aðeins er pláss fyrir 10 manns á námskeiðið, aldurstakmark 18 ár. Fyrstir koma, fyrstir fá. Skráningu lýkur kl. 24.00 á miðvikudagskvöld. Skráning á [email protected] Nánari upplýsingar í síma 848 2947 (Maríanna)
Skrifað af Ásdís 22.02.2014 23:04Mótaröð Neista - T7
Minnum á T7 mánudagskvöld 24. febrúar Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 22:00 sunnudagskvöld 23. febrúar.
Af gefnu tilefni minnum við á að fram þarf að koma IS númer hests og kt. knapa.
Skrifað af selma 21.02.2014 19:56Svínavatn 2014
Mótið verður haldið laugardaginn 1. mars. Ísinn er afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi. Skráningar berist á netfangið [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 25. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og Tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139. Sendið kvittun á [email protected] Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur
19.02.2014 17:42Mótaröð Neista - T7
Keppt verður í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð. Keppt er í unglingaflokki þ.e. 16 ára og yngri, áhugamannaflokki og opnum flokki. Skráningargjald er 1.000 kr fyrir hverja skráningu. Skrifað af selma 19.02.2014 13:49Fundur um málefni hrossaræktarinnar
Sameiginlegur fundur Fagráðs í Hrossarækt, Landssambands Hestamannafélaga (LH) og Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins (RML) um málefni hrossaræktar og hestamennsku verður haldinn í Búnaðarsambandssalnum á Blönduósi (Húnabraut 13)
Skrifað af Selma 16.02.2014 21:55Hólanemar með fræðslukvöld í Reiðhöllinni
Skeiðþjálfun
Fræðslukvöld verður haldið í reiðhöllinni á Blönduósi mánudaginn 17.febrúar og hefst kl 19:30 með fyrirlestri og síðan verður haldin sýnikennsla. Nokkur artriði sem farið verður yfir:
Leiðbeinendur eru 3.árs nemar frá Hólaskóla, Ásta Kara, Ida Thorborg og Hjörvar Ágústsson Skrifað af selma 14.02.2014 10:02FRÉTTABRÉF BHS
Útg.: Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Ábm. Gunnar Ríkharðss.
12.02.2014 10:27Fræðslukvöldi Hólanema frestað til 19. febrúar
Þar sem veðrið, rokið, er afleitt og ekki útlit fyrir það að það skáni í dag þá er fræðslukvöldi Hólanema sem vera átti í kvöld frestað til mánudagins 17. febrúar. 09.02.2014 19:34Úrslit Ístöltsins
Skrifað af selma 09.02.2014 09:55Ístölt - RáslistiRáslisti Ístöltsins á Hnjúkatjörn sem hefst kl. 14.00 í dag.
Skrifað af selma 06.02.2014 20:26Ístöltið 9. febrúar á Hnjúkatjörn
Fyrsta mót vetrarins í Mótaröð Neista, ístöltið, verður haldið á Hnjúkatjörn nk. sunnudag 9. febrúar kl.14.00 ef veður og færð leyfa en því var frestað um sl. helgi vegna slæms veðurútlits. Keppt verður í 3 flokkum í mótaröðinni eins og verið hefur.
2 keppendur eru inn á í einu. Riðinn er einn leggur hægt tölt og til baka tölt með hraðabreytingum. Aftur tölt með hraðabreytingum og svo yfirferðartölt til baka. Alls fjórar ferðir. Úrslit eru riðin í hverjum flokki fyrir sig strax eftir forkeppni. Fimm knapar í úrslitum, með þeirri undantekningu þó ef að einhverjir eru jafnir að stigum. Skráningargjald er kr. 1.500 fyrir fyrstu skráningu og 1.000 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 1.000 fyrir hverja skráningu. Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa líka. Keppendur skrá sig í flokka í upphafi keppni og haldast í þeim flokkum út mótaröðina, með þeim möguleika þó að keppendur mega skrá sig upp um flokk hvenær sem er kjósi þeir það en þá er ekki heimilt að fara til baka og ekki taka þeir með sér þau stig sem að þeir hafi til unnið. Annars gilda almennt reglur LH, og er bent sérstaklega á reglur um fóta,- og beislisbúnað !
Af gefnu tilefni minnum við á að fram þarf að koma IS númer hests og kt. knapa. Þeir sem skráðu sig fyrir síðasta mót þurfa að skrá sig aftur.
Mótanefnd 06.02.2014 10:29Svínavatn 2014
Laugardaginn 1. mars verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins. 31.01.2014 11:21Frestun ísmótsGóðan daginn.....
Nú höfum við tekið þá ákvörðun að fresta mótinu sömum slæmrar veðurspár. Verður auglýst síðar.
Vaxandi norðaustanátt um hádegi, og él. Norðaustan 13-20 m/s og slydduél eða skúrir síðdegis og á morgun. Hiti um og yfir frostmarki en 2 til 5 stig um tíma.
kv
Mótanefnd
Skrifað af HBE 29.01.2014 23:38Ísmót
Eins og er þá er veðurspáin þannig að það er erfitt að ráða í hana. Gæti orðið hvasst og snjókoma og kannski ekki. Ákvörðun verður tekin um hádegisbil á föstudag varðandi mótið. Mótanefnd Skrifað af HBE Flettingar í dag: 798 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 3769 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 1411215 Samtals gestir: 100297 Tölur uppfærðar: 2.11.2025 06:18:34 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is