Sýnikennsla með reiðkennaranum Iben Andersen verður haldin á Gauksmýri, sunnudaginn nk, 13. október kl. 16.00, reiknað er með að sýningin taki um það bil 3 tíma.
Iben hefur starfað víða við tamningar og þjálfun hrossa, á Íslandi, Þýskalandi, Noregi, Danmörku og hjá andfætlingunum í Ástralíu. Í Ástralíu lærði hún aðferðir við frumtamningar sem eru mjög ólíkar þeim sem tíðkast hér á landi. Iben hefur þróað sínar eigin aðferðir við frumtamningar sem vakið hafa talsverða athygli og margir sótt námskeiðin hennar. Sjón er sögu ríkari !
Nú liggja fyrir dagssetningar á mótadögum Meistaradeildar Norðurlands (KS-deildin) veturinn 2014. Keppnin fer fram á miðvikudagskvöldum og byrjar klukkan 20:00 hvert kvöld.
Það er Kaupfélag Skagfirðinga sem er okkar styrktaraðili eins og undanfarin ár.
Keppnisdagar eru þessir
29. janúar úrtaka um þau sæti sem laus eru í deildinni.
26. febrúar fjórgangur
12. mars fimmgangur
26. mars Tölt
9. apríl slaktaumatölt og skeið
Ákveðið hefur verið að keyra liðakeppni samhliða einstaklingskeppninni. Fyrirkomulag liðakeppninnar verður kynnt þegar nær dregur.
Þar sem við komumst yfir disk af Afmælissýningu Neista síðan í vor þá ætlum við að hafa "bíó" og popp og kók fyrir krakkana sem tóku þátt í sýningunni.
Miðvikudaginn 9. október kl. 17.30 í Reiðhöllinni. Sýningin (diskurinn) er uþb 1 klst og 30 mín.
Allir velkomnir, foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur, frændur osfrv. :)
Diskurinn verður tilbúinn í sölu fljótlega. Endilega hafið samband á [email protected] til að panta. Verð kr. 1.500.
Einnig er Stórsýning Húnvetnskra Hestamanna síðan 2009 til á diski, verð kr. 500
Í loftið er komin endurnýjuð og uppfærð heimasíða Knapamerkjanna, knapamerki.is. Á síðunni er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem sækja nám í Knapamerkjum eða eru að kenna þau. Þar er meðal annars hægt að skoða og prenta út próf, sjá myndbönd af reiðprófum, nálgast lista yfir reiðkennara og dómara, panta bækur og senda inn fyrirspurnir. Hægt er að komast inn á heimasíðu Knapamerkjanna með því að fara inn á holar.is og finna þar tengil sem heitir Knapamerki eða með því að slá beint inn vefslóðina: www.knapamerki.is
Skemmtileg umfjöllun er um hestamannafélagið Neista á síðunni, endilega kíkið á það:
http://knapamerki.is/frttir/2013/6/10/molar-vori-2013
Reiðveganefnd hestamannafélagsins Neista situr ekki auðum höndum frekar en fyrri ár en nefndin lagði fram erindi hjá skipulags, byggingar- og veitunefnd Blönduósbæjar í sumar þar sem óskað var eftir afstöðu Blönduósbæjar til lagningar reiðvegar vestan Svínvetningabrautar, framhjá heyrúllusvæðinu, vestur undir hitaveitulögn, til suðurs meðfram hitaveituæð að landamerkjagirðingu við Hjaltabakka og þaðan austur með girðingunni áleiðis að veiðihúsi Laxár á Ásum. Þar kom einnig fram að uppi voru áform að bæta reiðveginn sem liggur frá Svínvetningabraut að landamerkjagirðingu og tengjast þar með þeirri leið sem fjallað er um hér að ofan og að auki að kanna hvort hægt væri að gera reiðleið vestan Svínvetningabrautar frá hesthúsabyggð að áðurnefndri reiðleið.
Skipulags-, byggingar- og veitunefndin tók erindi reiðveganefndar fyrir á fundi og samþykkti uppbyggingu þeirra í samræmi við skipulag.
Þessar framkvæmdir hafa nú verið hafnar og unnið er að því að reiðvegir liggi til allra átta og vonandi lýkur framkvæmdum fyrir veturinn.
Miklar framkvædir hafa verið að undanförnu á vellinum en búið er að gera snúningshringi í báðum endum vallarins svo hægt sé að halda kynbótasýningar á vellinum.
Fréttaritari fór og hitta strákana Tryggva og Þórð í dag og þeir létu vel af sér, allt klárt fyrir fimmtudag en þá verður síðsumarsýningin.
Tryggva fannst ekkert leiðinlegt að moka möl í völlinn.
Spurning hvort Tryggva finnist skemmtilegra að fara brautina á þessu tæki eða hrossi :)
Búið er að taka vel úr hólnum og nægt pláss fyrir snúning.
Síðsumarssýning kynbótahrossa verður á Blönduósi dagana 14. til 16. ágúst næstkomandi. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Síðasti skráningar- og greiðsludagur er þriðjudagurinn 6. ágúst. Verð fyrir fullnaðardóm er 18.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 13.500,- kr. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag áður en sýningin hefst í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Endurgreitt er kr. 11.000,- fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og kr. 8.000,- fyrir hross sem aðeins hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði.
Allar nánari upplýsingar í síma Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða á heimasíðunni www.rml.is þar sem t.d. eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið [email protected].
Minnum á að allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. Úr stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir blóðsýni og spattmynd í WorldFeng svo hægt sé að skrá þá á sýningu.
Allt gott að frétta af okkar fólki á Fjórðungsmóti og allir standa sig frábærlega vel.
Harpa Birgisdóttir og Katla frá Kornsá eru í B-úrslitum í ungmennaflokki með einkunina 8,10
Sigurður Bjarni Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi eru í B-úrslitum í unglingaflokki með einkuna 8,18
Lara Margrét Jónsdóttir og Leiðsla frá Hofi eru í B-úrslitum í barnaflokki með einkunina 8,17
Í B-flokki urðu Gítar frá Stekkjardal og Jakob Víðir Kristjánsson 23. sæti með einkunina 8,33 en sá sem komst í B-úrslit var með einkunina 8.36 svo það má litlu muna.
Þessir kappar voru mættir á reiðvöllinn í gærkvöldi til að þjálfa krakkana fyrir Fjórðungsmót.
Mikilvægt að fá góða leiðsögn hjá reyndara fólki og alltaf gaman að hittast og fara yfir hlutina.
Valur Valsson, gæðingadómari og Ólafur Magnússon, margreyndur keppnisknapi.
Ásdís Freyja, Lara Margrét, Lilja Maria, Sólrún Tinna og Hjördís, mættu galvaskar á æfingu
og allar fara þær á Fjórðungsmót.
Ásdís Brynja sem fer líka á Fjórðungsmót fær hér leiðsögn hjá þeim Val og Óla.
Sigríður Elka Guðmundsdóttir vefhaldari fyrir sölusíðuna www.hest.is verður á leið um héraðið seinnipart föstudags þann 21. júní og síðan aftur fyrripart sunnudags þann 23. júní með myndavél og upptökuvél. Bíður hún ykkur þjónustu sína við hrossasölu. Hrossin þurfa að vera þæg og þjál til að eiga erindi inn á sölusíðuna hennar www.hest.is. Á síðunni er hægt að auglýsa kynbótahryssur, stóðhesta, keppnishross og reiðhross.
Áhugasamir skulu hafa samband við Magnús í Steinnesi í síma 897-3486 og verður þá ákveðið hvernig haga skal málum.
Nokkrar gagnlegar ábendingar til þeirra kvenna sem ætla með.
Lagt verður af stað stundvíslega kl. 16, sunnudaginn 16. júní frá Húnsstöðum.
Minnum þátttakendur á að við förum yfir Húnavatn og því er gott að hafa í
huga góðan skófatnað og vatnsbuxur til að fyrirbyggja eða takmarka blauta
fætur. Hægt væri að koma hlífðarfatnaði í bíl við Húnsstaði og klæða sig
betur áður en við leggjum yfir vatnið. Einnig væri hægt að fara úr
hlífðarfatnaði þegar komið er yfir vatnið og koma honum í bíl.
Minni þær konur sem ætla sér að klæða sig betur áður en farið er yfir
vatnið að gott er að hafa með sér teip/ límband til að festa buxur vel
niður við skó/stígvél. Við (Sonja) getur einnig útvegað eitthvað af buxum
ef þörf krefur.
Félagsmót Neista var haldið á Blönduósvelli í dag og tókst með ágætum. Mjög góð þátttaka var á mótið.
Þökkum við öllum þeim sem að því stóðu sem og keppendum og áhorfendum kærlega fyrir daginn.
Glæsilegasta par mótsins, valið af dómurum, voru Jakob Víðir Kristjánsson og Gítar frá Stekkjardal, virkilega flottir. Finnst vonandi mynd af þeim köppum fljótlega til að setja hér inn, en Víðir er hér með verðlaunagripina.
Úrslit urðu þessi:
Pollaflokkur:
Þær Sunna Margrét á Stöku, Salka Kristín á Glæsi og Inga Rós á Neista riðu nokkra hringi og skemmtu sér og okkur. Óli var þeim til halds og trausts og þær fengu að sjálfsögðu verðluan :)
B-flokkur:
1
Gítar frá Stekkjardal / Ægir Sigurgeirsson
8,61
2
Börkur frá Brekkukoti / Jakob Víðir Kristjánsson
8,59
3
Fylkir frá Þingeyrum / Helga Thoroddsen
8,46
4
Háleggur frá Stóradal / Guðmundur Þór Elíasson
8,29
5
Sóldögg frá Kaldárbakka / Ólafur Magnússon
8,11
Unglingaflokkur:
1
Sigurður Bjarni Aadnegard / Prinsessa frá Blönduósi
8,22
2
Ásdís Brynja Jónsdóttir / Eyvör frá Eyri
8,15
3
Hjördís Jónsdóttir / Dynur frá Leysingjastöðum
7,97
4
Hrafnhildur Björnsdóttir / Álfadís frá Árholti
7,83
5
Harpa Hrönn Hilmarsdóttir / Blakkur frá Þorsteinsstöðum
7,80
Barnaflokkur:
1
Lilja Maria Suska / Neisti frá Bolungarvík
8,43
2
Ásdís Freyja Grímsdóttir / Nökkvi frá Reykjum
8,22
3
Lara Margrét Jónsdóttir / Öfund frá Eystra-Fróðholti
8,10
4
Sólrún Tinna Grímsdóttir / Gjá frá Hæl
8,08
5
Bjartmar Dagur Bergþórsson / Gletta frá Blönduósi
7,69
A-flokkur:
1
Þyrla frá Eyri / Tryggvi Björnsson
8,50
2
Skerpla frá Brekku / Stefán Birgir Stefánsson
8,22
3
Hvinur frá Efri-Rauðalæk / Jón Gíslason
8,16
4
Mirian frá Kommu / Þórólfur Óli Aadnegard
7,44
5
Snerpa frá Eyri / Eline Schriver
1,89
Tölt:
1
Tryggvi Björnsson / Ungfrú Ástrós frá Blönduósi
6,72
2
Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi
5,50
3
Magnús Ólafsson / Píla frá Sveinsstöðum
5,44
4
Þórólfur Óli Aadnegard / Þokki frá Blönduósi
5,44
5
Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi
5,39
A flokkur
Forkeppni
Sæti
Keppandi
Heildareinkunn
1
Skerpla frá Brekku / Stefán Birgir Stefánsson
8,34
2
Snerpa frá Eyri / Tryggvi Björnsson
8,30
3
Þyrla frá Eyri / Eline Schriver
8,26
4
Dúkka frá Steinnesi / Tryggvi Björnsson
8,24
5
Hvinur frá Efri-Rauðalæk / Jón Gíslason
8,16
6
Kátína frá Steinnesi / Tryggvi Björnsson
8,12
7
Mirian frá Kommu / Guðmundur Þór Elíasson
8,07
8
Tangó frá Blönduósi / Guðmundur Þór Elíasson
7,68
9
Hnakkur frá Reykjum / Jóhanna Stella Jóhannsdóttir
7,54
10
Viðar frá Hvammi 2 / Haukur Marian Suska
7,18
B flokkur
Forkeppni
Sæti
Keppandi
Heildareinkunn
1
Gítar frá Stekkjardal / Jakob Víðir Kristjánsson
8,37
2
Börkur frá Brekkukoti / Jakob Víðir Kristjánsson
8,33
3
Sóldögg frá Kaldárbakka / Ólafur Magnússon
8,18
4
Fylkir frá Þingeyrum / Helga Thoroddsen
8,15
5
Hrókur frá Grænuhlíð / Ægir Sigurgeirsson
8,12
6
Háleggur frá Stóradal / Jakob Víðir Kristjánsson
8,01
7
Njörður frá Blönduósi / Agnar Logi Eiríksson
7,98
8
Ungfrú Ástrós frá Blönduósi / Tryggvi Björnsson
7,83
9
Katla frá Kornsá / Harpa Birgisdóttir
7,82
10
Kolfinnur frá Hjaltastaðahvammi / Jón Gíslason
7,77
11
Hátíð frá Blönduósi / Selma H Svavarsdóttir
7,64
12
Píla frá Sveinsstöðum / Magnús Ólafsson
7,63
13
Heiðdís frá Hólabaki / Tryggvi Björnsson
7,58
14
Sóldís frá Kommu / Sigurður Bjarni Aadnegard
7,02
15
Króna frá Hofi / Eline Schriver
5,37
Unglingaflokkur
Forkeppni
Sæti
Keppandi
Heildareinkunn
1
Sigurður Bjarni Aadnegard / Prinsessa frá Blönduósi
8,21
2
Hjördís Jónsdóttir / Dynur frá Leysingjastöðum
8,07
3
Ásdís Brynja Jónsdóttir / Eyvör frá Eyri
7,98
4
Hrafnhildur Björnsdóttir / Álfadís frá Árholti
7,78
5
Harpa Hrönn Hilmarsdóttir / Blakkur frá Þorsteinsstöðum
7,76
6
Haukur Marian Suska / Feykir frá Stekkjardal
7,73
7
Hákon Ari Grímsson / Hespa frá Reykjum
7,68
8
Sigurgeir Njáll Bergþórsson / Börkur frá Akurgerði
7,67
9
Ásdís Brynja Jónsdóttir / Pandra frá Hofi
7,65
10
Haukur Marian Suska / Viðar frá Hvammi 2
7,61
Barnaflokkur
Forkeppni
Sæti
Keppandi
Heildareinkunn
1
Lilja Maria Suska / Neisti frá Bolungarvík
8,21
2
Ásdís Freyja Grímsdóttir / Nökkvi frá Reykjum
8,12
3
Ásdís Freyja Grímsdóttir / Hrókur frá Laugabóli
8,12
4
Lara Margrét Jónsdóttir / Öfund frá Eystra-Fróðholti
8,07
5
Lilja Maria Suska / Hamur frá Hamrahlíð
8,00
6
Lara Margrét Jónsdóttir / Leiðsla frá Hofi
7,98
7
Sólrún Tinna Grímsdóttir / Gjá frá Hæl
7,77
8
Bjartmar Dagur Bergþórsson / Gletta frá Blönduósi
7,16
Tölt T1
Forkeppni Opinn flokkur -
Sæti
Keppandi
Heildareinkunn
1
Tryggvi Björnsson / Ungfrú Ástrós frá Blönduósi
6,50
2
Guðmundur Þór Elíasson / Silfra frá Stóradal
5,77
3
Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi
5,60
4
Þórólfur Óli Aadnegard / Þokki frá Blönduósi
5,50
5
Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi
5,17
6
Magnús Ólafsson / Píla frá Sveinsstöðum
5,07
7
Sólrún Tinna Grímsdóttir / Gjá frá Hæl
5,03
8
Sigurður Bjarni Aadnegard / Prinsessa frá Blönduósi
verður haldið á Blönduósvellilaugardaginn 15. júní
Keppt verður í A og B flokki gæðinga, Ungmennaflokki (18-21 árs á keppnisárinu), Unglingaflokki (14-17 ára á keppnisárinu), Barnaflokki (10-13 ára á keppnisárinu) og Pollaflokki (9 ára og yngri á keppnisárinu), Einnig verður keppt í tölti opinn flokkur.
Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein.
Neisti á rétt á að senda 4 hesta til keppni á Fjórðungsmót Vesturlands (ekki pollaflokkur). Einkunnir úr forkeppni gilda til þátttöku á Fjórðungsmót.
Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] fyrir kl. 21.00 þriðjudagskvöldið 11. júní.
Skráningargjöld verða 2.000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1.500 fyrir aðra skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.
Skráningargjald leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139 sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang.
Ath.
Þar sem dómarar eru ekki allir íþróttadómarar er töltkeppnin ekki lögleg.